Hundalífið II…

…enda er ég alveg að sprengja snappið mitt (soffiadoggg) af hundasnöppum – sorry, ég er bara þessi leiðindaskjóða 🙂

…reyndar af þessum myndum að dæma, mætti halda að þessir hundar svæfu alla daga, allan daginn, en svo er ekki…

…stundum sitja þeir og stara á mann…

…þessi treður sér alls staðar á mjúka og þægilega staði…

…meðan Stormurinn heldur viðteknum hætti og nær að finna sér staði til þess að bögglast á, eins og t.d. hér…

…þessir tveir eru vinir og kúra saman ♥

…og hversu mjúkur er þessi Stormur eiginlega, mig langar bara að grúfa andlitið beint í hálskotið á honum…

…þeir elska reyndar báðir að kúra í sólinni við borðstofuborðið…

…stærðarmunurinn hefur einungis orðið til vandræða, þegar að sá litli þarf nauðsynlega að fylgjast með þegar sá stærri pissar, og verður fyrir bununni 😀
Þá er það bað í hvelli…

…og sökudólgurinn alsæll að vera laus við baðferð…

…dásamleg….

…sko meira segja Stormurinn er eins og hann sé á róandi á öllum þessum myndum…

…og þessi litli er svo sannarlega búinn að eigna sér þennan legubekk…

…hann hefði kannski átt að heita Snúður…

…nú og ef hann er ekki bara búinn að eigna sér sófann, heldur líka hjónarúmið…

…já einmitt, hann er eins og leðurblaka…

…en þeir eru orðnir góðir vinir…

…og kúra saman…

…þó að enginn nái því að vera nálægt því sæti sem húsbóndinn á hjá Storminum…

…og þessi er í ansi miklu uppáhaldi hjá Molanum…

…er alltaf á kúrinu saman…

…bráðn…

…eru ekki annars allir komnir með meira en nóg?

…búin að ofhunda ykkur öll…

…þá segi ég bara góða helgi ♥

Hundalífið I… (smella)

5 comments for “Hundalífið II…

  1. Guðný Klem.
    29.04.2017 at 12:56

    Það er ekki hægt að ofhunda !!! Skil þig og ykkur svo vel – hundarnir okkar eru svona stór partur af okkar fjölskyldu eins ykkar eru greinilega hjá ykkur 🙂
    Fæ aldrei nóg af svona hundamyndum svo bara keep’em coming !

  2. Anna Sigga
    29.04.2017 at 13:41

    *Bráðn* vildi að ég gæti haft hund eða kött en ofnæmi á heimilinu leyfir það ekki því miður 🙁 en elska þessar myndir frá þér 😀
    Svo þér tekst ekkert að ofhunda neitt hérna 😉

  3. Þórunn
    29.04.2017 at 16:23

    Þetta er bara yndislegt, aldrei of mikið af dýramyndum. Og sérstakleg gaman að sjá hjá fólki sem fer vel með dýrin sín.

  4. Margrét Helga
    01.05.2017 at 08:05

    Aldrei hægt að ofhunda 😉 Þeir eru bara yndislegir þessir voffar þínir og greinilega gæðablóð! <3

  5. Ásta María
    09.05.2017 at 15:08

    Alveg sérstaklega skemmtileg blogg, þessi hundablogg hehe… manni langar næstum að vera hundurinn ykkar 🙂 Dásamlegar myndir 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *