Sandur…

…af því að ég var að sýna ykkur innlitið í Lín Design núna fyrir helgi þá langaði að mig að sýna ykkur tvenn af mínum uppáhalds rúmfötum, sem reyndar koma bæði frá Lín ♥

Fyrir margt löngu síðan þá sýndi ég ykkur fallegu Drauma-settin okkar (sjá hér), sem eru enn uppáhalds…

11-2015-04-13-140046

Þessa færsla er unnin í samstarfi við Lín Design…

…en eins yndislegt og mér finnst að leggjast í mjallahvít, fersk og nýstraujuð rúmfötin – þá er sá galli á gjöf njarðar að maður þarf að strauja þau til þess að þau njóti sín, eins og þau eiga skilið að njóta sín – rétt eins og velflest rúmföt…

20-2015-04-13-140154

…því finnst mér afskaplega notalegt að eiga þessi hérna á móti þeim.  Þessi sem er ekki einu sinni hægt að strauja – húrra!  Þau heita Sandur og mér finnst allar þessar rykkingar og bara almennt útlit þeirra yndislegt…

…og eins og svo oft áður, öll smáatriðin…

…mér finnast lika hreint dásamleg þegar rúmfatnaður er svo fallegur, að það er engin þörf að búa um rúmið með rúmteppi…

…og flesta daga þá bara hristi ég upp í sængum, og hendi umfram púðum ofan á…

…sjáið bara hvað þetta er nú fallegt…

…ég elska hvað þetta er efnismikið og hreinlega finnast mér þessar rykkingar vera rómantískar…

…ekki sammála?

…annað er svo sem óbreytt…

…og allt með kyrrum kjörum…

…svo mjög kyrrum sko….

…sumir kunna sko að láta fara vel um sig…

…og alltaf jafn gaman að skuggamynstrinu sem skermarnir kasta á veggina…

…svo má auðvitað henda smá blúndu rúmteppi yfir, ef vill…

…bara svona til tilbreytinga…

…annars snýst þetta mest bara um kózýheit og að hafa það notalegt!

Vona að þið eigið yndislega vinnuviku framundan ❤

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

4 comments for “Sandur…

  1. Margrét Helga
    15.05.2017 at 08:12

    Knús mín kæra 😊 Á bara jólarúmfötin frá Lín, væri ósköp gaman að kaupa sér einhvertímann hversdags 😉

  2. Valgerður Bjarnadóttir
    15.05.2017 at 08:15

    Yndislega fallegt 😀💕👍

  3. Sólrún Jörgensdóttir
    15.05.2017 at 19:18

    Yndislega fallegt😉

  4. Palina Benjaminsdottir
    16.05.2017 at 09:28

    Það er svo fallegt svefnherbergið hjá þér.

Leave a Reply to Valgerður Bjarnadóttir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *