Falleg íslensk heimili…

…er nafnið á þáttaröð sem var í gangi á Stöð 2 núna í vor.

Ég fékk símtal seinasta sumar, þar sem ég var beðin um að vera með í þættinum og að þarna yrði farið inn á mismunandi íslensk heimili og þau skoðuð af “sérfræðingum” – meira vissi ég svo sem ekki um þáttinn.

Ég skelli hér inn hlekk, ef ykkur langar að fara og horfa á þetta innlit 🙂

Smella hér!

Sitt sýnist hverjum um ágæti þessa þátta, og ég hef mína skoðun.

En ég vill þó ítreka það að mér finnst að heimili eigi að þjóna heimilisfólkinu sem þar býr, og að það sem er fallegt í þínum augum þarf ekkert endilega að vera fallegt fyrir hann Jón í næsta húsi, og það allt í lagi.  Jón gerir sitt og þú gerir þitt.  Að því leiti finnst mér furðulegt að vera með “fegurðarsamkeppni” heimilis 🙂

 

 

5 comments for “Falleg íslensk heimili…

  1. Margrét Helga
    28.06.2017 at 10:03

    Þetta var nú bara mjög gott allt saman! 🙂 Var ekki sammála kommentinu um bókahillur í kringum sjónvarpið…það væri of þungt að horfa á og myndi drepa þessa ljósu, léttu stemmningu í stofunni….

  2. Palina Benjaminsdottir
    28.06.2017 at 11:29

    Svo sammála þér Soffía. Heimilieiga að endurspegla þá sem þar búa. Sama hvað einhverjir sjálfskipaðir sérfræðingar segja.

  3. Lilja
    28.06.2017 at 14:23

    Ég dáist að því Soffía hvað þú nærð að vera trú sjálfri þér, hrein og bein. Haltu því áfram og þú stendur keik á eftir.
    Þetta innlit segir mér ekki annað en að þú átt fallegt heimili sem umvefur þig og þína fjölskyldu. Hvort myndir í kringum sjónvarp trufla aðra eða einhvað herbergi eigi að vera heilmálað eða ekki samkvæmt skoðunum annarra skiptir ekki máli.

  4. Audur Sveinsdottir
    29.06.2017 at 09:43

    Eg verd ad segja thad ad eg hef verid ad horfa a thessa thætti og mer finnst thaug eiga ekki ad setja ut a neitt..thaug eiga ad hafa sitt fyrir sig..heimili eru misjofn sem betur fer og misjafn smekkur manna, tholi ekki thegar er verid ad segja ad thetta mætti frekar vera svona eda hinseginn..og t.d finnst mer algjort rugl ad taka myndir af bornunum okkar og theim sem okkur thykir vænt um og skella theim a einhvern herergisgang sem jafnvel enginn fer inn a..myndir eiga ad vera thar sem allir sja thær..en heimilid thitt Soffia er gjorsamlega fullkomid..ædislegt…knus inn i daginn 🙂

  5. Ragnhildur
    19.07.2017 at 10:06

    Ég vildi að ég gæti sett fleiri læk en eitt! Ég reyndi að horfa á þessa þætti, því ég hef hrikalega gaman af innlits-, DIY-, heimsókna- og framkvæmda þáttum. En svona sjálfskipaðir sérfræðingar gefa mér græna bólur 😁 svo ég hreinlega gafst upp. Heimilið hjá mér er fullt af bókum, en líka Iittala og annarri hönnun, gömlum gripum og húsgögnum og dóti frá ömmum og öfum, Góða hirðinum og þess háttar. Þetta er það sem mér og öðru heimilisfólki líður vel með. Fólk á að hafa hlutina eins og því þykir þægilegast og hentar því …

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *