Elsku palli minn…

…eða sko pallurinn minn 🙂

Við erum búin að búa í þessu húsi okkar síðan 2008, og síðan þá höfum við verið á leiðinni að reisa okkur pall á bak við hús.  Allan þennan tíma höfum við í raun ekkert nýtt þetta svæði, bæði hefur verið ansi hreint gjólusamt þarna, og svo var örlítill steyptur kantur og stétt, og hellulagt, en það lítið að ekkert komst fyrir á þessu – og leiðindahalli á þessu líka.  Sá stutti var bara að hjálpa aðeins til sko, það er ekki stunduð nein barnaþrælkun á bænum…

…óteljandi teikningum og pælingum síðar þá vorum við orðin nokkuð viss um að gera þetta í nokkrum áföngum, og þetta var ein af mörgum teikningum sem við vorum alveg ákveðin í, þar til sú næsta var gerð…

…fyrst var byggð grind ofan í steypta grunninum…

…svo gerðist blessaður eiginmaðurinn moldvarpa og hófst handa að grafa holurnar, og eins og þið sjáið, þá er stórgrýti að koma upp úr þessum holum.  Þar sem minn elskulegi er þrjóskari en allt sem þrjóskt er, þá gróf hann þetta í höndunum og náði grjótinu upp úr með handafli líka.  Þetta var þvílík þrælavinna og á einum tímapunkti kom ég að honum hreyfingarlausum og hálfum ofan í holu.  Ég rak upp óp og stökk honum til bjargar, en hann var þá bara að taka sér örlitla pásu og prufa að lifa eins og ormur að ég tel…

..svo þurfti auðvitað að steypa í holurnar að lokum og allt það, skella síðan jarðvegsdúk yfir og rauðamöl…

…og þegar búið er að reisa grunninn þá var hægt að hefjast handa við að leggja dekkið og við náðum að klára það á seinasta ári…

…síðan gerðist það undur á laugardaginn að veðrið var bara svona þegar maður vaknaði!

Sól og svei mér þá, bara ágætis hiti.  Þar að auki, allir í fríi…

…því ákváðum við að færa húsgögnin okkar, sem eru fyrir framan hús, og “prufa” aðeins pallinn sko…

…bara svona rétt til þess að fá tilfinningu fyrir þessu öllu…

…og já svei mér þá, hann virkar bara svona líka fínt – þó hann sé alveg veggjalaus, ennþá…

…og nú eins almennar reglur um pallaíveru segja, þá þurfti að gera vel við sig í smá mat…

…skinka, pestó og snittubrauð, gulrótarkaka…

…vínber og hvítlauksbrauð – ómyndaðir snúðar fyrir krakkana auðvitað…

…kannski, bara kannski sko – þá ískraði í mér þegar að ég uppgvötaði skuggamyndirnar af trjánum þarna á veggnum…

…vona svo sannarlega að þeir hverfi ekki alveg við það að veggir rísi upp…

…en svei mér þá hvað ég hlakka til að geta verið þarna í sumar…

…svona loksins…

…svo þegar kvöld tók þá er nú ekki leiðinlegt útsýnið…

…og ég fór út á pall og þetta ýtti enn fremur undir löngun mína að setja einhvers konar glugga á veggina sem við setjum – til að halda þessu fallega útsýni af pallinum okkar…

…og við gömlu hjúin erum bara nokk ánægð með okkur núna – í það minnsta meira en hálfkláruð með pallinn, og tók ekki nema ein 8 ár 😉

…sýni ykkur svo meira – þegar að við setjum réttu húsgögnin, og auðvitað veggi, og ljós og….

…kannski erum við bara hálfkláruð?!


ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

5 comments for “Elsku palli minn…

  1. Palina Benjaminsdottir
    09.05.2017 at 13:33

    Góðir hlutir gerast hægt 😉 Dásamlegt útsýni af pallinum.

  2. Svava sys
    09.05.2017 at 16:59

    Geggjað næs

  3. Sigga
    09.05.2017 at 18:11

    Sæl og til hamingju með það sem komið er af pallinum!
    Hvaðan er þessi skemmtilegi dúkur á borðinu?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      10.05.2017 at 15:22

      Takk fyrir – dúkurinn er úr Indiska 🙂

  4. Margrét Helga
    10.05.2017 at 09:56

    Þetta verður frábært hjá ykkur þegar þið eruð búin, og reyndar líklega líka á meðan þið eruð að þessu 🙂 Sammála með glugga á pallvegginn, þetta útsýni verður að fá að halda sér 🙂

Leave a Reply to Soffia - Skreytum Hús... Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *