Innlit í þann Góða…

…því mér finnst gaman að rápa.

Þetta er náttúrulega eins og veiðiferð og maður veit aldrei hvernig fiskast í það og það skiptið.  Þið verðið reyndar að afsaka að sumar myndirnar eru teknar núna í vikunni en hinar eru aðeins eldri.

En þið virðið bara viljann fyrir verkið.

Gordjöss spegill…

…þetta er bara eitthvað svo virðulegt sko…

…mér fannst þessi spennó, enda svo óvenjulegur – og áður en spurt er, þetta er í fullri stærð – ekki dúkkuvagn…

…þessi hérna vasi fannst mér ótrúlega skemmtilegur.  Svona öðruvísi, og þess ber að geta að það var önnur mynd hinum megin…

…annar flottur…

…þessi hérna gæti orðið ferlega flottur.  T.d. með stóóóóru hvítu kerti og fullt af könglum…

…ó könnur, hví elska ég ykkur svo heitt?

…alls konar vasar…

…já hann er þarna enn, og nei – húmorinn er ekki þróaðri en þetta 😉

…ber er bakkalaus maður, og því er kjörið að kíkja þarna…

…litlir og krúttlegir – sætir t.d. bara fyrir litlar hefðardömur í leik…

…þessi hérna var dulítið gordjöss…

…meiri könnugleði…

…og þessi hérna – við þurfum náttúrulega að muna eftir smáfuglunum…

…þessir hérna – geggjaðir á réttum stað…

…þessi hér bauð af sér góðan þokka…

…þessi þarna skenk/skrifborðs/skápur fannst mér ferlega töff og spennó…

…og halló, pinnastólaást mín lyftist í nýjar hæðir…

…þessi er flott – og ég sá eina breyta svona í arinn um daginn – það kom mjög fallega út…

…fallegar eftirprentanir eftir Kjarval…

…var ég búin að ræða könnuástina?

…nei var það nokkuð 😀

…auðvitað alls ekki…

…þessir hérna virðulegir…

…þarna var bara heilt stell…

…og eftir hverju ertu að leita?

…þessar fannst mér svo flottar…

…ég verð að segja – ég sé pínu lítið eftir þessari hérna, mér finnst hún ÆÐI!

…og ég kom víst ekki tómhent út í þetta skiptið – þessi hérna trébakki/fat fékk sko far með mér beina leið heim á borðstofuborð…

…mér finnst hann svo töff, held líka að hann verði æðislegur með fullt af brauði í næstu veislu…

…ég leyfði líka þessu tveimur að fljóta með…

…og talandi um könnurnar – sjáið þið bara þessa hérna?

…ég bara gat ekki skilið hana eftir, hún brosti svo fallega til mín sko…

…og hafið þið séð fallegra lok á könnu sko?

…og dásamlega mynstrið!

Svo svona, alveg í lokin langar mig að sýna ykkur í leiðinni skál sem ég keypti í Rúmfó á litlar 499kr…

…mér finnst þessar geggjað flottar og fann þær á heimasíðunni líka (hér)

…sumt er bara ekki hægt að skilja eftir!

Þess vegna er þetta svo spennandi, þið vitið svona fjársjóðsleit – maður veit aldrei hvað kemur með heim ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

2 comments for “Innlit í þann Góða…

  1. Margrét Helga
    10.02.2017 at 08:09

    Vá….margt flott til þarna á þessum degi 🙂

    En hvað segirðu…ertu hrifin af könnum??? Endilega segðu mér frá því!! 😛

    Knús í hús mín kæra <3

  2. Birgitta Guðjons
    18.02.2017 at 09:54

    Hef alltaf sagt að fjársjóðirnin leynast alltaf “Í þeim góða “…..hefur forgang hjá mér þegar ég er í Borginni…að kíkja við og get sagt i trúnaði…..að það tekur oft æði langan tíma að komast hringinn eða krókana þar….Sá góði …er mín uppáhalds verð ég að segja…..takk fyrir að taka hringinn með mér……

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *