Heima er best…

*Þessi póstur er unninn í samvinnu við Rúmfatalagerinn*

Um daginn kom út nýr Vefnaðarvörubæklingur frá Rúmfatalagerinum, eins og þið getið skoðað hann með því að smella hér!, og ég ætlaði að sýna ykkur nokkrar blaðsíður úr honum.  Svona það sem var að heilla mig og líka það sem ég átti hreinlega fyrir…

…það er auðvitað heill hellingur af gardínum í alls konar útfærslum…

…og ég fæ fjöldan allan af fyrirspurnum um gardínurnar okkar í stofunni, en þær eru einmitt frá Rúmfó.

Þessar gráu eru snilld, það er næganlegt myrkur af þeim til þess að horfa á sjónvarpið (en sólin vill verða ansi sterk þarna inni á sumrin og svona þegar hún lætur eftir sér að skína).  Þessar gráu heita Fonna (sjá hér) en ég sé þær því miður ekki inni núna, en það eru margar álíka til (t.d. sýnist mér Anten vera svipaðar)…

…eins er auðvitað fullt í ljósu og léttu deildinni, og þar með talið mínar heittelskuðu Marisko (sjá hér)

…en mér finnst þær ótrúlega fallegar og alveg mátulega gegnsæjar…

…plús verandi með tvo hunda sem stunda það að sitja/liggja þarna á bakvið sófann, þá er fínt að vera með gardínur sem er auðvelt að henda bara í þvott.  Hr. Moli hefur t.d. séð til þess að þessar hafa verið þvegnar 2-3 í viku núna undanfarið…

…ég verð líka alltaf mjög kát að sjá nýja löbera…

…og svo eru það púðarnir sko!  Þetta púðablæti mitt fer að verða til vandræða sko…

…og þegar ég horfði á þessa mynd, þá varð ég fyrir innblæstri og skellti mér í leiðangur…

…kom heim og tæmdi stofuna af teppum og púðum, mínus loðna uppáhaldsteppið sem að hundarnir mega liggja á…

…og skellti mér í smá pasteltónað púðasalat…

…svo “langt fyrir utan” minn þægindaramma, en hey – ég er bara svona kona sem lifir á brúninni 😉

…talandi um púðablæti, þá er alltaf fínt að hafa smá teppiblæti með – skapar ákveðið jafnvægi í ruglinu…

…síðan þetta hérna!  Mamma mia, myndirnar eru ekki að gera því næganleg góð skil að mínu mati…

…ofurmjúkt og þessi smáatriði eins og “leðurbandið” um það mitt, mér finnst það æði!

…sjáið hvernig litasamsetningin er, og það kom í gulum tónum líka…

…og svo var öllu komið haganlega fyrir…

…sumt hlutlausara þó…

…em alltaf svo gaman að breyta smá til…

…blanda mynstri og einlituðu…

…og teppum – þetta lætur mig bara vilja henda mér upp í sófann…

…þess vegna er ég svo ánægð með gráa litinn á sófanum, hann er svo pörfekt bakgrunnur fyrir alla púða…

…þessi aftari er minn uppáhalds…

…Stormurinn gaf ekkert út á hverjum hann var mest skotinn í – en ég held að það sé bara loðna teppið sko…

…ég er bara skotin í heildinni, það er næstum komið vor í stofunni…

…pullan mín fallega fékk smá yfirhalningu um daginn, var þveginn og nudduð úr leðurfeiti – af því að Molinn var svo sætur að skilja eftir “pakka” til okkar á henni…

..en honum fyrirgefst víst flest…

…jafnvel að standa upp á sófa eins og durgur…

…því ég meina – kommon ♥

…þetta er einmitt halla undir flatt-svipurinn sem maður stenst ekki…

…og þessum kjána finnst bara æði að sofa svona 🙂

…en yfir í stofuna aftur – ég tapaði þræðinum yfir hvolpakrúttinu…

…eins og áður sagði þá er þessi fremst í uppáhaldi hjá mér – hann er úr æðislegu efni og svo gerðarlegur…

…þessi er pörfekt í alla sófa…

…svo eru það aðeins fínlegri gráir tónar…

…og bleika blandan með…

…og það gerir svo mikið…

…elska kögrið á þessu teppi…

…þetta er síðan marglita “leðurbeltis”-teppið og mér finnst þessi púði með textanum æði…

…löberinn fékk ég líka í Rúmfó…

…ég er hugsanlega farin að pæla um of í áferð hluta, mér finnst hann æðislegur…

…og áferðin á þessum tveimur púðum með þessu mjúka teppi – það bara gleður mig…

…og þessi hérna – hann gleður mig líka 🙂

…krúttmundur litli…

…og þessi Stormur, hann gleður líka endalaust og gefur hlýtt í hjartað ♥
Annars segi ég bara allt ágætt sko, eina manneskjan sem getur röflað óslitið um púða í fjóra tíma, en hey, er það ekki fullkomlega eðlilegt?

Svo sá ég að það er 20% afsláttur af því sem er í bæklinginum fram til 19.mars – þannig að það er um að gera að kíkja á það 🙂
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

6 comments for “Heima er best…

  1. Svava sys
    15.03.2017 at 22:20

    Mér sýnist Molinn hafa ýmis hegðunarmynstur frá Ronju gömlu frænku sinni önnur en að sofa eins og köttur uppi á sófabrún 😃

  2. Margrét Helga
    16.03.2017 at 09:19

    Greinilega margt flott að koma í RL design!! 🙂 Og þessi hundur er náttúrulega bara krútt!! 😀 Reyndar þeir báðir…..

  3. Vala Sig
    16.03.2017 at 10:34

    Nei nei hættu hann Moli er nú bara of mikið krútt og hvað er með Rúmfó að vera alltaf að toppa sig í fallegum hlutum.
    Nú þarf að skunda og endurnýja alla púða og teppi það er bara þannig já og fá sér hvolp 😉
    Vala

  4. Þrúður
    16.03.2017 at 12:44

    Ég bókstaflega ELSKA húsið þitt og þína skreyti áráttu hehehe 🙂

  5. Ingunn
    19.03.2017 at 20:41

    Hæ, hvar fékkstu stóru vegg klukkuna þína?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      19.03.2017 at 23:56

      Hæhæ – hún er úr Rúmfó, fékkst í kringum jólin!

Leave a Reply to Vala Sig Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *