Páskaborð…

…mig langaði að gera lítið sætt páskaborð og sýna ykkur.  Gefa ykkur nokkrar hugmyndir sem vonandi geta nýst ykkur ef ykkur langar að skreyta borðið fyrir komandi hátíð.  Flest allt sem ég nota væri í raun hægt að nota á hvaða árstíma sem er, en ég set það í samhengi við hátíðina í gegnum póstinn.

Ég sýndi þetta lauslega inni á snappinu (soffiadoggg) og fékk einhverja gagnrýni á að það vantaði gula litinn.  En, og þetta er það mikilvæga, þetta er mitt og gert að mínum smekk.  Þið takið það sem þið sjáið og líkar við, og aðlagið það að ykkur smekk.  Ef þið eruð gul inn við beinið, þá er um að gera að auka gula litinn, í servéttum, í diskum eða bara í hverju sem er.  Ég kýs að breyta ekki út frá þeirri gullnu reglu sem ég set mér alltaf, að vinna hlutina eftir mínu höfði og að mínum smekk.  Ég er ekki að breyta út frá honum til þess að þóknast einhverjum, því að þetta er bara mitt, þið hannið síðan ykkar borð að ykkar.  Þetta er besta leiðin til þess að gera hlutina “sanna” að mínu mati og ég vil hafa þá eins og ég geri í alvöru, en hugmyndirnar eru til staðar fyrir ykkur að týna úr 🙂

Í fyrsta lagi þá sá ég þennan plastdúk í Rúmfó núna um daginn, hann fæst í metravís og ég var búin að vera að hugsa um hann síðan ég sá hann fyrst fyrir nokkrum vikum…

…á honum eru alls konar fjaðrir, í mismunandi litum, þó allar í daufum tónum fyrir utan þær bleiku.

Borðstofuborðið okkar er mjög stórt. Það er alveg 2,20 x 1,20.  Þessir dúkar sem eru seldir í metravís eru oftast um 1,40 á breidd, ef mig misminnir ekki, og ég tók því bara 1,5 til þess að klippa niður – þið sjáið það síðar…

…í Hagkaup rakst ég svo á þessar servéttur sem mér þótti alveg yndislega fallegar.  Mér finnst líka svo gaman að blanda saman mismunandi servéttum.
Eykur á fjölbreytnina við borðið.
Gefur þér tækifæri til þess að nýta restar af gömlum servéttum.
Plús að t.d. kanínurnar eru eitthvað sem að krakkarnir elska að fá að sína diska, sko servétturnar, ekki kjötið!

…í Rúmfó fann ég líka þessi fuglakrútt, sem ég notaði líka í barnaherberginu um daginn (sjá hér)

…og tveir fengu að setjast í greinarnar á ljósakrónunni…

…og hér sjáið þið sem sé borðið.  Ég tók dúkinn og klippti hann niður í löbera/renninga.  Þið stjórnið auðvitað alveg breiddinni á renningunum, en mínir eru ca 40cm.  Fyrir borð sem að börn koma til með að sitja við, þá eru þetta sérlega þægileg lausn.  Ef eitthvað sullast, þá er það bara ekkert mál…

…ég nota líka tréplatta á borðið, svona til þess að brjóta þetta upp og líka til þess að mynda “eyju” undir kertastjakana og þessa hluti – sem annars myndu þeir virka svolítið litlir á borðinu.

Ef þið eigið ekki tréplatta (þessi er úr Rúmfó) þá væri hægt að nota disk eða bakka eða þess vegna bara ramma sem bakka…

…ég notaði bara gömlu góðu Ikea diskana okkar, en ég er mjög hrifin af litinum á þeim…

…og hann er líka að njóta sín vel á dúkinum…

…allt samt frekar létt og ljóst…

…tveir fuglar fengu að hvíla á diskum, enda er svona klemma á þeim þannig að það er auðvelt að koma þeim fyrir.  Önnur leið væri líka að klemma þá á sérvétturnar og nota næstum eins og sérvéttuhring…

…ég átti eitt svona fjaðurkertaglas, síðan endur fyrir löngu, en þau fást í Rúmfó og kosta bara 199kr.  Þannig að ég bætti nokkrum við.  Síðan keypti ég svona Tete-mini páskaliljur í Hagkaup og tók í sundur.  Setti hreindýramosa í botninn á glasinu og í kringum laukinn, til þess að styðja við hann, og bleytti svo í mosanum…

…þetta er mjög einfalt að gera, en athugið að páskaliljurnar eru ekki að standa mjög lengi og fara fljótt að gulna á blöðunum…

…ég stillti líka glerkúpli og kórónu á disk á fæti á borðið, setti í þau hreiður (úr Litlu Garðbúðinni) og síðan egg sem ég bjó til sjálf (sjá hér)

…og þarna má leika sér að því að setja kúpla eða vasa eða…. hvað áttu til?

…þið verðið nú að viðurkenna að kanínan er kjút!  Hugsa að meira segja Glenn Close myndi hugsa sig tvisvar um áður en hún myndi sjóða þessa 😉

…og dúkurinn er yndislegur, og þó það sé bara lítið af gulum, þá sjáið þið bara hvað hann “poppar” vel við dúkinn…

…annar smáfugl sem bíður matarins…

…kertin eru úr Rúmfó, og eru svona dökkgrá…

…sömuleiðis eru eggin þaðan líka…

…sem hanga hér og þar í greinunum…

…glösin okkar eru komin til ára sinna, en þau koma frá mömmu og pabba eiginmannsins og voru í þeirra búi hérna í denn…

…hvítu servétturnar með bleiku fjöðrunum smellpössuðu inn í allar þessar fjaðrir og voru því kjörnar með! Þær eru gamlar úr Rúmfó…

…hlutlaus basis/grunnur leyfir pastellitunum og gula litinum að njóta sín…

…svona eru mínir páskar…

…örlítið gult, bara dass…

…og páskalitir eru pastel hjá mér – þannig að vel gert Hr. Nói Siríus…

…ég lagði á borð fyrir 6 manns, þannig að ég var með fuglana á tveimur diskum og svo litla eggjabikara með súkkulaðieggjum hjá hinum fjórum diskunum…
…þessi hér fær t.d. súkkulaðiegg…

…en þessi bara fugl…

…en vonandi allir sáttir…

…svo er hægt að næla sér í fugl á öðrum stöðum ef þarf…

…þannig er þetta páskaborð…

…mest megnis samtýningur héðan að heiman en það sem nýtt er:
*dúkurinn
*servétturnar
*fjaðrakertastjakar
*fuglarnir litlu
*páskaeggin smáu og ætu
*mini páskalaukarnir

…vona að úr þessari langloku náið þið að vinna eitthvað nýtilegt.
Eitthvað gott og gleðilegt, eitthvað fyrir páskana ykkar!

Gleðilegt páskafrí ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

5 comments for “Páskaborð…

  1. Margrét Helga
    12.04.2017 at 08:46

    Mjög fallegt páskaborð hjá þér! Og þetta er einmitt ástæðan fyrir því að mér finnst bloggið þitt svo frábært, og þú líka…þú gerir þetta eins og þú vilt hafa þetta en ert ekki að elta einhverjar tískustefnur eða þóknast öðrum. Það er enginn sem segir að það þurfi að gera allt nákvæmlega eins og er á netinu, enda væri það bara rugl. Maður tekur brot af því besta þar sem maður sér það og blandar svo eftir sínu höfði eða notar bara það sem maður á 🙂 Kíp öpp ðe gúdd vörk mæ djér <3

  2. Lilja
    12.04.2017 at 12:04

    Einmitt það sem mér líkar svo vel við hjá þér er að þú ert trú sjálfri þér, hleypur ekki eftir duttlungum annarra og ert óhikað að benda á ódýrar lausnir. Haltu áfram að vera þú!

  3. Vala Sig
    12.04.2017 at 13:45

    Dásamlega fallegt eins og allt sem þú gerir.
    Þessi dúkur er æði og sniðugt að klippa hann svona niður
    Eigðu góða og gleðilega páska

  4. anna sigga
    12.04.2017 at 20:31

    Gleðilega páska vona þú hafir það gott og njótir páskanna í botn….

  5. Birgitta Guðjons
    12.04.2017 at 20:59

    Naut þess svo sannarlega að líta við hjá þér……alltaf svo nostursöm og gerir hlutina einhvern veginn svo áreynslulaust og fallega, sem er ekki öllum gefið….Einstakir hæfileikar og snilld…gleðilega páska……

Leave a Reply to anna sigga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *