Eldhúsinnblástur…

…munið þið eftir Meg Ryan í When Harry met Sally?  Munið þið eftir atriðinu í diner-inum, þegar að konan sagði svo: I´ll have what she´s having!  Mér leið þannig þegar ég var búin að skoða eldhúsið hennar Meg!  Þetta er eldhús er auðvitað afar fjarri íslenskum veruleika, sér í lagi þegar það kemur að stærð og öðru slíku, það er fullt af hugmyndum og innblæstri sem hægt er að fá við að skoða þetta…

…ég hef sérstakt dálæti á svona opnum hillum, og þessar eru æði.  Svo mikill persónuleiki sem þær gefa rýminu.  Eins er dásamlegt að vera með svona gróft viðarborð með hvítu eldhúsinu…

…stór spegill og töff hjólaborðið…
…auðvitað er eldhúsið aaaaansi stórt sko, en samt…
…svolítið gaman að sjá þessum mjúku blómaefnum blandað með – svona til þess að mýkja þetta aðeins.  Lausn sem mætti auðveldlega tilfæra á hvaða eldhús sem er…
…ótrúlega flottar þessar hillur, óvenjulegt að sjá svona mikið af myndum í eldhúsi – en kemur ferlega smart út…
…hvað er ykkar uppáhalds?
Hillurnar og þetta rosastóra matarborð eru að heilla mig.  Svo læt ég mig dreyma um að eignast allt þetta skápapláss einhvern daginn 🙂

Fleiri myndir og upplýsingar hérna!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “Eldhúsinnblástur…

  1. Margrét Helga
    09.08.2017 at 08:35

    Hillurnar eru algjörlega uppáhalds 🙂 Geggjað eldhús….sé fyrir mér heilu stórfjölskyldurnar undirbúa mat saman 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.