Innlit í nýja Evitu…

…haldið ekki bara að elsku Evita sé flutt alla leiðina frá Selfossi og upp í Mosó.  Nánara tiltekið rakleiðis í Háholt 14 (sama hús og Snælandsvideó, og Bónus er bara hinum megin við götuna.

En í það minnsta, þau eru flutt og komin í æðislegt húsnæði og opna í dag kl.11.  Ég held því að þetta sé dagurinn til þess að fara í smá bíltúr í Mosó, ekki seinna en bara í dag, og skoða alla þessa dásemd 

…og þarna er fegurð í massavís…

…það er svo dásamlega skemmtilegt að koma inn í búðir sem eru með svona mikið af alls konar fallegu – þú getur alveg fundið eitthvað þarna fyrir flesta stíla.   Þó auðvitað sé heill hellingur fyrir allar blúndurnar…
…geggjaðar lukir og sjáið bara þessa bamba…
…og ég átti pínu erfitt með mig með þessa stóru klukku…
…ég hlýt að hafa verið prinsessa í fyrra lífi, svona miðað við hversu hrifin ég er af kórónum…
…það er nú kannski ágætt að það er orðið myrkur á kvöldin, því að þarna fást ca milljón kertastjakar og þeir eru hver öðrum fallegri…
…María blessunin mætt á svæðið…
…og svo eru dásamlegar silkirósir og silkiblóm til þarna…
…algjör draumur…
…awwwww…
…himneskur lampi, svo himneskur að hann er með vængi 🙂
…meiri kórónur handa mér takk…
…og sjáið bara, þessi er næstum eins og mín, bara 2ja hæða.  En ég held að þetta sé síðasta, þannig að hlaupa…
…mér fannst þessi hilla geggjuð…
…og allir þessir marmarabollar og bretti…
…ég sýndi frá þessu inni á snappinu líka, og þar voru allir að missa sig yfir þessum fallegu uglusystrum…
…sjáið bara litinn á þessum luktum…
…glerkúpull fyrir smjör, ég þarf að fá mér svona…
…endalaus fegurð…
…og jájá, þessar skeiðar mættu sko alveg flytja inn hjá mér…
…fleiri flottar vegghillur…
…þessi búð er bara dásemd sko…
…glerboxin fannst mér spennó, og finnst víst alltaf spennó…
…alls konar höldur til, nóg af þeim…
…♥…
…svo er það líka alveg víst að þarna eru til skilti við öll tækifæri…
…svo fallegir lampar, elska þesar svona mynstur kemur á veggina…
…og þessir stólar ♥  Fullkomnir við endana á borðstofuborðinu…
…ég varð líka þvílíkt skotin í þessum hérna…
…þið vitið hvað ég á erfitt með að standast kökudiska á fæti…
…nóg til af bleiku línunni þarna…
…svei mér þá sko, hversu fallegt er þetta allt saman…
…þetta fannst mér svo kjút, og svo las ég skiltið og hló…
…og ef þið eruð að leita að krúttlegum gjöfum þá er þetta staðurinn…
…það eru t.d. ótrúlega skemmtileg ilmkerti, með ilm fyrir hvern mánuð – gamanaðessu….
…svo skellið þið bara korti á pakkann: til Soffiu, muhahaha…
…jeminn, geggjuð lukt…
…eru ekki örugglega allir orðnir mjúkir og meyrir í hjartanu?…
…ég held persónulega að það geri manni bara gott að horfa á svona mikið fallegt.  Það er auðvitað oft erfitt fyrir grey langarann, en það er líka bara hægt að njóta allrar þessarar fegurðar  ❤
Munið svo að bruna ekki á Selfoss, núna er Evita komin í Mosó, eins gott að minna á það líka í lok pósts 😉

Smella hér til að skoða Evitu á Facebook

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

5 comments for “Innlit í nýja Evitu…

  1. Guðrún
    03.08.2017 at 08:50

    Dásemd <3

  2. Birgitta Guðjons
    03.08.2017 at 09:14

    Endalaust fallegt…..

  3. Margrét Helga
    03.08.2017 at 10:22

    Gordjöss búð!! Frábært að hún sé komin í Mosó 😀

  4. Harpa Hannibals
    04.08.2017 at 20:18

    Algjör dásemd enda var ég mætt þar í gær ❤ endalaust hægt að finna eitthvað fallegt ❤

  5. Díana Kristjánsdóttir
    06.08.2017 at 11:12

    Var mætt klukkan. 11.00 og fór ekki tómhent heim

Leave a Reply to Harpa Hannibals Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *