Örlítið innlit í Rúmfó…

…þvílíkt og annað eins dýrðarveður sem við erum búin að vera að njóta á höfuðborgarsvæðinu undanfarið.  Ég get sko lofað ykkur að þessi pallur okkar er alveg að nýtast almennilega, ég á það meira segja til að fara bara út og fá mér smá morgunboozt þegar þetta er svona dásamlegt……og Mola finnst allt sem við borðum súper merkilegt…

…en ég ætlaði ekki að fara í þá sálma. Heldur ætlaði ég að deila með ykkur örfáum myndum sem ég tók í Rúmfó í Skeifunni, þar sem ég sá að svo margir hlutir sem ég hef sýnt ykkur, og ég hef fengið fjölda fyrirspurna um, eru komnir aftur eða enn til.

Þessir marmarastjakar eru æðislegir – ég notaði þessa um jólin og þeir eru uppáhalds…

…svo er það þessir hérna – þeir eru glærir, dökkbleikir og ljósbleikir – og þeir eru bara gordjöss…

*fleiri myndir úr þessu afmæli – smella hér*


*fleiri myndir úr þessum bás – smella hér*

…hengipottarnir eru enn til, bæði í hvítu og glærir…

*fleiri myndir úr þessum bás – smella hér*
…eins eru þessir fallegir og ég er mjög skotin í þessum gráu…

…nú og ef þið eigið fallegan pott, þá er líka til hengi fyrir hann…
…talandi um hengipotta, þá rak ég líka augun í þessa hérna úr basti – það er hægt að gera eitthvað skemmtilegt úr þessum…
…geggjaðar mottur, t.d. í eldhúsið…
…og uppáhaldsmottan mín þarna í miðið – AKSFRYTLE…
*fleiri myndir úr þessum bás – smella hér**fleiri myndir úr þessu herbergi – smella hér*
…og sú efsta þarna er sú sem ég notaði í bleika herbergið fallega…
*fleiri myndir úr bleika herberginu – smella hér*
…og svo var bara fullt af fallegum og spennandi mottum, í öllum stærðum og týpum…
…ég er einmitt með þessa púða í stofunni, og þeir eru æðislegir.  Það er svo “gott í þeim” – þið bara verðið að fara og klappa þeim til að skilja hvað ég á við…
*fleiri myndir úr þessum bás – smella hér*
…eins er minni týpan af þessum til núna…
*fleiri myndir úr þessum bás – smella hér*…geggjuðu kisturnar, eins og voru í strákaherberginu um daginn.  Snilld sem náttborð og taka við helling af dóti…
*fleiri myndir úr þessu strákaherbergi – smella hér*
…og önnur týpa í brúnu…
…og svo var komin ný týpa af þvottakörfum, sem eru náttúrulega snilld í barna- og unglingaherbergin fyrir alls konar 🙂
…eins voru litlu veggpottarnir komnir aftur, minnir á 595kr.
…eins má benda á að stóru kertastjakarnir, sem þarna sjást við hlið skápsins – eru enn þá til, í það minnsta í Skeifunni.
Annars segi ég bara góða helgi elskurnar, og farið varlega í umferðinni ❤

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

3 comments for “Örlítið innlit í Rúmfó…

  1. Margrét Helga
    05.08.2017 at 11:05

    Geggjað! 😍

  2. Sigríður Þórhallsdóttir
    05.08.2017 at 13:28

    Hugsaði eins og Margrét Helga hehe geggjað 🙂

  3. anna sigga
    09.08.2017 at 09:34

    Þessar kistur eru nokkuð hólf í þeim ? Væri til að losna við litla ikea kommóðu fyrir eina svona kistu hja stráknum 😊😊

Leave a Reply to anna sigga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *