Hver vann?

Ýmsir miðlar hafa verið að gera sér mat úr því að fjalla um “tískusveiflur” og þá “staðreynd” að “öll” íslensk heimili séu í raun orðin eins.

Að “allir” eigi sömu hlutina.

2014-08-29-171751

Það veltir því upp þeirri spurningu: hver “vann”?

Sá sem á ekkert af þessu eða sá sem á allt af þessu? Sá sem eltir tískuna eða sá sem lætur sig lítið um hana varða?

Ætlar þú að hætta að vera sólgin í pönnukökur, af því að það eru svo margir aðrir sem elska þær?

Öll erum við einstök. En að sama skapi erum við líka öll eins.

Allir óttast eitthvað, allir gleðjast og allir sakna einhvers.

Erum við ekki “öll” að borða pizzur, og er ekki sushi og hvítvín gasalega mikið í móð! Get ekki séð að það komi neinum við hvað aðrir séu með inni hjá sér, ég get lofað ykkur að stofurnar ykkar eigi aldrei eftir að hittast og verða vandræðalegar yfir því hversu líkar þær eru.

Þetta er bara eins og matreiðsla, það eru til uppskriftir og svo er það val hvers og eins og að finna hvað þarf að bæta við, taka frá, eða krydda meira til þess að þetta sé þér að skapi.

Ég á t.d. Iittala, Kartel lampa og Omaggio-vasann, meira segja þann gyllta (allir að hrópa upp plebbi núna)! Iittala glösin eru mörg hver frá tengdaforeldrum mínum, síðan hérna í denn. Ég fékk Alvar Aalto vasann í útskriftargjöf þegar ég útskrifaðist úr Garðyrkjuskólanum, af því að ég lærði þar að hönnunin á bakvið hann er að hann sé hinn eini sanni túlípanavasa og mér fannst það æði. Kartel lampinn er í miklu uppáhaldi, systir mín gaf mér hann og mér finnst hann svo fallegur og vekur upp þessa yndislegu tilfinningu sem ég fékk þegar ég fékk þessa óvæntu gjöf í hendur.

Þessir munir standa síðan ofan á t.d. hillum sem við smíðuðum sjálf, við hliðina á dóti úr Góða og Rúmfó, og ég get svo svarið það – það lifa allir sátt og samlyndi. Ennþá hafa ekki komið neinar stimpingar eða vandræðagangur yfir þessu, ekki einu sinni tungumálaörðuleikar, þrátt fyrir að Iittala sé finnskt og Rúmfó er færeyskt og framleitt sennilega í Kína. Allir glaðir, ekkert vesen – getum við ekki bara tekið þetta okkur til fyrirmyndar?

Hættum að gera okkur hátt undir höfði, með því að stíga á aðra og þeirra smekk – reynum bara að gera eins vel og við getum, og þannig að okkur líði sem best! <3

 

6 comments for “Hver vann?

  1. Margrét Helga
    30.06.2017 at 08:10

    Heyr heyr!

  2. Gurrý
    30.06.2017 at 08:55

    Þá er ég klárlega Plebbi og er innilega stolt af því – ef þú værir ekki að þessu bloggvesi þá hefði ég ekki hugmynd um marga hluti sem mér finnast fallegir og allir veggir heima hjá mér væru ennþá hvítir og ég gengi um með sólgleraugu alla daga……

    En svo hefur fólk líka val……

  3. Birgitta Guðjons
    30.06.2017 at 17:44

    Já er ekki málið að láta sér líða vel í sínu eigin skinni og heimili…?…..Mér finnast pönnukökur góðar………njóttu helgarinnar….

  4. Kristín Hólm
    01.07.2017 at 20:45

    Svo sammála þér þarna. Ég á ekki mikið, eiginlega bara ekki neitt, af þessum hönnunarvörum en á hins vegar mikið af gömlum munum sem afi/amma og pabbi/mamma áttu. Mér þykir afar vænt um alla þessa hluti og finnst ég afar heppin að fá að hafa þá í kring um mig. Ég hef mjög gaman af að skoða t.d. Hús og hýbýli, dást að öllu því fallega sem þar er að sjá og finn þar gjarnan sniðugar lausnir á ýmsu. En mitt heimili endurspeglar mig á meðan aðrir búa sér heimili eins og þeir vilja hafa þau.

  5. Guðrún
    08.07.2017 at 22:15

    Vel mælt, svo sammála.

  6. Kristín Björg Alfreðsdóttir
    07.09.2019 at 09:57

    Vel mælt. Ég kaupi oft skrautmuni í Rúmfó og í síðustu viku var ein að dàðst að því hvað ég ætti margt flott 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *