Gleðileg hátíð…

…og ég vona svo sannarlega að þið hafið átt ánægjulega jólahátíð með ykkar fólki ♥

Við áttum alveg yndisleg jól, nutum þess að vera saman og hafa gaman, borða mikið og allt sem jólum fylgir…

…ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvers vegna krakkarnir eru svona hress…

…þá voru það þrír rauðklæddir félagar sem ruddust hingað inn á aðfangadagsmorgun…

…og færðu þeim pakka…

…og næla með sér nokkrum kertum…

…og dansa í kringum borðstofuborðið…

…og allir memm…

…þessar heimsóknir eru svo skemmtilegur hluti af jólunum…

…og þessi tvö, þau ljómuðu eins og sólir…

…í pökkunum voru síðan þessir gallar, sem voru mjög svo skemmtilegir, og af því að jólasveinarnir eru alltaf pínu óþekkir og gefa dót sem mömmur og pabbar myndu ekki gefa – þá var svona sælgætiskaka (((hrollur)))…

…og svo kom að þessu – klukkan að verða 18 og jólin loks að verða komin…

…daman og litli James Bond mjög svo spennt, auðvitað…

…og spenningurinn magnaðist þegar leið að pökkum…

…og í fyrsta sinn gátu bæði systkinin lesið á pakkana…

…leðurpullurnar koma að góðum notum…

…sér í lagi að vera með tvær…

…vanda sig við lesturinn…

…og svo stoltur af pakkanum sem hann bjó til sjálfur…

…færandi afa sínum og nafna pakka…

…og verkinu er fylgt eftir alla leið 🙂

…þessi var með óskalista af alls konar bókum, en flestum frænkunum fannst fyndnast að gefa henni Vonda Frænkan…

…það þótti því fyndið þegar hún kom upp úr pakka þó nokkrum sinnum…

…stóri pakkinn…

…þeir eru alltaf svoldið spennandi…

…og litli skátinn okkar fékk sinn eigin svefnpoka…

…og mikið af kvöldinu var eytt í pokanum eftir það…

…fullkomlega normalt aðfangadagskvöld…

…með ömmu og afa…

…og frænku…

…og svo komu líka hin amman og afinn í smá pakkaopnun, þannig að allir voru himinlifandi…

…ég gat síðan ekki annað en hlegið að litla snyrtipinnanum mínum, en litli kallinn raðaði sjálfur inn gjöfunum sínum…

…á jóladag uppgvötaðist að það var búið að fylla á jólasokkana, en það er venja hjá okkur…

…megninu af deginum var eytt í náttfötum á meðan það snjóaði úti…

…þar til við fengum okkur smá graut og það kom að möndlugjöfinni – eins og sést, þá tökum við þetta bara eftir hendinni og erum óhefðbundin í þessu…

…möndugjöfin kætti lýðinn…

…muhahaha…

…það sem var hægt að leika með þetta…

…flissss…

…loks drifum við okkur út úr húsi…

…nauðsynlegt að viðra sig…

…úti fram í rökkur…

…og loks gerðir snjókarlar í myrkrinu…

…þessi tvö, þau eru lukka mín í lífinu ♥

…svo var meira borðað…

…og meira…

…á milli þess sem var keyrt á milli jólaboða…

…og núna loooofa ég að vera hætt að hrella ykkur með famelíupósti – og reyni að skella inn einhverjum með nærmyndum af jólatré og öðru slíku næstu daga.
Vona að þið eigið yndislegan dag ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Gleðileg hátíð…

  1. Margrét Helga
    28.12.2016 at 09:28

    Þessir familíupóstar eru svo yndislegir! Ég hef a.m.k. ekkert á móti þeim (enda kannski ekki mest interiör orienteraða manneskjan sem les bloggið þitt…meira svona “wannabe” 😉 ).
    Gaman að sjá hvað þið höfðuð það gott yfir jólin, njótið nú “millijólaognýársdaganna” 🙂

    Knús í hús!

  2. 28.12.2016 at 09:29

    Gleðileg jól elskurnar…..greinilega yndisleg jól hjá ykkur 🙂

    kv
    Kristín krútt

  3. Kristín Hólm
    28.12.2016 at 20:35

    Gleðilega hátíð og takk fyrir árið sem er að líða.

    Kveðja frá Sigló

  4. Gulla S
    29.12.2016 at 00:56

    Yndislegur fjölskyldu-jólapóstur

    <3 Gleðileg jól

  5. Rannveig Ása
    29.12.2016 at 13:20

    Fallegar myndir. Takk fyrir að deila með okkur 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *