Innlit í Rúmfatalagerinn…

…ok, þið eruð búin að sjá fermingarborðin í fyrri póstinum í dag – en hérna koma nokkrar snöggar myndir fyrir ykkur sem langar að kíkja á eitthvað sniðugt á Tax Free-afslættinum yfir helgina.
Vorkertin í dásamlegu litunum, með fallegum textum – æði…

…bæði til svona há kerti…

…og í glösum…

…nýja uppáhalds hillan mín – þessi væri t.d. æði í eldhúsi með fallegum bollum eða hengiplöntum eða…

…geggjaðir grófir kassar á hjólum…

…nei sko, og svona bara fínt fermingarborð í miðri búð…

…æðisleg tré með fuglum.  Sá hugmynd inni á SH-hópnum þar sem ein notaði svona fyrir hárskrautið hjá dóttur sinni – sniðugt…

…æðislegu svart/hvítu páskaeggin – og takið eftir vírkörfunum – þær eru æði…

…þessar væru æðislegar fyrir tímritin, koma í tveimur stærðum…

…nú eða fyrir teppin…

…geggjaðir stórir kringlóttir speglar, með viðarkanti – mjög fallegir og á brill verði…

…þessi fannst mér líka snilld í svefnherbergið eða forstofuna – með hönkum á…

…pastel kúlusería – ferlega falleg…

…nóg af vösum og luktum…

…þessar eru meira segja með pastelhatt…

…þessir eru svoldið skemmtilega ömmulegir og retró, ég fílaða!

…servéttur í öllum litum og aðeins meira…

…og bakkar…

…löberrenningar í alls konar litum og tónum…

…með doppum…

…blúndum…

…og minni skrautrúllur sem væru t.d. snilld á borðin hjá gestunum, og nota löberrenningana á háborðið á móti…

…geggjaðar myndir á snilldar verði!

…sem sé alls konar nýtt og spennandi!

Þessar myndir voru allar teknar í Skeifunni – en það á að vera mjög svipað úrval í öllum verslunum Rúmfatalagersins.

Góða helgi ✿

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Innlit í Rúmfatalagerinn…

 1. Eva Bé
  04.03.2017 at 17:04

  Þetta er svo fallegt… verst marr þyrfti að eignast þetta ALLT 😆

 2. Kristín Hólm
  04.03.2017 at 21:02

  Vöruúrvalið í Rúmfó hefur sjaldan eða aldrei verið eins fjölbreytt og fallegt og undanfarna mánuði. Ég heimsæki verslunina í hverri Akureyrarferð og venjulega get ég losað mig við nokkra þúsundkalla í heimsókninni. Stundum sé ég eitthvað sem ég bara verð að eignast en á ekki erindi á AK alveg á næstunni, þá bara panta ég í gegn um heimasíðu Rúmfó og vörurnar eru komnar heim í hús næsta dag. Og ég sá einmitt nokkra hluti í innlitinu þínu sem færu vel á heimilinu mínu 🙂

 3. Margrét Helga
  04.03.2017 at 22:46

  Margar mjög flottar vörur þarna…sérstaklega vírkörfurnar og hillurnar 🙂 Svo er ég svo skrýtin að ég er strax farin að pæla í skrauti fyrir fermingu eldri sonarins þótt það séu tvö ár í fermingu og ég viti ekki einu sinni hvort hann vilji fermast!!! 😉

  Takk fyrir laugardagspóstana mín kæra <3 Voru þeir ekki annars tveir?? 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.