SkreytumHús-kvöldið í Rúmfó…

…ég átti bara alltaf eftir að deila með ykkur myndum frá þessu frábæra kvöldi – og í raun er þetta þá líka innlit í Rúmfó á Korputorgi 🙂

img_0433

…ég er auðvitað öll í hvítu og natur, það eru bara mínir jólalitir.  Ef þið horfið á svona og saknið þess rauða, þá er bara að bæta við rauðum köllum, kúlum og krútterí-i eftir þörfum…

img_0434

…þessir hérna eru svo litlir og krúttaðar – ferlega sætir svona í glös, eða bara ofan á servéttur á diskunum, svona eins og lítil gjöf á hverjum disk…

img_0435

…nú svo er auðvitað líka hægt að hafa svona krúttaðan sokk…

img_0436

…ég setti líka upp smá svona matarborð og skreytti það…

img_0437

…það fást svona stórir glerkúplar, sem eru ekki með neinum “botni” – og ég fann til ýmislegt sem kemur fallega út undir þeim.  Svo er líka fallegt að spreyja glerkúplana með snjóspreyji…

img_0453

…þetta hreindýr er greinilega komið á jólakúrinn, farið að borða stjörnur í hvert mál…

img_0439

…ég og gler – þetta er ákveðið vandamál sko…

img_0441

…svo þegar konan fer að stilla upp, þá duga ekkert minna en þrjár hæðir sko!  Horfðu til himins og allt það…

img_0442

…ég veiddi börn að leik í snjónum og skellti þeim í krukku 🙂

img_0448

…dásamleg tréhús…

img_0450

…og gler gler gler…

img_0451

…geggjuð dagatöl sem fást í tveimur litum…

img_0452

…aðventukertin með klukkustöfunum, sem þið sáuð hér
img_0471

*uppáhalds*

img_0473

…þessi eru hreint dásamleg, í þremur stærðum og þvílíku glitrdýrin…

img_0480

…þessir tréplattar eru líka yndis…

img_0481

…annars segi ég bara góða helgi og hafið það sem allra notalegast ❤

img_0482

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

1 comment for “SkreytumHús-kvöldið í Rúmfó…

  1. Margrét Helga
    28.11.2016 at 19:28

    Úff, þetta er allt svo fallegt 🙂 Langar í þetta allt 😛

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *