Lagt í´ann…

…er eitthvað skemmtilegra en að fara í frí?

Held ekki!  Við fórum í langþráð sumarfrí til Spánar núna um miðjan júní, og ég á eftir að hrúga á ykkur alls konar myndum og sögum.  En til þess að byrja með, þá ætla ég að segja ykkur smá frá undirbúningi.
Við erum auðvitað að ferðast með tvo krakka, daman er 11 ára og gaurinn er að verða 7 ára.  Ipad-ar eru auðvitað no. 1, 2 og 3 á ferðalögum.  Bæði leikir og myndir sem er hægt að setja inn.

En reyndar fyrir þennan 7 ára, þá ákvað ég að finna þrautabækur og annað slíkt sem er hentugt að hafa til þess að láta tímann líða hraðar, og ég verslaði þessar í gegnum Eddu klúbbinn, en það er oft hægt að finna svona á fínum tilboðum þar (sjá hér)

En svo ákvað ég að gera smá glaðning handa krökkunum, og þetta var meira hugsað sem gjöf, frekar en afþreying.

En ég keypti lítið plastveski í Tiger og í þau setti ég:
* Smá nammi
* Litla skrifblokk
* Litla þrautabók
* Uppblásin púða
* Sólgleraugu
* Smá aur sem þau máttu ráðstafa sjálf…

 …ég keypti einmitt eitt svona aukaplastveski, og í það fóru allir passarnir okkar og annað slíkt sem ég vildi hafa á einum ákveðnum stað.

Þegar ég pakka niður fyrir okkur, þá reyni ég reyndar að pakka frekar létt.  Við erum frekar “fræg” fyrir að koma okkur snöggt í H&M og redda einhverju nýju, sem er síðan nánast notað eingöngu það sem eftir er ferðar.  En mér fannst mjög þægilegt að taka þetta til svona, að útbúa bunka fyrir hvern fjölskyldumeðlim, þar sem allt er tekið til.  Fatnaður, skór og sundföt.  Einnig fann ég til þær snúrur og annað slíkt sem ekki má gleymast.

Fyrir dótturina:
3-4 kjólar
4-5 bolir
1-2 stuttbuxur eða pils
Sandala/strigaskó
Jakki/síðerma peysa sem þau fóru í ásamt mjúkum buxum

Fyrir soninn:
4 stuttbuxur
7-8 bolir
Sandalar/strigaskór
Jakki/síðaerma peysa sem þau fóru í ásamt mjúkum buxum

Það sem er líka þægilegt við að pakka þessu svona niður, er að þegar maður er kominn á áfangastað – þá er bara að skella bunkanum beint í hillu og þar með er hver með sína hillu og getur auðveldlega gengið um sína hluti.  Þægindi fyrir alla…

…svo var bara að skella sér út á völl…

…svo var flogið eins og leið liggur til Alicante á Spáni…

…lent á miðnætti í 28° hita….

…og morguninn eftir þá vöknuðum við í Paradís, en við leigðum okkur dásamlegt hús þarna úti.
En það er sko alveg sérpóstur!  Eruð þið tilbúin í framhaldssögu?

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

1 comment for “Lagt í´ann…

  1. Margrét Helga
    28.07.2017 at 08:57

    Snilld að hafa svona plastvasa með hinu og þessu…já og vegabréfunum! Og er sko alveg til í framhaldssögu(r) 😉 Hlakka til! 😀

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *