Innblástur…

…hér kemur svo annað innlit sem veittir mér hellings innblástur.  Þetta fann ég hérna (smella) á Apartment Therapy.
Um er að ræða íbúð sem parið hefur aðeins búið í 2 mánuði.  Aftur eru veggirnir ljósir/hvítir, og ekki mikið um liti, en samt sem áður svo mikill hlýleiki og kózýheit.

Stofan er uppáhaldið mitt, mottan og púðarnir, ásamt myndum á veggjum gefa svo mikinn karakter…

…svörtu rammarnir eru að gera svo mikið fyrir veggina, það væri ekki svipur hjá sjón ef þeir væru t.d. hvítir – þá kæmi alls ekki eins mikill karakter í rýmið…

…skemmtileg lausn þar sem Expedit-hillan er notuð sem höfðagafl, og mottan – hún er alveg möst…
…stundum þarf ekki annað en hillu og hillubera til þess að útbúa fallegt gangaborð…
…gólfin gefa líka hellings svip – og jájá, hlaðnir múrsteinsveggir koma aldrei að sök.  Eins er gaman að benda á hversu fallegt það er að nota gyllta fylgihluti í gegnum alla íbúðina – en gullið/brons er líka að gefa mikla hlýju!

Eruð þið ekki skotin í þessu?

Image credit: Nicole Whitney

1 comment for “Innblástur…

  1. Margrét Helga
    02.08.2017 at 09:06

    Vá hvað ég hefði viljað vera búin að koma mér svona vel fyrir eftir 2 mánuði!! 😀 En hrikalega kósý hús, þótt ég held að ég myndi nú velja venjulegan höfðagafl í stað Kallax hillu…. 😉

Leave a Reply to Margrét Helga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *