Á morgun II…

…og ennþá erum við að hita upp fyrir SkreytumHús-kvöldinu í Rúmfatalagerinum á Korputorgi (smella hér til þess að skrá sig).

Þetta er snilldarkvöld sem við erum að halda núna í þriðja sinn og þetta verður bara alltaf skemmtilegra og skemmtilegra.  Það verður afsláttur af öllu jóladóti og meira til, ásamt því að ég fékk (eins og áður) að velja vörur sem mér finnst sérstaklega flottar og þær verða á sérstökum SkreytumHús-ofur-afslætti.

Þannig að allir hlutirnir sem þið sjáið í þessum pósti eru frá Rúmfatalagerinum.

Hér þurfið þið að setja inn svona “víííííííí” hljóð frá mér, því ég er svo kát með þetta…

010-www-skreytumhus-is-009

…þessi hérna risakrans – hann er alveg að gleðja mitt hjarta.  Nú ef þið kannist við kauða, þá er það svo sem engin furða…

011-www-skreytumhus-is-010

…því þetta er auðvitað bara þessi hérna klukka (smella), sem ég er búin að vera að renna hýru auga til í Rúmfó…

…og það sem ég gerði var að nota grófa gervi grenilengju og vafði henni utan um klukkuna.  Síðan bætti ég við seríum og smá stjörnum, því að allt er betra með smá stjörnum…

087-www-skreytumhus-is-086

…glerkúplaást mín fluttist líka yfir á næsta stig þegar ég fann þennan kúplalampa sem var nýkominn…

013-www-skreytumhus-is-012

…að ógleymdum þessum hérna viðarhúsum, sem eru æði…

080-www-skreytumhus-is-079

…pínulitlar pappastjörnur og greinar og snjór – það er ekki flókið…

014-www-skreytumhus-is-013

…svo þarf auðvitað að huga að aðventunni, ekki satt?

021-www-skreytumhus-is-020

…ég var sko pínu sjúk í þessi kirkjukerti og að setja svona riiiisastafi á þau, það fannst mér hreint æði…

015-www-skreytumhus-is-014

…eins og svo oft áður, þá nota ég síðan bækur til þess að ná upphækkunum í uppraðanirnar, og líka til þess að afmarka svæði – líkt og bakki myndi gera…

017-www-skreytumhus-is-016

…og hver elskar ekki svona fallega skrautlykla?
019-www-skreytumhus-is-018

…þarna sjáið þið líka klukkukransinn á hlið – ég er sko gazalega sátt með hann…
023-www-skreytumhus-is-022

…eflaust eru nokkrir að spá, heyyyyy varstu ekki nýkomin með stóra klukku þarna (sjá hér)

076-www-skreytumhus-is-075

…þá er svarið auðvitað, jújú – enda skrúfaði ég af henni stafina og nýtti á kertin mín 🙂

077-www-skreytumhus-is-076

…jebbs, – mér finnst það æði!

079-www-skreytumhus-is-078

…hér er klukkan hjá Rúmfó, ef þið viljið kíkja (smella)
081-www-skreytumhus-is-080

…ég verð að segja að ég er sko að nálgast jólafílinginn hratt þessa dagana…

083-www-skreytumhus-is-082

…eins fannst mér þessir æðislegir – mismunandi texti á þeim…

018-www-skreytumhus-is-017

…og þessir voru bara töff…

089-www-skreytumhus-is-088

…en svo er þetta eins og með allt jóló sko…

086-www-skreytumhus-is-085

…að það er bara þegar ljósin slökkvast sem jólakraftaverkin gerast 😉
img_0366

…og allt baðast í töfraljóma…

img_0367 En á morgun, þá hittumst við – í hörkustuði, og ég get ekki beðið eftir að hitta ykkur öll!

Svo er bara að hafa gaman saman ♥

img_0372

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!

 

5 comments for “Á morgun II…

  1. Margrét Helga
    09.11.2016 at 22:03

    Dæs….vá hvað ég hlakka til á morgun 🎄

  2. 10.11.2016 at 03:41

    oh you are starting to decorate for Christmas already? Super pretty!!! Love your cute doggie sleeping in the background too!

  3. Hólmfríður
    14.11.2016 at 22:14

    Hæ. Mig langar til að forvitnast hvort þú notir einhverja sérstaka festingu fyrir klukkuna?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      15.11.2016 at 08:52

      Sæl – það var skrúfa fyrir í veggnum, sem mynd hékk á – og við notuðum hana bara 🙂

      • Anonymous
        15.11.2016 at 13:49

        Ok 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *