Amazing Home Show – afsláttarkóði…

…í maí verður haldin stórsýning í Laugardalshöll sem ber titilinn Amazing Home Show (smella hér) og verður dagana 19.-21. maí 2017.  Þetta verður vöru- og þjónustusýning og það verður lagt áhersla á að sýna allt fyrir nútímaheimilið, nýjasta nýtt í hönnun, nýsköpun og alls konar spennandi.

Verslanir og fyrirtæki verða með kynningar og þar sem þetta er sölusýning þá er líka hægt að versla ýmislegt sem heillar og alls konar tilboð í gangi.

Sýningin skiptist í fjögur þemu:

* Framkvæmdir og viðhald
* Nútímaheimilið
* Fjölskyldan
* Garðurinn og umhverfið

Þessi póstur er unninn í samvinnu við Amazing Home Show!

Svo ég steli smá texta beint af heimasíðunni:

Fyrsta skipti á Íslandi sem skapaður er einn sameiginlegur vettvangur fyrir alla fjölskylduna til að kynna sér á einum stað allt það nýjasta á markaðinum fyrir heimilið og fjölskylduna. 

Gert er ráð fyrir um 25-30 þúsund gestum og að um 100 fyrirtæki kynni á sýningunni vörur sínar og þjónustu.

Stútfull skemmtileg dagskrá yfir helgina sem höfðar til allra í fjölskyldunni.

Draumaherbergið á sínum stað,sem verður algjörlega AMAZING.

Sérstakt barnasvæði þar sem börnin geta fengið útrás.

Veitingasvæði þar sem hægt er að nærast og taka kaffi húsa spjall.

Þátttökufyrirtæki kynna fyrir gestum það nýjasta nýtt.

Útisvæði þar sem hægt er að kynna sér smáhýsin, fellihýsin húsbílana, grillin o.fl. 

Fyrir mér persónulega þá vekur svona sýning upp nostalgíu og gamlar og góðar minningar.  Man eftir að fara á svona með mömmu og pabba hérna í denn ca.1984, og það var hægt að taka mynd af manni með tölvu (!!!! rosalegt !!!!) og prenta út og setja á dagatal.  Held að mamma eigi enn þessa líka fyrirtaksmynd sem var tekin af 10 ára stúlkubarninu 🙂

Ég kem sjálf til með að vera viðloðin sýninguna að einhverju leiti, og verð t.d. með Rúmfatalagerinum og honum Ívari “mínum” í að setja upp þeirra bás, og verð á staðnum til skrafs og ráðlegginga.

Mér fannst í það minnsta alveg kjörið að kynna þetta fyrir ykkur, sér í lagi þar sem ég fékk tækifæri til þess að bjóða ykkur upp á 50% afslátt af miðunum fram að sumardeginum fyrsta (20.apríl).  Það sem þið þurfið að gera er að fara inn á www.midi.is/smella hér og þar setjið þið inn kóðan SK50, með því fáið þið helmingsafslátt af miðunum, og þeir gilda fyrir báða dagana, laugar- og sunnudag.

Hlakka til að sjá ykkur í Laugarhöllinni þessa helgi.

Smella hér til að skoða heimasíðu Amazing Home Show!
Smella hér fyrir lista yfir sýnendur!
Smella hér til þess að skrá sig á viðburðinn!
Smella hér til þess að kaupa miða!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “Amazing Home Show – afsláttarkóði…

  1. Margrét Helga
    09.04.2017 at 09:47

    Úúúúúúúúú….langar að fara, veit bara ekki hvort ég kemst 🙁 Skemmtu þér yfirmáta vel mín kæra!!

Leave a Reply

Your email address will not be published.