Dagsferð…

…er ávalt góð hugmynd og fyrirtaks helgarskemmtun.  Ég hef sagt frá því áður, en ein af okkar eftirlætis dagsferðum er upp á Akranes.  Skella sér á Skagann góða 😉

Við förum í fjöruna, leyfum krökkum að hlaupa og leika sér, fáum okkur pylsu með frönskum og osti (já, jafn diet og það hljómar) og svo kíkjum við í antíkmarkaðinn í skúrnum hennar Kristbjargar…

…ég er að vinna annan póst með innliti í skúrinn sem kemur inn seinna í dag..

…nýji fjölskyldumeðlimurinn er bara slakur og sáttur…

…svo fékk litla fólkið að hlaupa aðeins um og leika sér…

…og smádýrið líka – þar sem það voru ekki aðrir á ferðinni…

…og vá hvað það er alltaf fallegt þarna…

…gaur með prik – ekkert nýtt við það!

…þetta er ein af mínum uppáhaldsstöðum…

…og litla famelían frekar freðin en sátt…

…allir hlaupa saman…

…það var samt alveg asssssskoti kalt úti…

…mæðgur…

…og systkinin hálfkalin 🙂

…svo eru það þessi tvö, en þau eru sérlega yndisleg saman…

…á milli þeirra er að myndast alveg sérlega falleg vinátta…

…skuggaleg fjölskyldan hans Mola…

…sem var svo dauðþreyttur eftir að hlaupa um, og þarf auðvitað að vera vafinn inn í trefil og dekraður í drasl…

…og loks komin heim í rökkrinu.

Svo, eins og áður kom fram, þá kemur inn póstur um antíkmarkaðinn síðar í dag eða í fyrramálið 🙂

Annars segi ég bara eigið góðan dag!

3 comments for “Dagsferð…

  1. Margrét Helga
    17.03.2017 at 10:03

    Greinilega flottur og skemmtilegur dagur!! 🙂 Er allt of löt við að fara í svona dagsferðir…þarf að breyta því 🙂

  2. Eva Bé
    17.03.2017 at 11:13

    Snilld að fara í svona dagsferð.. fallegt þarna 😍
    Þarf að fara að herða mig í þessu.

  3. anna sigga
    18.03.2017 at 09:53

    Ohh þið eruð svo krůttleg saman 😀 og þessi dásemdarhvolpur er að bræða mig niður í tær 😀😍😍
    Kemst nú ekki á skagann í dagsferð við verðum bara nýta okkur eitthvað annað 😊 gullfallegar myndir takktakk

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *