Innlit í Söstrene Grene…

…í seinustu viku þá rölti ég við í Söstrene í Smáralind til þess að sjá með eigin augum vörurnar sem ég sagði ykkur frá um daginn (smella hér)

…ferlega töff barstólar, en ég held að þessir væru líka æðisleg blómaborð/súlur…

…öskjurnar eru alltaf snilld, fyrir skipulag í barnaherbergin sem og annarsstaðar…

…þetta væri t.d. snilld fyrir fermingargjöfina – hvort sem um væri að ræða skartgripi eða bara pening ofan í…

…þessar könnur eru svoldið skemmtilega retró og bara ferlega flottar…

…og þessir hérna – sem blómapottar eða bara t.d. fyrir förðunarbursta eða annað slíkt…

…meira fyrir skipulag eða skemmtilegar innpakkanir…

…allir þessir pastellitir boða vorkomu…

…og hillan þeirra fræga er orðin stór – hefur tekið vaxtarkipp yfir jólin…

…krukkurnar með trélokinu finnst mér ofsalega fallegar, sem og “punkta”-krúsirnar…

…ferlega töff vegghillur…

…sérlega flottar á vegg…

…ég er persónulega mjög veik fyrir svona trébrettum…

…það sem mig langar mest í eru samt þessar…

…finnst þessar morgunverðarskálar, í mismunandi mynstrum, alveg æðislegar…

…var ég einhvern tímann búin að lýsa yfir ást minni á könnum…

…þessi gólfteppi eru mjög falleg…

…og þessir litlu vasar eru æðis!

…þessir hérna eru líka skemmtilegir – töff…

…þessar krukkur sá ég fyrir mér í eldhúsið fyrir áhöldin og annað slíkt – held að það yrði mjög flott…

…lítil eikarborð…

…og gler í öllum litum…

…meira pastel fyrir suma og sumar…

…töff lampi…

…og skemmtileg hjólaborð – t.d. í eldhús…

…gylltu töskurnar eru skemmtileg geymslulausn…

…og þessar stærri er t.d. geggjaðar undir rúm í barnaherbergi…

…flott lítil borð og æðislegar værðarvoðir…

…töff gyllt hnífapör…

…alls konar fallegar myndir í römmum…

…og rúmteppi, mismunandi litur eftir því hvernig þú snýrð því…

…grátt og gult var t.d. mjög fallegt…

…og mjúkir velúrkoddar!  Mjög kózý 🙂

Njótið dagsins!

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Innlit í Söstrene Grene…

 1. Margrét Helga
  07.03.2017 at 09:29

  Margt rosalega fallegt þarna 🙂 Er alltaf á útkíkkinu eftir einhverju flottu í strákaherbergin sem ég næ vonandi einhverntímann að græja :/

 2. Birgitta Guðjons
  07.03.2017 at 10:23

  Takk fyrir að fara með mér í Grænu Systurnar…..alltaf gaman að fara rúntinn þar…..eigðu daginn sem bestan….

 3. Erla
  07.03.2017 at 10:55

  Skemmtilegt

 4. Eva Bé
  07.03.2017 at 16:18

  ohhh ef marr hefði endalaust pláss fyrir þessar gersemar 😁

 5. Anna St. Jónsdóttit
  24.04.2017 at 21:53

  Hvernig er flottast að raða “cube” hillunum upp á vegg sem er 66 cm. breiður og millistærðin er 24 cm. og hvað á ég að hafa margar?
  Enn og aftur takk fyrir þessa síðu og snappið þitt.

Leave a Reply

Your email address will not be published.