Örlítið DIY…

…núna þegar jólin eru löngu niðurpökkuð, og við bíðum þess með óþreyju að sjá merki um vorið (sem er þó enn langt í land), þá er kjörið að nýta tækifærið og stússa í smáu sem og stóru innan húss.  Dæmi um slík verk er þetta örsmáa, dulitla örverkefni sem ég deili með ykkur hér í dag (en sum hver sáuð kannski á snappinu í fyrradag: soffiadoggg)…

…hvað þarf í þetta?

Hér er t.d. plastdiskamottur sem ég fann í Rúmfó, og þessar kostuðu alveg heilar 129kr stk.  Það eru líka til blúndu og alls konar mismunandi, en þó mæli ég eingöngu með að nota þær sem eru úr plasti vegna þess að þær koma til með að blotna…

…ég er svo svag fyrir bömbunum, það hefur ekkert breyst…

…og mér finnast alltaf svona trjámyndir mjög fallegar og friðsælar…

…síðan átti ég þennan glervasa…

…vasinn sem er úr þykku gleri, kemur einmitt innan úr þessari lukt frá Rúmfó (sjá hér)

…ég klippti ca 5 cm ofan á diskamottunni og þá smellpassaði hún ofan í…

…og mér þvi að skella smá seríu ofan í, þá ertu komin með smá lampa…

…nú eða bara setja vatn og þá ertu komin með fallegan blómavasa…

…þetta kemur nú ekkert illa út…

…svo ekki sé minnst á fegurðina í blessuðum blómunum…

…persónulega finnst mér oft bara þetta tvennt þurfa til þess að gera daginn svo mikið betri, kertaljós og blóm í vasa…

…það bara kemur hlýju í sálina, sem og í kroppinn…

…og fyrir ykkur sem eruð áhugasamar.  Þá er smá yfirferð um þvottahúsið og forstofuna á snappinu frá því í gær!

Njótið dagsins 

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og svo má auðvitað deila honum ef þið hafið hug á!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Örlítið DIY…

  1. Margrét Helga
    08.02.2017 at 08:06

    Þetta er svo mikil brakandi snilld að það hálfa væri hellingur!! 😀 Svo ótrúlega einfalt en samt svo fallegt 🙂 Takk! <3

  2. Áslaug
    08.02.2017 at 11:40

    Þú ert snillingur.

  3. Kolbrún
    09.02.2017 at 09:51

    ég í rúmfó að kaupa svona bara snilld.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *