Eldhús – fyrir og eftir…

…ég er öll í innblæstrinum þessa dagana – sérstaklega eldhús.  Þegar ég fann þessar myndir af fyrir og eftirmyndir, þá hreinlega átti ég ekki annara kosta völ en að birta þær. Þetta kemur af síðunni TomKatStudio, og ég mæli svo sannarlega með heimsókn til þess að skoða þetta allt saman nánar…

…svona fyrir dramað þá sjáið þið hérna fyrir og eftir – smá munur!  En þó er vert að taka fram að þetta er alveg ný innrétting, þau voru ekki að mála þá gömlu…

…ef ég ætti þetta eldhús, þá hefði ég reyndar tekið örlítið annan tón á veggina, bara til þess að sjá skápana poppa betur fram og njóta sín.  Þetta er allt saman mjög svo fallegt og stílhreint, og það eina sem er hægt að setja út á, er að þetta er kannski um of stílhreint?  Þó verður að segjast að viðargólfin gera alveg heilmikið fyrir rýmið allt…
…ég verð að segja að þessi krani, hann er dásemd…
…og ljósið yfir eyjunni er geggjað…
…en eitt af mínu uppáhalds úr þessu eldhúsi eru þessar flísar – hugsið ykkur hvað þær gefa rýminu mikinn karakter…
…svo ekki sé minnst á opnu hillurnar, það ættu öll eldhús að vera með einhverjar opnar hillur – það er bara möst til þess að stilla upp einhverju fínerí-i…
…en ég fíla svo vel svona hvít eldhús.
Mér finnst þau alltaf tímalaus, og það er svo einfalt að gjörbreyta þessu eldhúsi með því að bara að mála veggina!
All photos and copyright via TomKatStudio.com

1 comment for “Eldhús – fyrir og eftir…

  1. Margrét Helga
    21.08.2017 at 14:12

    Ofboðslega fallegt eldhús! Og eins falleg og mér finnast þessi ljós vera, þá hugsa ég alltaf um hvað það hlýtur að vera mikið vesen að þrífa þau 😉
    Kv. manneskjan með þrifofnæmið og frágangsfælnina 😛

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *