Nýr bæklingur frá Söstrene Grene…

…í dag er að koma út nýr húsbúnaðar bæklingur frá Söstrene Grene – hlekkur hér.  Húsbúnaðarlínurnar verða fáanlegar í verslunum hérlendis frá 2. mars og skemlar og stólar koma 16.mars.  Ég fékk myndir sendar í pósti og langaði að deila með ykkur nokkrum sem voru að heilla.

Um bæklinginn segja systurnar góðu:

Blómstrandi, franskt vorheimili

Í borg allra borga, París, finnur maður hreint út sagt töfrandi umhverfi. Hér er staðurinn þar sem draumar og hugmyndir hönnuða geta virkilega farið á flug. Þetta veit Anna af eigin reynslu frá því að hún stundaði nám við hönnunarskóla í París. Anna fékk heimsókn frá Clöru á meðan misserislangri dvöl hennar stóðog saman könnuðu systurnar borgina af spanskreyrsstólunum á matstofunumsem liggja meðfram hinum fallegu strætum Parísar.

Jafnvel þó að minningarnar séu þeim enn ljóslifandi, er það aðeins þegar systurnar standa sjálfar andspænis fegurð Parísar sem þær muna hversu heillaðar þær eru af borginni, fallegum byggingum hennar og óviðjafnanlegum glæsileika. Með ferskum innblæstri frá frönsku höfuðborginni og hinum fáguðu Parísarbúum hafa systurnar hannað nýja innbúslínu.

Að vori verður heimilið að vera fullt af litum og lífi

Vorlínan fyrir innbú býður sýnishorn af allsgnægtum Parísarborgar og skandínavískum mínimalisma. Hún er spennandi blanda af hinu hefðbundna og nútímalega. Anna lýsir línunni sem úrvali, mikilli skemmtun, ásamt ýmsum stílum, litbrigðum, mynstrum og áferðum sem eru dregin saman í stórkostlega heild. Við bjóðum þér að uppgötva nýju línuna, þar sem meðal annars er hægt að finna hrífandi lýsingu, glæsilega stóla og gólfsessur, skrauthillur og fáguð hjólaborð – allt fullkomið fyrir kyrralífsmynd. Þar finnurðu einnig úrval af mjúkum textíl, eldhúsáhöldum ásamt keramíkvösum og kertastjökum. Allt í fallegri litasinfóníu.

…mér fannst þessi veggplattar ferlega sætir – svona einföld leið til þess að fá smá lit í lífið…

…og eins og sést þá eru þeir mjög svo einfaldir…

…púðar og teppi – ein besta leiðin til þess að fá nýja árstíð inn á heimilið, vorlegir litir kalla á hlýrri tíma…

…ferlega töff geymslupokar…

…þessir skemlar eru að koma í alls konar litum…

…og falleg gólfteppi – mig langar í þetta með tíglunum í dömuherbergið…

…ný týpa af hillunum þeirra víðfrægu…

…og núna ná þær alla leið, niður á gólf 🙂

…mikið af fallegum litum í vösum og skrautvörum…

…þessi sérlega fallegur…

…sem og þessi hérna…

…maður er alltaf svag fyrir viðardóterí-i í eldhúsið…

…og þessi salatáhöld eru líka dásamleg!

Virkilega spennandi lína og þið getið smellt hérna, til þess að skoða hana nánar!

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

2 comments for “Nýr bæklingur frá Söstrene Grene…

  1. Vala Sig
    16.02.2017 at 09:47

    Fallegar vörur

  2. Margrét Helga
    16.02.2017 at 10:26

    Vá hvað þetta er fallegt og sumarlegt 🙂 Hlakka til að fá sumarhlýindin!!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *