Fyrir 7 árum síðan…

…þá var ég ófrísk…

 Svo afskaplega ófrísk.  Meira ófrísk en ég hafði áður verið.

…þið sjáið bara stærðina á þessari kúlu…

Síðan rann upp 27.júlí og við hjónin fórum upp á Landspítala kl 7 að morgni, og biðum þess að fá barnið okkar í fangið.  Þetta var mjög skrítin lífsreynsla, skipulagður keisari.  Engir verkir, ekkert vesen. Bara mæta, horfa á Friends og bíða eftir að það kæmi að okkur, og svo kl.10:15, þá var hann sóttur.

 Litli stóri kallinn okkar.  Hann var engin smásmíði, og var eiginlega aldrei svona lítið baby, ef þið vitið hvað ég á við.  Hann var bara lítill kall 🙂

4720gr og 57cm, takk fyrir.

…kominn í heimferðadressið, og þið sjáið hvað ég meina.  Þetta var lítill, en svo sætur, kall…

…þegar heim var komið þurftu auðvitað báðir strákarnir okkar að fá að þefa og heilsa upp á nýjasta fjölskyldumeðliminn…

…og litla systir var alveg bergnuminn af honum, búin að sætta sig við þá ósanngirni að það séu mikið fleiri strákar inni á þessu heimili…

…það er sko engin lygi, það sem sagt er um að hjartað stækki við hvert barn.  Þvílíka ástin sem maður finnur til þessara dásemdar kríla sem maður á…

…orð geta bara ekki lýst því…

…svo þurfti þessi maður auðvitað að fá nafnið sitt – og þótti kjörið að leyfa honum bara að fá nafnið hans afa, sem var fengin til þess að halda á honum undir skírn, og vissi ekki að nafni væri væntanlegur…

…hér sést hvernig það berlega hvernig hæðarskiptingin er hjá oss, sumar fjölskyldur eru bara minni en aðrar…

…og þessi er í uppáhaldi – litla famelían svo kát saman…

…fátt betra en að kúra hjá elsku Raffa okkar…

…og maður getur ekki annað en furðað sig á hversu hratt tíminn flýgur áfram…

…þessi drengur hefur brætt alla frá fyrstu stundu…

…hann hefur afskaplega blítt hjarta…
…hann er góður við systur sína, rétt eins og hún er góð við hann, og til að mynda þegar við vorum úti og hana langaði í hlut – þá kom hann beint til mín og hvíslaði: mamma, getum við ekki leyft henni að fá þetta?
…hann elskar dýr, sérstaklega strákana okkar…

…hann talar enn um hversu mikið hann saknar Raffa síns…

…hann er mikill grallari og húmoristi – og hann elskar að syngja…
…eins og sést hér, í samfellu – öfugan hjáml, gúmmítúttum og með Klossa og Dóru…

…ljós og fagur lítill maður…

…hann elskar að fíflast – hér eru þeir feðgar að vera “brjálaðir” saman…
…og að fá að fljúga…
…lífið breytist svo fullkomlega á þeirri stundu sem maður fær barnið sitt í fangið.  Um leið og heimurinn þinn gjörbreytist og snýst núna alltaf um þennan einstakling – þá er ekki varla hægt að hugsa til baka um hvernig hlutirnir voru áður, það bara hverfur, og það fullkomlega án saknaðar. …og það er ekkert í heiminum sem ég er stoltari af, en þessir tveir einstaklingar…
…og ég er líka stolt af því hversu góð þau eru við hvort annað og miklir vinir…
…það voru nokkrir sem hlóu þegar ég sagðir eiga von á dreng, og sögðu: nú er puntinu lokið hjá þér.  En svo var víst ekki, þessi drengur er mikill snyrtipinni og tekur til eins og hann sé á launaskrá hjá einhverju þrifnaðarfyrirtæki…
Lítil saga sem lýsir honum vel:

Litli gaurinn minn var úti að leika með systur sinni og nokkrum vinkonum.

Eftir einhvern tíma kom hann hlaupandi inn hágrátandi, þið vitið, alveg með risatár sem streymdu niður kinnarnar.

Ég hváði og spurði hvað hefði eiginlega gerst?

Hann: X sveik mig!  Hún sagði 10 fingur upp til Guðs og hún sveik mig!

Ég: Hvaða hvaða, þetta hefur nú ekki verið svona alvarlegt.

Hann: Hún sagði 10 fingur upp til Guðs og hún sveik það.  Hún sveik Guð!

Ég: Þetta var bara leikur, hún hefur bara verið að leika við þig og….

Hann: Hún sveik mig og hún sveik vin minn!

Ég: Vin þinn?  Hver var með ykkur? (því það voru bara stelpur í hópnum).

Hann (uppfullur af hneykslun yfir kjánaspurningu): Nú! Guð!

Það er yndislegt að vera 6ára 🙂

Elsku yndislegi drengurinn minn, ef þú heldur áfram á sömu braut þá eru þér allir vegir færir.
Haltu áfram að vera með hreint hjarta og uppfullur af samúð.  Að finnast besta gjöf í heimi vera að gefa knús…

…haltu áfram að vera forvitin, samviskusamur og trúr sjálfum þér…
…ég elska þig meira en orð fá lýst, og ég er endalaust þakklát fyrir að fá að vera mamma þín!

Takk fyrir endalausa blíðu, ást þína og hlýju! 

ps. afsakið – en í það minnsta tvisvar á ári koma svona væmir mömmupóstar (kannski oftar)! 🙂

 

5 comments for “Fyrir 7 árum síðan…

  1. Gurrý
    27.07.2017 at 09:20

    Fallegur mömmupóstur og i dag megum við afmælismömmurnar vera væmnar. Til hamingju með gullmolann ykkar ☺

  2. Margrét Helga
    27.07.2017 at 10:09

    Yndislegur póstur um yndislegan lítinn mann ❤ til hamingju með hann! 😊

  3. Lilja
    27.07.2017 at 10:38

    Aww til hamingju með kallinn

  4. Guðrún
    27.07.2017 at 14:08

    Til hamingju með yndisdrenginn ykkar, fallegur póstur <3

  5. Kristín S
    27.07.2017 at 19:43

    til hamingju með drenginn – það er gott að vera væmin stundum 😉

Leave a Reply to Margrét Helga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *