Innlit í Marshalls…

…en Marshalls er einmitt svipuð og Ross-verslanirnar.  Þetta er svona samansafn af alls konar, endalaust gaman að skoða og gramsa – en það þarf að gramsa…

…það var auðvitað alls konar jóló…

…mýs og tré og allt þar á milli…

…svona vintage sveinar sem mér þóttu margir hverjir mjög fallegir…

…allt fullt af rauðu…

…og fleiri bursta tré – ég og þessi tré sko…

…jólakönnurnar í massavís…

…og kristallar og gler…

…mikið af fallegum snjókúlum…

…þessi hérna fannst mér hreint yndisleg…

…og ég þarf vart að taka það fram að mér þótti erfitt að skilja þessa eftir…

…glæsilegt hreindýr…

…og kransar, svo viðkvæm fyrir fallegum krönsum…

…mjög sætur, en eitthvað dónó þessir sveppir 🙂

…minnistafla sem sniðugt væri að pinna jólakortin á…

…og alls konar pils!

Ekki bara hvernig pils sem er, heldur fyrir jólatrésfæturnar…

…nóg var úrvalið…

En á ég að segja ykkur vandamálið við að mynda svona til þess að sýna ykkur síðar?

Það er að fá svo mikla eftirsjá eftir góssinu sem maður skildi eftir.  Eins og t.d. næstum allt á þessari mynd…

…eða þessi hérna – hvað var ég að spá?

…ekki nóg með að það sé alls konar bjútífúlt hvítt leirtau, heldur sjáið bara bláa litinn með…

…hversu fagurt er þetta allt saman…

…þessi fínlegi kantur sem að puntar þetta svo mikið upp…

…alls konar krukkur og krúsir…

…og svo hérna…

…þessi finnst mér alveg hreint geggjaður!

…og öll þessi litlu marmarabretti…

…dææææs, þetta er erfitt fyrir langarann…

…þessi hérna fannst mér hrein dásemd, sé hann alveg fyrir mér hlaðinn skarti…

…úff – sjáið þið ekki mikið fallegt?

Gaman að pína sig svona smá, rétt eftir áramótin!

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni🙂

5 comments for “Innlit í Marshalls…

  1. Margrét Helga
    03.01.2017 at 10:21

    Úff! Hefði sko misst mig þvílíkt í þessari búð! Og ég sem setti mér það áramótaheit að eyða litlu sem engu í bráðnauðsynlegan óþarfa 😀 Það sem á eina konu er lagt 😛

    Greinilega frábær búð og mjöööööög margt fallegt í henni 🙂

  2. Greta
    03.01.2017 at 12:09

    Maður á ekki að gera sér það að fara inn í svona verslun :-/

    P.S. Gleðilegt ár og takk fyrir alla dásamlegu póstana á liðnu ári (árum).

  3. Sveindís
    03.01.2017 at 19:10

    Vá vá vá! Hvar er þessi búð eiginlega?

  4. Anna Lilja Daníelsdóttir
    07.01.2017 at 00:31

    Vá þetta er ótrúlega flott allt saman 😍 ég elska þessa búð…og þar hef “misst mig pínulítið” 😊

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *