Jólagjafahugmyndir…

…á snappinu í gær, þá kíkti ég í Rúmfó á Korputorgi.

Ég myndaði og sýndi hitt og þetta, og ég sá að ansi margir voru að taka screenshot af því sem ég sýndi.  Mér fannst því snjallt að deila þessu bara með ykkur hérna líka…

…þannig að ef þið skylduð eiga eftir að kippa svo sem einni gjöf, þá er sitt hvað til…

….fyrst ber að nefna að allt jólaskrautið er núna á afslætti og er alveg 20-70%…

…og eins og ég hef sagt svo oft áður, þá þarf svo lítið í svona glerkrukkur og kúpla til þess að búa til vetrarfegurð…

…þessi litlu hvítu hús eru æðisleg í krukkurnar…

…stjörnurnar, eins og ég er með eldhúsglugganum, eru enn til og alveg hreint dásamlega fallegar…

…og ef það er eitthvað sem ég fæ ekki nóg af, þá eru það þessi tré – þau eru alltaf falleg og hægt að gera svo margt með þeim…

…og alls konar fallegar servéttur – flestir ættu að finna sinn stíl held ég…

…mér finnst þessar æðislegar!

…þessir hérna finnst mér alveg ofsalega fallegir og einfaldir…

…koma svo vel út á trébakka…

…bastkransar til skreytinga…

…yfir í gjafir – þessir hérna eru uppáhalds – og það var í það minnsta slatti af þeim á Korputorginu…

…og þetta kemur líka ferlega töff út saman…

…mér finnast þessir sérlega sætir – t.d. fyrir unglingsstúlku, nokkrir saman í mismunandi litum…

…glerkúpull, þetta er svo sniðugt fyrir þá sem eiga allt – það er nefnilega alltaf hægt að bæta á sig kúplum sko…

…þessar luktir fannst mér geggjað flottar – og verða örugglega geggjaðir skuggar af henni þegar kveikt er á kertum…

…töff á pakka eða bara á tréð…

…sæt lítil málmhús með texta – fyrir vinkonuna kannski?

…sveppir til skreytinga – smellpassa við sveppasósuna t.d…

…töff könnur með uppáhalds kaffinu?

…gjöfin fyrir krakkana sem eiga allt of mikið af dóti!  Geymslupokar fyrir leikföngin – allir glaðir 🙂  Þetta getur líka verið snilld til þess að temja flíkur unglingsins sem vilja skríða um öll gólf…

…flottar stórar myndir…

…ekki endilega gjöf – en þar sem allir eru að fara elda eina stærstu máltíð ársins á laugardag, þá er ágætt að benda á falleg eldföst mót í hvítu – passa með flestu ekki satt?

…töff á borðið – eða bara hengt á vegg.  Sé þetta alveg á vegg með hengipottaplöntu…

…þessir hérna fannst mér sérlega glæsilegir.  Sé þá alveg fyrir mér á borði og jafnvel fallegt greni fyrir neðan þá, hátíðlegt og fallegt.  Fullkomiðí gjöf fyrir mömmuna eða tengdamömmuna?

…alls konar bakkar og skálar og þess háttar…

…þessir hérna – þeir eru sjúkir!  Ég notaði þá í borðskreytingu fyrir jólaborð sem ég ætla að sýna ykkur…

…þetta teppi er frekar nýtt og ég er með það á heilanum!  Mér finnst það æði!
Það var meira segja á tilboði og var á afslætti á um það bil 2500kr…

…þetta er svo mjúkt og fallegt á litinn.  Mér finnst snúningarnir minna á rósir – og þetta er ekta gjöf fyrir systur/frænku/vinkonu…

…eitt uppáhalds teppið mitt komið aftur – þetta er sama og ég nota í forstofunni…

…Sofie-rúmteppið – þarf ég að segja meira 🙂

…mér finnast líka þessi rúmteppi vera snilldargjafir – falleg og nytsamleg!

…eins og segir í textanum, þessi teppi eru alveg uppáhalds.  Svo notalega og hreinlega taka utan um mann – þetta væri snilld handa pabbanum eða tengdapabbanum…

…rúmföt geta varla klikkað…

…fallegir púðar…

…og þessi finnst mér ferlega töff fyrir jólatréð…

…og fyrir þá sem elska marmarann, þá var sturtuhengi, klósettburstar, sápupumpur og allt…

…svo fyrir þá sem nenna ekki að pakka inn, þá hellingur af fallegum pokum til…

…vona að þetta hafi kveikt einhverjar hugmyndir hjá ykkur!
Farið varlega í dásamlega jólasnjónum og njótið þess að klára að jólast ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni🙂

1 comment for “Jólagjafahugmyndir…

  1. Margrét Helga
    22.12.2016 at 08:24

    Þessi póstur gæti ekki hafa komið á betri tíma 😉 Er einmitt á leiðinni í höfuðborgina í dag, með viðkomu í Korpunni 😛

    Takk fyrir dásemdarpóst, mín kæra 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *