Sitt lítið af hverju…

…svona af því að það er föstudagur og því ágætt að staldra aðeins við og draga djúpt andann.

T.d bara með að skoða nokkrar gamlar myndir sem draga fram stemmingu og hughrif…

02-www-skreytumhus-is-is-016

…oft er það bara hversu lítið það þarf til þess að skapa eitthvað fallegt og ævintýralegt…

03-www-skreytumhus-is-is-020

…og í raun hversu oft það eru bara kertin sem koma okkur í réttu stemminguna…

10-www-skreytumhus-is-005

…og að kíkja á björtu hliðarnar, það er svo mikilvægt!
Hálftóm krukka, eða hálffull – það er spurningin…

29-www-skreytumhus-is-2015-028

…og að finna litlu fjársjóðina og gera þeim hátt undir höfði – og að muna að við eigum öll mismunandi fjársjóði.  Það sem skiptir þig máli og þú vilt varðveita – í því er mikilvægið fólgið…

31-www-skreytumhus-is

…og þá er líka ágætt að muna að næstum allt verður að spennandi fjársjóð undir glerkúpli 🙂

37-www-skreytumhus-is-2015-012

Annars er búin að vera svo mikill þeytingur á mér í nóvember, alls konar jólakvöld, og ég fæ eiginlega leið á sjálfri mér…

39-www-skreytumhus-is-2015-002

…en mér hefur þótt alveg einstaklega vænt um að hitta ykkur svona margar, og sérstaklega ykkur sem gefið ykkur tíma til þess að heilsa og spjalla – þannig að takk fyrir það…

42-www-skreytumhus-is-001

…og mig langar að senda sérstaka kveðju til dásamlegrar konu sem talaði svo fallega við mig í Rúmfó á Korputorgi.  Svo yndislega einlæg og hrósaði mér svo fallega að mér er búið að vera hlýtt í hjartanu síðan ♥

44-www-skreytumhus-is-002

…fólk getur verið svo yndislegt, það er bara þannig!

45-www-skreytumhus-is-003

…og núna er það löglegt að fara að draga fram ALLA jólakassana, þannig að það er næsta verk…

46-www-skreytumhus-is-2015-034

…koma upp ljósum og einhverju sem gleður augað, lýsir upp skammdegið og kætir sálina…

49-www-skreytumhus-is-002

…og á þeim nótum, þá segi ég bara góða helgi – verið góð við hvert annað og njótið þess að vera til ♥

50-www-skreytumhus-is-003

1 comment for “Sitt lítið af hverju…

  1. Margrét Helga
    18.11.2016 at 08:26

    Gott að fá svona póst til að fylgja manni inn í helgina <3 Algjörlega nauðsynlegt að leyfa sér að staldra við og bara njóta. Ætla að æfa mig á því í framtíðinni.

    Og ekki halda að við fáum nokkurn tímann leiða á þér!! Ekki séns <3

    Og já…jólakassarnir fara sko að kíkja út úr geymslunni hvað úr hverju. Eftir þessa helgi þá er öllu óhætt…fjölskylduafmæli fyrir eldri soninn á sunnudag, en eftir það….ÞÁ sleppi ég jólaskrautinu lausu 😉

    Knús til þín og góða helgi!!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *