Glænýtt gamalt…

…ég ætlaði að sýna ykkur hvað ég fékk mér á Antík-markaðinum hjá henni Kristbjörgu, sem ég sýndi ykkur hér, og er ekki bara best að koma því frá 😉

Það sem ég keypti þessi hérna marmarabakki/diskur

.  Þetta er ekta marmari og alveg nýðþungur.  Að vísu var ekki þessi glerkúpull með honum, ég var reyndar bara að máta hann á…

…en mér finnst hann alveg ferlega flottur og kemur töff út á eyjunni í eldhúsinu.  Vinsamlegast hunsið sleifina sem á stendur merry x-mas, mér finnst hún bara svo falleg á litinn 🙂

…ekta fínt til þess að stilla upp nokkrum smáhlutum…

…og láta þá njóta sín…

…annað sem ég fékk mér var þetta eldgamla trog/fat…

…ég ELSKA svona sko…

…það er svo mikil karakter í þessu og svo finnst mér þetta bara úber flott…

…og af því þetta er svona gamalt og þreytt, þá er einmitt svo fallegt að setja glæra vasa, nú eða hvíta, í bakkann og sjá þá njóta sín…

…enda finnst mér alltaf svo gaman að blanda saman gömlu og nýju…

…samtýningur…

…og er ekki við hæfi að hafa með þessu Mola dagsins…

…sem kúrir dauðþreyttur á meðan Stormurinn kannar út um gluggann…

…enda þarf einhver að sitja vaktina…

…svo er um að gera að njóta litlu hlutina, eins og hvernig sólin myndar fallega skugga á gólfinu!

Eigið góðan dag ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

2 comments for “Glænýtt gamalt…

  1. Margrét Helga
    22.03.2017 at 09:52

    Þarf að komast einhverntímann í bílskúrinn hjá henni 🙂 Mér finnast æðisleg svona gömul trog og gamlir hlutir!

  2. Matta
    22.03.2017 at 10:55

    Það er alltaf svo fínt hjá þér 😊Hvaðan er stóra klukkan? Ætlaði að vera löngu búin að spyrja 😊

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *