Undirbúningur og málningarvinna…

…ég er nú búin að vera að tala um það í 1-2 ár hérna á síðunni hvað mig langaði mikið að mála alrýmið hérna inni.  Við erum búin að vera ansi lengi á leiðinni.  Síðan var planið að skella sér í ferðalag um páskana, sem féll um sjálft sig, þannig að við ákváðum að tíminn væri núna.

Því var farið í að leita að hinum eina sanna lit.  Þetta var vandasamt verk því að alrýmið er ansi stórt: eldhús, gangur og stofa.

Ef þið horfið á myndina hér fyrir neðan þá eru litirnir:

x ónefndur grár – 1/2 Kózýgrár á móti 1/2 Mjallhvíti
o nýji liturinn – 1/2 Gauragrár á móti 1/2 Mjallhvíti

Þessi póstur er unnin í samvinnu við Slippfélagið!

…það voru þessir tveir ytri sem ég fór að velja á milli og tók upp á því að mála tréspýtu í þeim litum, til hálfs, þannig að ég gæti ferðast með hana um húsið og séð litina á mismunandi stöðum innan heimilisins…

…og það var nánast alveg sama hvar ég bar spýtuna við, það var alltaf sá neðri sem var að heilla…

…hann var hlýrri og fór nær því sem við vorum að leita eftir…

…um að gera að prufa á sem flestum stöðum…

…þegar búið var að ákveða litinn, þá slóum við máli á veggina – svona þessa stóru (sem ekki eru nánast bara gluggar á), því að þetta auðveldar manni að vita hversu mikla málningu þarf að versla…

…og áður en farið er af stað, þá langar mig að telja upp nokkur tips sem gætu nýst við málningarvinnu í framtíðinni – eða hafa í það minnsta virkað fyrir okkur:

✿ Mæla veggi, til þess ákvarða rétt magn af málningu

✿ Byrja að skera með veggjum og gólfi, gluggum og hurðum, það er ýmist hægt að gera þetta með því að teipa fyrst með málningarlímbandi, eða freestyle eins og bóndinn gerir hér, það fer bara eftir hvað hentar ykkur.


✿ Ef skorið er með vel pensli í byrjun, og þess gætt að hafa nóg í penslinum þá þarf aðeins að skera einu sinni.


✿ Þegar gert er við naglagöt er gott að nota spaða og fara yfir gatið með honum, setja síðan OneStrikeFiller eða annað slíkt í gatið og fara yfir með spaða aftur – endurtaka þar til gatið er slétt með vegginum.  Síðan að strjúka yfir með sandpappír kemur í veg fyrir að viðgerðin sjáist á nýmáluðum vegginum.


✿ Undirbúningsvinna er lykilatriði til þess að vel gangi.


✿ Aldrei að byrja á nýrri málningardós, eða hætta, á miðjum veggi – þú lætur alltaf mætast á hornum til þess að hvergi sjáist skil.


✿ Ef þú ert með tvær fötur af sömu málningunni, þá er hægt að klára ca helming úr einni og hella síðan úr hinni á milli, þannig að þær blandist saman.  Þetta er ekki nauðsynlegt en málning er lifandi efni og getur alltaf verið smá munur á milli dósa.


✿ Þegar veggir eru rúllaðir þarf að vera með nóg í rúllunni.  Byrja á miðjum vegg og taka alveg upp í loft, rúlla svo alla leið niður í gólf og aftur upp. Eins nálægt lofti og gólfi og þú kemst. 
Langar strokur eru málið!

Vona að þetta gangist einhverjum eitthvað 🙂

…svo var byrjað, og eins og sést – þá settum við smá málningu í minni dós – sem var notuð til þess að skera með.  Einnig er sniðugt að nota t.d bolla – auðvelt að halda á honum…

…og hefst þá skurðurinn mikli…

…byrjunin á þessum ósköpum…

…ekki bara ég sem stari aðdáunaraugum á minn elskulega málarameistara…

…fyrir þá sem vilja þær upplýsingar, þá notuðum við Akrýl 7 málninguna frá Slippfélaginu í verkið (Molinn fylgir ekki)…

…hér er búið að skera laaaaaanga gaaaaanginn…

…og eins og þið sjáið hér, þar sem SkreytumHús-liturinn var á vegginum, þar hafði farið aðeins inn á loftalistana…

…loftalistarnir hjá okkur eru ekki lakkaðir – heldur aðeins málaðir hvítir, þannig að við tókum til þess ráðs að mála með hvítum grunni aðeins á vegginn og á listann.  Þetta gerði alveg hreinan og fallegan flöt til þess að skera meðfram – mjög gott!

…hér sést þegar skurðurinn mætir SkreytumHús-litinum og síðan öllum prufunum á veggnum…

…síðan lagðist blessaður maðurinn í gólfið til þess að skera meðfram listum, og Stormur gætti þess að hann dytti ekki…

…já aðstoðin var stöðug…

…alltaf að halda kallinum á sínum stað…

…á meðan notaði ég þetta á naglagötin – eins og áður var líst…

…vaktaskipti en alltaf er kallinum haldið stöðugum…

…það var ekki bara komið að því að mála af því að við máluðum seinast 2008.  Heldur voru komnar svona sprungur á 6 staði í stofunni, frá lofti niður í gólf…

…sömuleiðis voru sprungur yfir tveimur hurðum…

…við fengum fyrirtaks leiðbeiningar hjá Garðari í Slippfélaginu.  En við bárum veggfóðurslím (Overlap&Border adhesive) yfir alla sprunguna, síðan var Fiber-borðinn settur niður alla sprunguna, og svo farið aftur yfir með veggfóðurslíminu…

…hér er veggfóðurslímið borið yfir sprunguna…

…borðinn settur yfir…

…síðan var sett sparsl yfir og vel til hliðanna, og það síðan pússað niður með sandpappír þegar það þornaði…

…sparslið komið á…

…og búið að pússa yfir það…

…og hér sjáið þið vegginn eftir viðgerðina en áður en grunnað var…

…og hinn veggurinn…

…svo að lokum var grunnað yfir allt saman (sami grunnur og við notuðum til þess að laga hjá loftalistanum)…

…og hér er búið að grunna…

…eitt af stóru flutningsjobbunum var að tæma blessaða stofuhilluna, sem er ansi full af bókum og tímaritum (DIY verkefni – sjá hér)…

…allt komið…

…og við tókum efstu plötuna af, en hún fellur mjög þétt inn í rýmið og því var hún ekkert fest – hún situr bara pikkföst…

…síðan færðum við bara hilluna ca 1,5m frá veggnum og þá var pláss til þess að mála, gera og græja…

…en maður lifandi, draslið sem fylgir þessu öllu…

…það var á þessum tímapunkti sem við ákváðum að við myndum aldrei nenna að flytja!

…jeeeebus sko…

…langa platan af hillunni tók sitt pláss, enda 4m…
…þvílík ringulreið!  Ótrúleg að svo gekk maður frá þessu aftur á 2-3 tímum…

…loks var komið að því að rúlla…

…og hér sjáið þið nýja litinn á móti hvíta veggnum…

…maður reynir að hvetja áfram eiginmanninn…

…hér sést nýji liturinn að rúllast yfir hvíta vegginn við hliðina á grunnaðri sprunguviðgerð…

…eins og sést vel hér – þá dökknar liturinn þegar hann þornar – gott að hafa það í huga…

…mynd að færast á þetta…

…og eftir öll þessi ár saman þá var rúllað yfir SkreytumHús-litinn, sá hefur nú þjónað oss vel…

…og svo var farið inn ganginn.  Ástæðan fyrir að við byrjuðum í stofunni var að þá þornar hún fyrst og fyrr hægt að renna aðra umferð.  Þá er hægt að fara að ganga frá hlutum, og það er ágætt að skipuleggja svona málningarvinnu líka þannig.  Að taka rýmin í réttri röð fyrir ykkur…

…svo kemur næsti póstur – þá ætla ég að kynna ykkur fyrir þessum nýja lit sem ég er svo hrifin af – og sýna ykkur fullkláruð herbergi!

Elsk´etta allt saman – og já gleðilegt sumar elskurnar, og takk fyrir veturinn ❤

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

6 comments for “Undirbúningur og málningarvinna…

  1. Margrét Helga
    20.04.2017 at 09:15

    Takk fyrir frábæran leiðbeiningapóst 😊 nú er allt í einu ekki eins “skerý” að fara að mæla eldhúsið 😉

    • Margrét Helga
      20.04.2017 at 09:17

      Æi…bloddý autocorrect….mála, átti þetta að vera…

  2. Þórný
    20.04.2017 at 13:45

    Fullt af snilldar ráðum. Takk fyrir það og gleðilegt sumar 😀

  3. Ása Hauksdóttir
    21.04.2017 at 16:07

    Frábært. Ég fylgdist með á snappinu um páskana og dauð öfundaði þig. En hvað heitir nýi liturinn?

  4. 26.04.2017 at 17:12

    Mjög fallegt hjá ykkur ! Var einmitt að fylgjast með snappinu yfir páskana 🙂

  5. Jórunn Fregn
    05.06.2017 at 12:02

    Sæl

    Þetta er svo flott hja ykkur..:)

    Langar að spyrja..er að fara að mala hja okkur ( eða þegar við flytjum:)) og það er mjog stort alrymi. Myndi vilja hafa gang, stofu og eldhus i sama lit. En er hrædd við liti og er ansi hrædd um að eg endi i hvítu en langar það svo ekki:/ hvernig kæmi þessi litur ut með tekk husgognum ( 70’s ) og svo eikar elshusskapum? 🙂

    Ja og hvað heitir hann:) hann er svo passlega dokkur eitthvað:)

Leave a Reply to Margrét Helga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *