Svo fallegt, létt og leikandi…

…um daginn fékk ég nokkra hluti í nýju stelli sem kom í Rúmfó núna í vor, og ég ákvað prufa að stilla því upp og mynda.

Svona til þess að deila þessari fegurð með ykkur!

Þessi póstur er unninn í samvinnu við Rúmfatalagerinn.

…þar sem mér finnst borðstofuborðið okkar afskaplega fallegt og rustic, þá hef ég gaman af því að nota löbera þvert yfir borðið í stað þess að vera með dúka…

…það verður líka svolítið skemmtilega létt yfir borðinu…

…stellið finnst mér alveg hreint æðislegt, svona blátt og hvítt vekur alltaf upp smá danskan fíling, og það er gaman að geta mixað þessu upp á milli mynstra…

…stellið heitir Tara og þið getið skoðað það nánar hér...

…eins og sést líka þá er annað “skraut” á borðinu í lágmarki…

…gömul kanna með nokkrum lúpínum…

…auðvitað kertaljósin, og enn minni kanna með enn minni lúpínu…

…sem sé einfalt og fallegt, fær bara að njóta sín…

…ekki sammála?

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Svo fallegt, létt og leikandi…

 1. Margrét Helga
  01.07.2017 at 09:21

  Elska þetta stell! Langar svo í allar týpur 😍

 2. Elín Guðrún
  01.07.2017 at 09:58

  Hvernig er stellið … rispast það mikið… mig langar svo í “fínnt” stell en vill nota það dagsdaglega….Þetta stell kemur sterkt inn.. 🙂

 3. Birgitta Guðjons
  01.07.2017 at 18:57

  Já sé núna að Rúmfó…er alveg með þetta…..var aðeins of fljót að senda fyrirspurn……þetta er mjög fallegt á að líta og ekki spillir hve vel og smekklega þú setur þetta saman……takk,takk gleður augað svo mikið er víst…..

Leave a Reply

Your email address will not be published.