Desember stimplaður inn – DIY…

01-www-skreytumhus-is-2016-194208

þá er desember genginn í garð og því er ekki að neita að aðeins 24 dagar eru til jóla.  Mér fannst því kjörið að sýna lítið DIY/föndur, sem er auðvelt að gera með krökkunum, eða bara einn með sjálfum sér.  Fallegt og nýtilegt – er það ekki alltaf kostur?

23-www-skreytumhus-is-022

Allt efnið fæst í A4 og í þetta var notað:
* Stimplar af ýmsum gerðum
* Stimpilpúðar
* Lítil merkispjöld og hjörtu
* Límmiðar – nokkrar týpur
* Snæri

22-www-skreytumhus-is-021

…ég tók stimpilpúðana í silfri og svörtu, en eftir á að hyggja þá sá ég smá eftir að taka ekki gylltan líka…

24-www-skreytumhus-is-023

…þessir stóru stimplar eru mjög skemmtilegir.  Þægilegasta leiðin til þess að nota þá er að dýfa þeim í stimpilpúðann og leggja þá svo á borðið og svo setja miðana ofan á þá.  Mér fannst það besta leiðin til þess að stjórna útkomunni…

25-www-skreytumhus-is-024

…hér sjáið þið merkimiðana, en ég tók í brúnu, rauðu, hvítu og svörtu.  Sumir voru meira segja hjartalaga…
27-www-skreytumhus-is-026

…og mikið úrval af límmiðum og því bara að velja það sem heillar.  Ég tók t.d. jólatré og snjókarla sem ég vissi að myndi ná til krakkanna…

28-www-skreytumhus-is-027

…eins og sést kannski á þessari mynd þá eru stimpilpúðarnir og merkispjöldin mjög svipað að stærð, og það sem meira er að stimplarnir smellpassa þarna ofan á…
30-www-skreytumhus-is-029

…og úr verða svona líka sætir og huggulegir litlir merkimiðar…
37-www-skreytumhus-is-036

…ég vildi alls ekki hafa stimplunina of “fullkomna” – frekar svona smá rustic og töff…

38-www-skreytumhus-is-037 …svo fékk ég litla aðstoðarmanninn til þess að leggja mér lið…
40-www-skreytumhus-is-039

…og þetta er eitthvað sem er fullkomið fyrir krakkana.  Tekur stuttan tíma, þau sjá strax útkomuna og ef ekki er nenna í meira – þá er bara að stökkva í burtu og næsti tekur við…

42-www-skreytumhus-is-041

…þarna settum við snjókornastimpilinn sem bakgrunn…

…og límmiðana ofan á…

…svo er bara að leika sér með þetta….
47-www-skreytumhus-is-046

…hér er t.d. bara snjókornastimpillinn…

48-www-skreytumhus-is-047

…stóra systir kom svo með okkur í þetta…

54-www-skreytumhus-is-053

…og það var stimplað og límt af miklum móð…

55-www-skreytumhus-is-054

…og útkoman var bara hreint alls konar merkimiðar…

49-www-skreytumhus-is-048

…þessir svörtu voru t.d. mjög töff…
53-www-skreytumhus-is-052 …og fyrst ég var með stimplana, þá stóðst ég ekki þessa gjafapoka frá Panduro sem eru til í nokkrum stærðum og litum…
29-www-skreytumhus-is-028

…þeir fengu svona einfaldan stimpil á sig…

50-www-skreytumhus-is-049

…smá snæri og við erum komin með ferlega töff litla gjöf handa einhverjum…

33-www-skreytumhus-is-032

…eða skella mandarínum, eða bara heimalöguðum smákökum í pokana…

36-www-skreytumhus-is-035

…svo er víst rétt að benda á það að þessir tveir dásemdar kertastjakar eru líka úr A4 og koma frá House Doctor-merkinu…

26-www-skreytumhus-is-025

…svei mér þá – mér finnst þetta bara krúttlegt 

45-www-skreytumhus-is-044

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

2 comments for “Desember stimplaður inn – DIY…

  1. Anonymous
    01.12.2016 at 08:17

    Æðislegt föndur verst að vera búin að gera allt svona dúllerí 😀 gæti bara nýtt mér þetta fyrir næstu jól. EF ég man 😀 😀

    góðar stundir 😉

  2. Margrét Helga
    01.12.2016 at 08:17

    Bara snilld!! Miðað við hvað þetta er auðvelt og skemmtilegt, af hverju er maður þá svona lengi að koma sér að verki?? :/

    Knús í hús!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *