Inn í helgina…

…langaði mig að deila með ykkur nokkrum myndum sem ég smellti af hérna heima…

Ég fór nefnilega í Hagkaup í Garðabæ, í þeim tilgangi að kaupa þið vitið þrjá matarkyns hluti sem bráðvantaði, en endaði á að kaupa mér bráðnauðsynlegan óþarfa.  Sem er alltaf svolítið skemmtilegt, ekki satt? 🙂

…það sem ég keypti var þessi hérna kúluvasi.  Sem er ugglaust hugsaður sem kertalukt, en af einhverjum völdum hefur það verið mér sérlega hugleikið að eignast kúluvasa.  Þetta eru einhver óútskýrð Pinterest-áhrif sem eru að laumast upp á yfirborðið.  Lendið þið aldrei í svona?

Þegar ykkur er farið að langa í eitthvað, sennilegast af því að þið eruð búnar að sjá svo mikið af myndum af því að það hefur laumast í undirmeðvitundina…

…en mér finnst þessi æðislegur og hann kostaði bara 1.299kr, þannig að ég gat alveg réttlætt þetta fyrir mér…

…svo var það þetta litla steypta egg, kr 499, sem fékk líka að koma með heim.  Enda sérlega kjút sko…

…svo var ég búin að kaupa mér Ecalyptus-greinar, sem er hreint dásamlegur ilmur af…

…og skellti þeim líka í vasa í stofunni…

…Molinn skilur ekkert í þessu brölti í mér – en hann verður fljótur að venjast…

…þessi fallega morgunsól…

…svo voru það túlípanar sem urðu fyrir valinu fyrir helgina…

…svona fallegir bleikir og fylltir túlípanar…

…það er reyndar dásemdar friðsæld sem fylgir svona kertaljósi og fallegum blómum…

…það virkar einhvern veginn allt mikið fínna og jafnvel hreinna…

…svo langaði mig bara að þakka frábær viðbrögð við pælingunum mínum í gær ♥

Ég var dálítið orðin mállaus hérna inni, stundum þá bara missir maður dampinn og finnst maður ekki hafa neitt fram að færa, en þá er alltaf gott að koma einhverju svona frá sér.  Einhverju sem hefur kraumað innan í manni lengi og maður hefur viljað hleypa út – kannski var þetta bara að eins og stífla sem þurfti að bresta…

…annars sendi ég ykkur bara knús og kram inn í helgina, njótið hennar ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

6 comments for “Inn í helgina…

  1. Eva Bé
    03.03.2017 at 20:15

    Elska að lesa bloggin þín. Og sjá óendanlega margar fallegar hugmyndir 😊
    Takk fyrir spjallið í dag 😊

  2. Pálína
    03.03.2017 at 21:12

    Gullfallegt

  3. Birgitta Guðjons
    03.03.2017 at 22:34

    Fallegt eins og ávallt….góða helgi…..

  4. 03.03.2017 at 23:00

    Ohh I see you are ready for Spring? I am sooo behind. It’s pouting buckets today!!!! Beautiful table setting!

  5. Elín Freyja Eggertsdóttir
    03.03.2017 at 23:31

    Þetta er svo hreint og fallegt, en mikið er ég alveg að verða leið á túlipönum. Ég keypti um daginn túlipana sem mygluðu á 01 og voru bara ljótir og leiðinlegir þrátt fyrir allar leiðbeiningar svo keypti ég aðra túlipana sem ég gerði ekkert fyrir og þeir stóðu og stóðu þangað til þeir voru orðnir úr sér vaxnir og bara dásamlegir. Ég missi alltaf af svona leiðinda kommentum og veseni þannig að ég er mjög glöð í þessari grúbbu, mér finnst allt í lagi að loka á fólk sem er með dónaskap og vesen!!

  6. Margrét Helga
    04.03.2017 at 00:13

    Takk fyrir yndislegan inníhelgarpóst 😉 Bráðnauðsynlegur óþarfi er bestur 😛

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *