Sýningin AHS…

…var um þar seinustu helgi, eins og ég er nú búin að segja frá og sýna áður, en ég tók smá hring þarna um og tók myndir og langaði að sýna ykkur frá hinu og þessu sem var að heilla.

Esja Dekor var með básinn sinn rétt hjá Rúmfó og ég náði því að sjá nokk vel allt fínerí-ið þeirra….

…þær systur eru með ótrúlega mikið af fallegum munum…

…þessir speglar eru t.d. í miklu uppáhaldi hjá mér – er líka ansi hrifin af þeim í kopar (sjá hér)

…heimasíða Esja Dekor er hér!

…verslunin Innlit átti líka bás, og hann var ansi hreint spennandi…

…geggjaðir stólarnir…

…og töff ljósin – skermarnir í svefnherberginu okkar eru einmitt þaðan…

heimasíðan þeirra er hér – Innlit – en er reyndar í vinnslu núna…

Húsgagnahöllin var með virkilega flotta bása….

…og greinilega mikið af fallegri gjafavöru hjá þeim…

…spennandi kertastjakar…

…hrikalega töff hillur…

…og mér fannst liturinn á þessum sófa alveg geggjaður…

…töff lampi…

…og þessi stóra hilla hilla – ommnommnomm…

…stjakar og stórir vasar…

…ég rakst líka á fallega púða frá merki sem ég hef ekki séð áður, Black Sand…

hér er heimasíðan með púðana

…elsku krúttið hún Stína Sæm var líka þarna með fallegu mjólkurmálninguna sína…

…svo sætur básinn hennar…

…og mæli með að kíkja á alla þessa guðdómlegu liti – hérna….

…Marr var þarna líka með fallegu hengin sín…

…gaman að fá tækifæri til þess að skoða vörurnar sem þessar nýlegu vefverslanir eru að bjóða upp á…

…hér er heimasíða MARR

…svo var það fallegi básinn hjá Seimei

…og ég varð mjög spennt að sjá þeirra dót…

…sér í lagi glerkrukkurnar, og mig langar sko í allar…

…mæli með að kíkja á síðuna þeirra hér, Seimei.is

Granítsmiðjan var með fallegan bás…

…og svo var það Ilva

…mér fannst þessi stólar æðislegir…

…þeir voru með æðislegt útisvæði (inni þó)…

…og svo virkilega fallegan bás…

…ef þetta er ekki rétta rúmið fyrir lilluna hennar Guðrúnar Veigu, þá veit ég ekki hvað það er 🙂

…ferlega töff sófi og hér er heimasíðan hjá Ilva

…og að lokum var það básinn hjá Lýsingu og Hönnun, en hann var virkilega töff…

…ótrúlega mikið af fallegum og heillandi ljósum – og hér er heimasíðan þeirra, Lýsing og hönnun.

Vona að þið hafið haft gaman að kíkja yfir þetta 🙂

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

1 comment for “Sýningin AHS…

  1. Margrét Helga
    08.06.2017 at 15:05

    Úff….er eiginlega hálf fegin að ég fór ekki á sýninguna 😉 Hefði átt erfitt með mig að fara ekki beint inn á netverslanir allra 😀

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *