Jólin hjá litla manninum…

…voru víst ekki enn búin að rata hingað inn.

Þannig að ég ákvað að deila nokkrum myndum með ykkur – svona áður en jólin ganga yfir…

…þennan ferlega sæta jólasokk keypti ég úti í Target – mér finnst hann hreint æðislegur með sína loðnu dúska…

…við settum síðan einn lítinn og sætann þvottabjörn í hann, svona til þess að hann væri ekki einmanna yfir jólin…

…á hillunni yfir rúminu er jólaskraut sem er föndrað af litla manninum, engill og jólatré sem sóma sér vel…

…jólatréð var skreytt af unga manninum án hjálpar frá mér.  Systir hans aðstoðaði við efstu greinarnar, en hann raðaði alveg sjálfur skrautinu…

…og eins og sést þá er vel og þétt raðað 🙂

…hann perlaði sjálfur Picachou á toppinn, og restin af perlinu er blanda af hans eigin og frá systur hans…

…þétt mega sáttir hanga…

…bambi kúrir á sveppinum fyrir neðan tréð…

…og þessi hérna fékk líka að koma með heim úr Target-inu góða…

…báðir krakkarnir eiga sitt “Jesúhús”, eins og þau eru kölluð hér, og við létum hans standa bara við rúmið – enda smellpassar það alveg við náttlampann 😉

…Raffa-púðinn er alltaf í aðalhlutverki hjá honum, enda er hann enn svo ofarlega í huga okkar og það sem við söknum hans enn ♥

…latur björn kúrir á trjápúðum á gólfi…

…og hillan er enn að geyma megnið af öllum leikföngunum hans…

…annars verð ég að afsaka gæði myndanna, en það er svo mikið myrkur þessa dagana að allar myndir eru eitthvað svo dökkar.  En þið sjáið svona hvernig þetta er, í það minnst að mestu leyti og takið bara viljan fyrir verkið!

Næst seinasti dagur af 2016 – vona að þið njótið hans ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni🙂

1 comment for “Jólin hjá litla manninum…

  1. Margrét Helga
    30.12.2016 at 08:20

    Finnst svo flott herbergið hans 🙂 Og hennar líka, auðvitað en er einhverra hluta meira í að taka eftir strákaherbergjum 😛

    Takk fyrir flottan föstudagspóst!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *