Draumur rætist…

…því að þið vitið það vel, sem hér hafið komið í heimsókn á síðuna, að ég tala oft um hluti sem mig langar að gera.  En það tekur tíma að koma þessum blessuðu hlutum í verk, jú sí!  Góðir hlutir gerast hægt og allt það 🙂

Ég byrjaði að tala um að okkur langaði að skipta út sófasetti nokkrum árum áður en sú framkvæmd fór í gang.  Að sama skapi er ég búin að tala um í laaaaangan tíma að mig langaði að mála alrýmið, áður en þessi framkvæmd rúllaði af stað!

Liturinn var sérblandaður fyrir okkur hjá Slippfélaginu, og er því glænýr SkreytumHús-litur og heitir því Draumgrár!

Þessi póstur er unnin í samvinnu við Slippfélagið!

Hví Draumgrár?

Nú af því að þetta var langþráður draumur að mála þetta loksins allt saman.

En ef við förum í hvað og hvers vegna þessi litur varð fyrir valinu, þá standa stigin þannig:

Ég heiti Soffia og ég er safnari!  Safnari af Guðs náð og það er ekki eitthvað sem kemur til með að breytast neitt í bráð sko!

Því var það mikilvægt að finna lit sem væri fallegur, róandi og alls ekki yfirþyrmandi.

Í raun og veru bara að vera hinn fullkomni bakgrunnur fyrir allt þetta stöff sem ég sópa til mín…

Það er nefnilega eiginlega þannig að þegar þú horfir, t.d. á þessa mynd – þá er ég ekkert viss um að þið hugsið gráir veggir.  Þetta gæti allt eins verið svona leikur að ljósi og skugga á hvítum veggjum.  Samt fannst okkur hann verða svo dökkur þegar við vorum búin að skera.  Skrítið hvað þetta er breytilegt.

En það er líka bara þannig að allt breytist.  Allt verður “nýtt” og andrúmsloftið verður allt mikið betra þegar maður er búin að mála.  Það er alveg merkilegt.

Við tókum litinn alla leið inn í eldhús, og er hann því komið á allt rýmið núna og eins og áður sagði, þá gætum við ekki verið ánægðari með hann.

Mér finnst liturinn líka svo fallega breytilegur – stundum á kvöldin sé ég græna tóna og stundum smá bláan.  En alltaf hlýjan tón, og það var mjög mikilvægt fyrir mig.

En ég ætla að mynda allt saman þegar við erum búin að koma hlutunum upp á vegg, ég er aðeins að melta hvernig mig langar að hafa þetta, og það er líka merkilega erfitt að slá fyrsta naglann í alveg hreinan flöt 🙂

Jafnvel þó að maður eigi nóg af fallegum hlutum sem manni langar að koma á veggi.

En það kemur að því, og þar til þá svíf ég um í mínu Draumgráa alrými, alsæl!

Góða vinnuviku elskurnar ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

5 comments for “Draumur rætist…

  1. 24.04.2017 at 15:40

    Sophia, your ladder display with all the pics is soooo cool! Love your house! xoxoxo

  2. Margrét Helga
    24.04.2017 at 17:22

    Yndislegur litur hjá þér 😚

  3. Kristín Hólm
    24.04.2017 at 19:25

    Dásamlega fallegur litur og ég gæti bara trúað að hann verði valinn á veggina í tilvonandi vinnuherberginu mínu. Ég skil líka vel þetta með að vilja ekki negla í nýmálaða og fína veggi. Er bara alveg nýbúin að koma myndum fyrir á nýju gangveggjunum mínum; tók mig nokkrar vikur að munda hamarinn 🙂

  4. Elva Björk Sigurðardóttir
    24.04.2017 at 23:56

    Rosalega fallegur liturinn og harmonar eitthvað svo vel við heimilið <3

  5. Sólrún Jörgensdóttir
    28.04.2017 at 10:48

    Rosalega fallegt hjá ykkur😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *