Innlit í Góða Hirðinn…

…og ekki í fyrsta sinn, og varla það síðasta!  Vinsamlegast athugið að þessar myndir voru teknar síðastliðinn laugardag og því er óvíst um að nokkuð sé enn til. En það er lítið að því að skoða, ekki sammála því?

Þessi stóll, hann er hreint æðislegur!  Ég elska hjólin undir honum og bara stólinn allan, svo bara að breyta kannsi örlítið litinum.  Eða ekki!  Kannski bara að skella rétta púðanum í´ann!

…geggjað mikið af flottum og veglegum speglum, margir sem ég var mjög skotin í…

…gínur, þær eru alltaf svolítið spennandi…

…enn einn flottur spegill, og merkileg þessi “skúffa” á honum…

…þessi kommóða fannst mér æææææðisleg…

…og þessi smáatriði sem myndu fá að blómstra t.d. með réttri málningu…

…önnur gersemi!  Þessi gæti líka orðið snilld t.d. í fallegum pastellit í stelpuherbergi…

…nóg til…

…þessi gafl var mig alveg að æra!

…og seinna sama dag fékk ég skilaboð frá einni sem rauk út eftir að sjá snappið og keypt´ann!

Sjáið bara þessa fegurð…

…ótrúlega spennandi og fallegt ♥

…bjútífúl snyrtiborð – spegillinn er æði!

…skenkur sem myndi sóma sér vel á fallegu heimili…

…þessir voru nett spes og skemmtilegir…

…og smá svona frönsk bistró stemmning, la voila…

…ég sé eftir að hafa ekki keypt þessa – það var í raun ekki fyrr en ég kom heim og fór að horfa á þessa mynd þegar ég átti mig á hversu svakalega fallegir þeir eru…

…klassísk…

…ó kæru könnur…

…þetta hérna er nú með því flottara.  Um leið og ég sá þetta þá datt mér í hug eldhúseyja.  Stórar körfur og svoleiðis á neðri hæðinni, og af því að það er glerplata, þá væri hægt að leika sér endalaust með uppstillingar á þessu…

…Matreiðslubækur!  Fallegir diskar! Bakkar og annað slíkt!

…spennandi verkefni…

…fallegur, svo fallegur…

…þessi líka töff…

…mér líkaði vel við þetta málverk…

…gæti orðið ferlega sætt í barnaherbergið…

…þessar eru alltaf flottar…

…og þessir voru stórir og miklir – verða geggjaðir eftir smá meðferð…

…ég er enn að ákveða hvort mér líkar þessi vasi eður ei…

…það er alltaf hægt að finna eitthvað – mitt ráð: farðu alltaf þrjá hringi.
Það er oft sem maður sér ekkert í fyrstu umferð og svo sérðu allt í einu ljósið þegar þú ert búin að sjá hlutinn tvisvar…

…sjáið þið bara!  Allir þessir fjórir myndu sóma sér vel á fallegu heimili!
Hvað er þitt uppáhalds?

Eyjan er alveg að æra mig, og bollarnir tveir, og stóllinn á fyrstu myndinni 🙂

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

6 comments for “Innlit í Góða Hirðinn…

  1. Margrét Helga
    11.04.2017 at 09:44

    Vá!! Ef ég væri með pláss fyrir eldhúseyju!! Annars er ég alltaf rosalega svag fyrir kertastjökum…fannst þessir tveir stóru æðislegir 🙂

  2. Eva Bé
    11.04.2017 at 16:20

    Jeramíaz þú ert eistök í að finna gæði í gömlum glæðum 😊

  3. Anonymous
    11.04.2017 at 23:52

    Geggjað

  4. Lilja
    12.04.2017 at 10:32

    Snilld þessi hvítu bollasett. Međ svaka fallegu marijuana munstri !?!!

  5. Kristín Hólm
    12.04.2017 at 20:05

    Ég heimsótti þann góða s.l. föstudag og rak þá augun í hvítu bollapörin. Ég horfði lengi, lengi á þau og var næstum búin að kaupa þau en vegna plássleysis varð ekkert af því. Þau voru sum sé ætluð þér 🙂 Keypti í staðinn fallega græna hattaöskju úr pappa sem er ekki enn búin að fá sæmandi hlutverk en það gerist einn daginn. Gleðilega páska 🙂

  6. Sveindís
    05.05.2017 at 03:09

    Svo mikið af flottum stólum !
    Þarf greinilega að kíkja í góða í næstu suðurferð .. :O

Leave a Reply to Kristín Hólm Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *