Loksins á ég…

…því stundum langar manni bara í!
Ég hef nú sagt frá því áður að elsku mamma mín, hún er sko búin að ráðstafa einu og öðru heima hjá sér.  Þá á ég við, að maður lyftir upp styttum og undir þeim standa nöfn þeirra sem hlutinn eiga að fá – þið vitið, þegar þar að kemur. Mamma mín á nefnilega nokkrar ísbjarnastyttur sem hafa heillað mig til ansi margra ára.  Eeeeeeen, hins vegar – sé þeim lyft upp þá eru þær sko alls ekki merktar mér.  Búhú!  Því ákvað ég bara, þegar ég fékk pening í afmælisgjöf, að fá mér hlut sem ég myndi ekki versla mér svona alla jafna, og væri búið að langa í lengi.

Þannig að, ég kynni til sögunnar Hr. Björn……þessi fékkst í gegnum Ebay – en kemur af danskri antíksíðu Danam Antik (sjá hér).  Hann er ættaður frá Bing & Grøndahl og mér finnst hann alveg yndislegur…

…ég var smá stressuð á hvort að hann kæmi óbrotinn í hús, en það voru óþarfa áhyggjur.  Hann mætti á svæðið, eftir aðeins 3 daga og í svona kassa…
…fullum af frauðkúlum…
…og þar að auki vafinn í svona pappa…
…þannig að það sá ekki skrámu á þessari elsku eftir flutningana.
Ég borgaði ca $20 fyrir flutninga og svo minnir mig að ég hafi borgað um 5þús í tolla og gjöld hér heima…
…og fyrir áhugasama, þá er þessi nr 1629…
…ég er svo ánægð með hann – af einhverri undarlegri ástæðu, þá minnir hann mig á Raffa gamla.  Það er meikar kannski ekki sens fyrir aðra, en þegar ég sagði við eiginmanninn: veistu á hvern hann minnir mig?  Þá vissi hann strax hvað ég átti við – þannig að það er eitthvað ♥
…það er nú gaman að láta drauma rætast – sérstaklega þegar þeir eru bara svona frekar einfaldir í framkvæmd!
♥ knúzez ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

8 comments for “Loksins á ég…

  1. Margrét Helga
    10.08.2017 at 08:15

    Hrikalega flottur….og sé alveg líkindin með elsku Raffa

  2. Svava sys
    10.08.2017 at 10:39

    Finally!!!! Er þá isbjarnarævintýrið endalausa á enda? 😁

  3. Harpa Hannibals
    10.08.2017 at 12:39

    Hann er bara yndis og ég skil að hann minni á Raffann þinn ❤ knús í hús 😊

  4. Inga Dögg
    10.08.2017 at 17:52

    Dásamlegur 🙂 Svo sorglega góður á svipinn 🙂

  5. Arndìs Hrund Guðmarsdòttir
    26.05.2019 at 14:14

    Dàsamlega fallegur ❤

  6. Unnur Magna
    19.04.2020 at 01:40

    Æði – En fyndið ég hugsaði það áður en ég skrollaði niður og sá þig skrifa það – bara vá hvað hann minnir mig á hundinn sem hún átti 😀

  7. Soffía
    04.05.2023 at 14:59

    Hvar pantaðaru þennan? Búið að vera draumur mömmu lengi ?
    Hann virkaði ekki linkurinn sem þú settir inn.

Leave a Reply to Svava sys Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *