Úti á palli…

…vonandi skemmtið ykkur vel 🙂

Sagan endalausa, palli endalausi.  Eins og þið sjáið hérna, þá er ein hliðin af pallinum ókláruð – því að þarna á að koma “framhaldspallur” í framtíðinni.

…og það er víst enn nóg af garði eftir, þrátt fyrir ágætisstærð af palli – þannig að þessu þarf að sinna…

…þá er nú hægt að vera þakklátur fyrir smá næringu í kroppinn, svona til að halda dampi – þó verður að viðurkennast að þessi er ekki í hollari kantinum, nema þessi rauðu ber 😉

…og rauð ber kalla á rauð stígvél – ég er ekkert ef ekki í stíl sko…

…og dagsverkin eru það mörg að stundum er garðvinnan stunduð fram til miðnættis…

…en inn á milli má alltaf hygge sig á pallinum…

…og það sem mér finnst þetta vera dásamlegt – ég bara biðst afsökunar, og lofa, að ég á alveg eftir að drekkja ykkur í pallamyndum sko…

…svo til þess að vera smá dramatísk – sem ég er nú þekkt fyrir – þá gerði ég mér bara ekki grein fyrir hversu mikil lífsgæði felast í svona pallalífi…

…við erum bara alltaf með opið út, nánast alla daga…

…legið í notalegheitum…

…segið svo að þetta sé ekki krúttMoli, sem lygnir aftur augunum í hengirúminu…

…og það væsir sko ekkert um Storminn minn, sem er í svona svakalega miklum stíl við pallinn…

…og ég er sko alveg á því að mér finnst svona fallega blár himinn klæða pallinn minn best…

…þó það séu svona fallegir hvítir hnoðrar á himni líka, og á palli…

…Molinn sólar sig…

…og mamman gerir slíkt hið sama…

…verandi Ísland, þá er auðvitað ekki hægt að treysta á bláan himinn í allar áttir – en veðrið var dásamlegt og hlýtt – og þessi fóru í vatnsblöðruslag…

…það er þetta með himininn 

…erfitt að vera svona mikið krútt – kallar á krúttblunda…

…blundar hjá öllum viðstöddum…

…en ég er ekki enn búin sko!

Eruð þið komin með leið á þessu? 🙂


ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

6 comments for “Úti á palli…

  1. Margrét Helga
    15.06.2017 at 10:50

    MMmmmmmmm….væri til í að eiga svona pall…og hafa nægan tíma (og gott veður og bara hægan andvara, ekki þetta bévítans rok alltaf hreint) til að vera úti og njóta 🙂 9

    • Soffia - Skreytum Hús...
      15.06.2017 at 14:03

  2. Maren Heiða
    15.06.2017 at 11:45

    Mjög kósý hjá ykkur 🙂 hvaðan eru pullurnar á siðustu myndinni? (Biðst afsokunar ef þu ert nu þegar buin að taka það milljon sinnum fram 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      15.06.2017 at 14:02

      Takk fyrir og minnsta málið að svara – pullurnar eru frá Rúmfó…

  3. Erla
    16.06.2017 at 10:54

    Fleiri svona myndir takk 🙂 sérstaklega af garðinum, mig vantar alltaf hugmyndir í minn 😀 <3

  4. GG
    21.06.2017 at 16:59

    Virkilega kósí og fallegur pallur! Hvar fékkstu litlu borðin sem standa tvö saman og hvar fékkstu fallega hengirúmið?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *