Dökk og dásamleg…

…ég rakst á póst með svo fallegum myndum af svörtum eldhúsum (sjá hér).
Ég hef nú hrifist af svona svörtum eldhúsum í lengri tíma, og ekki urðu þessar myndir til þess að draga neitt úr því!

Þetta hérna er ekkert smá flott, þegar stóra vaskinum, múrsteinunum og koparinum er blandað með svörtu skápunum og svona líka töff flísum…

Hvítt og svart – stílhreint og smart – og gullið gefur þessu svo mikinn glæsileika…

Svipað look og á fyrstu myndinni – þetta er bara töff…

Grófu bitarnir í loftinu og opnu hillurnar með hvíta leirtauinu verða til þess að ég verð eins og smjör í hnjánum….

Hér hafa veggirnir verið málaðir svartir líka – sem gefur þessu alveg nýja vídd.  Gamla borðið í miðjunni er líka hrein dásemd!

Hvað er þitt uppáhalds?

Photos via CountryLiving.com

Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Dökk og dásamleg…

  1. Palina Benjaminsdottir
    17.05.2017 at 08:09

    Falleg eldhús

  2. Anna Sigga
    17.05.2017 at 13:27

    hmm mitt uppáhalds er eldhúsborðið og stóllinn á síðustu myndinni 😀 Það er sko ég eða nei talar til mín já 🙂

    • Anna Sigga
      17.05.2017 at 13:28

      uh þegar ég hugsa meira um þetta þá eru motturnar lika æði 🙂

  3. Margrét Helga
    18.05.2017 at 09:04

    Kemur rosalega vel út! Finnst reyndar eldhúsið með svörtu innréttingunni og svörtu veggjunum pínu svart en flísarnar á milli skápana og gólfið bjargar því, já og gluggarnir… 🙂 En skil að þú fáir í hnén 🙂

Leave a Reply to Margrét Helga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *