Laugardagsmorgun…

…og nú er það komið, ekki satt?

Það er hérna, við finnum fyrir því.

Vorið er komið.

Sólin er farin að skína á okkur, og svei mér þá – krakkarnir eru búnir að leggja dúnúlpunum í næstum heila viku, að ég held.

Maður finnur að þegar sólin skín á okkur þá fer eitthvað að þiðna innra með oss, það slaknar á öxlunum og maður nær að draga andann aðeins dýpra en áður.

Ég hlakka til þess að finna sólina verma enn frekar.

Að njóta þess að vera úti.

Að njóta, það er svo mikilvægt.

Í augnablikinu get ég líka notið þess að vera í “nýja” eldhúsinu, og ég ætla meira segja að njóta þess að hengja ekki upp á veggina þar alveg strax.

Tja, fyrir utan þessa tvo nagla fyrir litlu myndirnar sem mig langaði svo að prufa að hafa uppi við.

Mér finnst þær svo fallegar.

Það má líka alltaf finna fegurð í litlu hlutunum…

Fegurð í blómum í könnu (brúðarslör sem hefur staðið í nokkrar vikur) og kertum í stjaka…

…og í litlu verkunum, eins og að hjálpa litlum manni að gera föt á bangsann sinn, úr stökum sokk…

…yndislegi drengurinn minn…

Svo er auðvitað fegurð í félögum sem taka sér smá kríu!

Fegurð á laugardagsmorgni, og ég vona að þið njótið hans  ♥

 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Laugardagsmorgun…

  1. Kristín Hólm
    06.05.2017 at 18:06

    Góða helgi frá Siglufirði 🙂

  2. Margrét Helga
    08.05.2017 at 12:48

    Þetta var einmitt yndislegur laugardagur!! Ofboðslega gott veður og fallegt allt í kring. Túnin orðin græn og fuglasöngur allt um kring 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.