Innlit í antíkmarkað á Akranesi…

…eða bara skúrinn hennar Kristbjargar, eftir því hversu formleg við viljum vera 🙂

Ef þið viljið fylgjast með opnunartíma, þá er bara að add-a henni Kristbjörgu Traustadóttur á Facebook (smella).  Annars er þetta á Heiðarbraut 33 á Akranesi, í bílskúrnum…

…og oftast nærri er dót fyrir utan sem gefur til kynna að það sé opið…

…nú þarna inni kennir ýmissa grasa – í raun bara endalaust af alls konar fallegu…

…en byrjum aðeins úti…

…mér fannst þessi æðislegur – þyrfti bara að gefa leðrinu smá ást…

…hansahillur…

…geggjuð leðurpulla…

…svo fallegur þessi…

…og gamlir brúsar og flöskur eru alltaf að virka…

…það er svo mikið af alls konar sem væri hægt að gera sniðugt við – þetta er bara spurning um hugmyndir…

…þetta hér fannst mér æði – blátt og hvítt leirtau gefur manni alltaf danska fílinginn…

…hrein dásemd…

…ég verð alveg bullandi rómantísk þegar ég sé svona…

…var ég einhvern tímann búin að segja ykkur frá hvað mér finnast könnur fallegar?

…ég tók ansi margar leirtausmyndir…

…gordjöss vasar…

…og þessi litli glerkúpull var með svona pastelbrák í sér – æði…

…hillan á bakvið er snilld í alls konar skipulag, en þessir trédrjólar?
Það mega mér vitrari konur og menn segja hvað tilgangi þeir gegna?

…helló 60´s…

…dásamlega retró…

…þegar þið farið í svona leiðangur – þá er að setja á sig könnunarhattinn og vera til í að gramsa og leita…

…klassísku plattarnir – þessir eru alltaf hæst móðins, eins og amma mín sagði…

…ljós – hnettir og marmari…

…gamlir vasar og flöskur – mér finnast svona æði – helst 2-3 saman…

…ótrúlega töff ljós…

…mér fannst þessir frekar fínir sko…

…elska svona gömul lóð – á sjálf svona sem koma frá afa mínum…

…fleiri fallegir plattar…

…og meiri danskur fílingur, í þetta sinn í bakkaformi…

…þetta hér er frekar ólíkt mér, en vá hvað mér fannst þeir fallegir…

…eitthvað heillandi við þá…

…nóg af pólska stellinu…

…ok, þessi var pínu skrítinn en samt ekkert svo vintage – ég tók hann samt með heim 🙂

…hellú purties…

…könnuást…

…þessar gömlu eru líka uppáhalds…

…einhver að safna þessu?
…eins og þið sjáið þá er nóg að finna þarna og nánast alltaf opið um helgar!

.  Ég fékk einmitt hugmynd þegar ég var að fara yfir þennan póst að gera annan um það hvernig ég er að nota gamla hluti hér og þar hérna heima – næsta mál á dagskrá!

Annars bara: Bon Weekend Mon Amis! ❤

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

6 comments for “Innlit í antíkmarkað á Akranesi…

  1. Eva Bé
    18.03.2017 at 08:30

    ómæ þetta er gordjöss staður 😍

  2. Margrét Milla
    18.03.2017 at 08:37

    Þú þarna dirty minded þetta er fyrir garn hespur 😉

    • anna sigga
      18.03.2017 at 10:08

      Hahaha í alvorunni margrét milla 😀😀 sá fyrir mér eldhúsrúllur 😁😁😁😁😁

  3. Margrét Helga
    18.03.2017 at 10:08

    Þarf að kíkja þangað einhverntímann…kannski þegar ég hundskast af stað í svona dagsferð með familíuna 😉

    Takk fyrir skemmtilegan laugardagspóst 🙂

  4. anna sigga
    18.03.2017 at 10:11

    En soffía já ég væri til í allt hnífaparasettið 😀 ólst upp við alveg eins hnífapör sem eru farin að týna tölunni….😕verst hvað það er langt á skagann fyrir mig.

  5. Birgitta Guðjons
    18.03.2017 at 13:13

    Takk fyrir skemmtilega og fræðandi ferð….spennandi góss á þessum markaði, verst hvað hann er langt í burtistan frá mér….góða helgi..

Leave a Reply to anna sigga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *