Aðventan…

…er alltaf extra skemmtileg.  Allt frá því að skósveinarnir mæta á svæðið þá er allt umlukið einhverskonar töfraljóma og þessi tvö blessuð börn, sem ég er svo heppin að fá að leiða í gegnum lífið, þau eru svo spennt og glöð að það er hrein unun að fylgjast með því.

Ég veit það vel, ég er hrikalega væmin og allt það, en mér er alveg sama.  Stundum þá bara spýtist sírópið út og maður þarf að finna því farveg.

Þessi hérna ungi maður fór á sitt fyrsta skólajólaball og eins og sést, þá var hann vel stemmdur…

…og enn glaðari að vera samferða stóru systur, sem er orðin þrælvön svona skólajólastemmingu.

Þau stilla sér upp sjálf svona fyrir myndatöku, falleg umhyggja og vináttan sem þau bera hvort fyrir öðru…

…síðan í fyrrakvöld, þá snjóaði feitum og mjúkum snjókornum, enginn vindur, og það gaf okkur alveg fullkomið kvöld til þess að fara í bæinn á smá rölt…

…við settumst auðvitað að snæðingi…

…enn og aftur, þessi tvö ♥

…og jú, svo var eftirréttur 😀

…róleg sko, það var bara einn svona sem við deildum saman…

…eða þau sko…

…svo fær alltaf grey pabbinn leifarnar…

…kíktum niður á skautasvellið – svo fallegt…

…og nei, ég er ekki með svona mikla flösu sko, það var bara snjókoman…

…bestu börnin…

…það er stemming að rölta um í bænum…

…því ber ekki að neita…

…svo þegar við komum heim – þá lá þetta þykka fallega hvíta teppi yfir öllu…

…og það var beðið eftir okkur með eftirvæntingu, eins og sést…

…var ég búin að minnast hversu kát ég er með jólasnjóinn…

…það verður allt svo kózý…


p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni🙂

2 comments for “Aðventan…

  1. Margrét Milla
    23.12.2016 at 19:57

    Yndi og akkúrat út af svona stundum finnst mér aðventan yndislegri en sjálf jólin. Gleðileg jól í kotið.

  2. Margrét Helga
    26.12.2016 at 14:59

    Vá hvað þetta hefur verið yndislegt kvöld hjá ykkur! Mig dreymir einmitt alltaf um að fara í svona jólaReykjavíkurferð með fjölskylduna og bara vera til og njóta. Vera búin með allt jólastúss og geta bara “túristast” um borgina. Kannski á nýja árinu!

    Og þessi börn ykkar eru bara algjörir æðibitar! Verður gaman að fylgjast með þeim stækka og þroskast 🙂

    Knús í hús!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *