Óvissa og antíkmarkaður…

…ég er svo lánsöm að eiga alveg yndislegar vinkonur. Um þessar mundir eru einmitt um 10 ár síðan að við kynnumst og við ákváðum að fagna því, og því var plönuð óvissuferð.  Óvissan var þá eigöngu óvissa að hluta til fyrir sumar okkar, þar sem við erum bara 3 og það þurfti að skipuleggja þetta sko 😉

En í það minnsta, þetta hófst á því að einkabílstjórinn (ég) sótti dömurnar og þær drógu mig síðan upp á fjall – eða sko Úlfarsfellið…

…arkað af stað í óvissuna, og fyrir þá sem mig þekkja og hvá – þá já, þetta eru strigaskór, undur og stórmerki!

…veðrið lék ekki við okkur, en hefði alveg getað verið verra…

…á þessari mynd sést Vala að tala í mig kjark, en ég var að reyna að sannfæra hana um að skilja mig bara eftir.  Ég gæti vel bara dáið þarna í hlíðinni, ég hefði lifað góðu lífi…

…en þó, allt er hægt í góðum félagsskap og með nettu bölvi og kveini (ég™)…

…og á toppinn komumst við…

…örlítið veðurbarnar…

…og eilítið úfnari en í byrjun…

…sem ég sagði…

…eftir þetta var skundað alla leið upp á Skaga og við tókum nett pikknikk við Langasandinn…

…ójá, þetta er alvöru sko…

…að því loknu, heit sturta og heitur pottur – jááááá takk…

…síðan vorum við svo heppnar að hún Kristbjörg (Kristbjörg Traustadóttir á Facebook) hleypti okkur inn í Antíkskúrinn sinn.  Hún er búsett á Heiðarbraut 33 og er opið hjá henni um helgar, laugard. 15. og sunnud.16 júlí frá kl. 13-17 og þetta er sem sé bílskúrinn…

…þarna er alltaf jafn skemmtilegt að koma og endalaust af gersemum…

…allir þessir litlu dásemdar mokkabollar…

…könnur og stell…

…eitthvað fyrir alla aldurshópa…

…awwwww Monsur…

…það má í raun finna alla heiminn þarna 🙂

…dásamleg kanna…

…þetta stell fannst mér æðislegt…

…og hvíta og bláa stellklassíkin stendur alltaf fyrir sínu…

…eða þessi fegurð…

…það er alltaf nóg af alls konar hjá henni Kristbjörgu…

…elska að nota gamlar töskur til þess að geyma dót í krakkaherbergjum og annað slíkt…

…geggjuð glerskál á fæti…

…og þessi kanna sko…

…önnur æðisleg á fæti…

…og ýmis ljós í lofti…

…kolsvartir ísbjarnahúnar…

…hægt að gramsa í diskastæðunum…

….awwwwwww, þessi fer ekki úr hárum…

…þetta var alveg truflað…

…könnur, könnur og könnur…

…þori að veðja að þið eruð að grandskoða og leita á þessari mynd af hinu og þessu…

…og á þessari líka 😉

…ég sýndi þessar myndir á snappinu og fékk fullt af skilaboðum frá dömum sem voru að sjá hluti í ófáanlegu stellin sín þarna…

…og svo er það allt hitt sem er svona spes og skemmtilegt…

…gamlar myndavélar eru geggjað flottar í glerkúpla…

…Spiderman gætti leðurpullunar…

…þessi fannst mér alveg yndislegur…

…dásemd…

…flottur þessi í króm…

…við ákváðum að prufa vintage sólgleraugu…

…og fengum frábærar undirtektir…

…endalaust til af fallegu í þessum antíkskúr, það er alveg víst…

…við enduðum þessa óvissuferð síðan á frábærum tónleikum með Valdimar á Rósenberg – algjör snilld sem ég mæli með!

Mikið er gott að eiga góða að ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Óvissa og antíkmarkaður…

 1. Margrét Helga
  15.07.2017 at 09:54

  Greinilega skemmtileg ferð 😀

 2. Anonymous
  15.07.2017 at 13:24

  Stórglæsilegar (“,) og inspirerandi póstur
  Afskaplega er ég feginn að þú náðir upp á toppinn og niður aftur á Úlfarsfellinu – er ekki markmiðið að ná fleiri ferðum (“,)
  Yup – Búin að zooma inn og út á myndunum í leit að kremaðri tarrínu – mun væntanlega kíkja í heimsókn

 3. Fjóla Róberts
  15.07.2017 at 19:09

  Jiii enn gaman 😍 æðislegar myndir

 4. Anonymous
  16.07.2017 at 17:51

  Á svona mörkuðum er hægt að gera góð kaup ef fólk er t.d. að opna kaffihús eða þesshátar , hvet alla til að skoða það , þarf ekki alltaf að kaupa allt nýtt !

Leave a Reply

Your email address will not be published.