Meira um afmælið…

…og nóg er af myndum og því kjörið að skoða nánar!

Rétt eins og áður, þá er daman komin á þann aldur að hún hefur ekki neinar sterkar skoðanir á “þemum” lengur.

Ég fór í bæjarferð og ætlaði eiginlega að finna allt í svörtu og hvítu, og reyna að vera eitthvað hipp og kúl, en kom heim með krúttheit og rómantík.

Þegar ég sagði dótturinni frá minni misheppnuðu svart/hvítu-innkaupaferð, þá sagði hún: “isss mamma, þetta er svo mikið meira við – við erum mikið meiri svona dúllur og fyrir krúttheit” 🙂 haha, það er ágætt að þekkja sitt heimafólk…

…dúkurinn setti tóninn, hvítur með gylltum doppum og heillaði mig upp úr skónum…

…mikið af því sem fór svo á borðið var samtýningur…

…krúttleg kaka úr sykurpúðum og sælgæti – verður mjög virðuleg svona komin á disk á fæti…

…og við héldum okkur við hitt og þetta í gylltu með…

…allt var þetta gert í stíl við fallega bollastellið mitt sem ég fékk í afmælisgjöf í fyrra, en það kemur frá henni móðursystur minni og var notað fyrir heitt kakó hjá henni…

…gott er að eiga milljón glerkrukkur og það var því kjörið að setja sælgæti í þær…

…afmæliskakan sjálf kom frá 17 Sortum og hún var hreinn draumur.  Svo dásamlega góð og kremið, maður minn.  Ég bað um að láta skreyta hana á einfaldan hátt, sendi þeim myndir af því sem ég var með: dúk, servéttum og þess háttar – og þessir snillingar unnu að sjálfsögðu fullkomlega úr því….

…ég var alveg heilluð af þessari fegurð – og svo til þess að halda áfram með smá gullþema – þá settum við gullugluna ofan á – en þetta er varasalvi úr H&M 🙂

…og þessar gordjöss bollakökur eru líka þaðan, og þær voru dásemd líka! Meira um þetta allt í síðari pósti sko!

Daman fékk Love-stafina frá vinkonu í afmælisgjöf, og okkur fannst kjörið að leyfa þeim að vera með á borðinu…

…snakkbox eru sko möst í barnaafmæli, og í þetta sinn skellti ég límmiðum á þau…

…svo duttu alveg óvart nokkrir Eiffel-turnar með á borðið…

…og ég keypti bara blandaðar rósir – í bleiku og hvítu og rauðu og orange.  Bara svona næstum eins og ég hafi farið út í garð og klippt rósir af runnum – látum okkur dreyma ekki satt 🙂  Þær pössuðu líka svo vel við sérvétturnar…

…brauðmeti og pestó, eitt af því allra vinsælasta í hverju boði…

…og besta túnfisksalat í heimi – frá henni lille mor minni…

…og rétt eins og venjulega var eyjan undirlögð af veitingum…

…ég hef aldrei skilið svona falleg afmælisboð þar sem eru bara nokkir kökupinnar og bollakökur – þar eru greinilega ekki úlfarnir á ferð sem mæta hérna í boðin sko 😉

…dannað kakóboð…

…en við ákváðum að bjóða upp á heitt kakó með rjóma, okkur fannst það eitthvað svo skemmtilegt – plús að krakkarnir elska kakó…

  …mamma var líka búin að segja mér sögur frá því þegar hún var lítil, þá var alltaf boðið upp á heitt kakó í afmælisveislum, mér fannst það eitthvað kjút að taka það upp núna…

…þessi kakan sko, ommnommnomm – mig langar í sneið núna…

…og svo næsti afmælispóstur – hvað er hvaðan, loksins!

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

6 comments for “Meira um afmælið…

  1. Margrét Helga
    22.02.2017 at 08:39

    Mmmmmmm….girnó….er einmitt líka með alveg helling í boði þegar ég held veislur…þær (og þá á ég við bæði kökurnar og veislurnar) eru bara ekki eins fallega skreyttar og hjá þér 😉
    Yndislegt kommentið frá afmælisdömunni þinni 🙂

    • elisa
      28.02.2017 at 21:46

      Yndislega fallegt og gaman að sjá að afmæli eru enþá haldin heima. Það er svo persónulegt og skemmtilegt. Og takk fyrir að deila með okkur.

  2. Anna Ólafsdóttir
    22.02.2017 at 14:02

    Vá, dásamlega fallegt allt saman, gamlar frænkur í minni fjölskyldu kölluðu kakó fyrir kókó, en svo var náttúrulega fínast af öllu að bjóða uppá heitt súkkulaði. Ég bý oft til heitt súkkulaði handa krakka hjörðinni minni og held ég hendi mér bara í það núna og hiti rúnsrykki, úti er allt á kafi í snjó og því enn meiri ástæða að hafa það huggulegt inni, takk fyrir yndislegt blogg ❤️ kveðja frá húsmóður á Austfjörðum

  3. Kristín Hólm
    22.02.2017 at 18:59

    Til hamingju með afmælisstelpuna þína. Þetta hefur verið falleg veisla fyrir fallega afmælisstelpu. Við í litlu fjöllunni minni erum bæði “gömul” og gamaldags og höldum upp á afmælin okkar með hnallþórum, pönnukökum með sykri eða rjóma og drekkum heitt súkkulaði úr fallegum bollum. Svo er toppurinn að fá kaffisopa út í súkkulaðidreggjarnar í bollanum.

  4. Palina Benjaminsdottir
    22.02.2017 at 21:45

    Ég er svo sammála þér með tertupinnana og bollakökurnar. Tertur og brauðréttir er það sem blífur í minni fjölskyldu. 🙂

  5. Sólveig Snæland
    28.02.2017 at 01:24

    Til hamingju med stúlkuna. Dásamlega fallegt og girnilegt hjá thér. Ég er svona eins og thú, med mikid af veitingum, vil frekar vera med of mikid en of lítid. Takk fyrir ad leyfa manni ad sjá! 😄😁

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *