Hátíðarkerti – DIY…

01-www-skreytumhus-is-2016-194208

…ég var að útbúa nokkur kerti fyrir kvöldið mitt seinasta fimmtudag hjá A4.

Eitt þeirra var þetta hérna fremra kerti, sem er með mynd af gömlu íslensku jólakorti…

04-www-skreytumhus-is-003

…en hitt kertið – það hitti afskaplega vel í mark hjá sjálfri mér.

Stórfurðulegt miðað við að ég útbjó það sjálf, fyrir mig, ekki satt? 🙂

Til þess að útbúa þetta þurfið þið sem sé:
* Kerti
* Prentara eða aðgang að slíkri græju
* Sérstakur kertapappír sem fæst í A4 – mjög fallegur og smá yrjóttur
* Kerzen Potch
* Eitthvað áhald til þess að bera límið á – t.d. eldhússvamp eða pensil
* Mjög mikilvægt – GLIMMER!

41jwloslrl
Aðferð:

* Myndin er prentuð út og mátuð við kertin, endilega klippið/rífið hana til þannig að hún passi utan um.
* Kerzen Potch er borið á allt kertið sjálft, svo er það sett aftan á pappírinn og kertinu er rúllað inn í hann.
* Kerzen Potch er borið yfir pappírinn utan á kertinu, og því kjörið að bæta við glimmerinu, til þess að fá smá jólagaldra í þetta.

02-www-skreytumhus-is-001

…en ég setti sem sé fyrsta erindið í laginu Hátíð fer að höndum ein (Jóhannes úr Kötlum)…05-www-skreytumhus-is-004…og síðan mynd af jólatré, sem ég fann á netinu og fiffaði aðeins til – og svo auðvitað dass af glimmeri – ójá…
06-www-skreytumhus-is-005 …þið eigið sem sé að geta smellt á feitletraða textann hér fyrir neðan, og vistað inn skránna til þess að geta prentað þetta út fyrir ykkur:

skreytumhus-is-hátid-kerti

08-www-skreytumhus-is-007

…ég sé jafnvel fyrir mér að gera fleiri svona, með hinum erindunum og öðrum myndum.  Gætu verið falleg aðventukerti!

Hvernig lýst ykkur á svona?  Er spennandi að fá inn svona skrár til þess að prenta út sjálf/ur og gera sín eigin kerti?

Meira svona?

09-www-skreytumhus-is-008

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

19 comments for “Hátíðarkerti – DIY…

  1. Guðrún
    05.11.2016 at 09:48

    Meira svona – já takk. Alveg yndis 🙂

  2. Sigga
    05.11.2016 at 09:49

    Algjör snilld að fá þetta svona upp í hendurnar, svo flott, takk fyrir:)

  3. Anna Sigga
    05.11.2016 at 09:58

    já meira svona 🙂 🙂 TAKK :*

  4. Guðríður
    05.11.2016 at 10:30

    Æðis og yndis 🙂

  5. Linda
    05.11.2016 at 12:24

    Frábært að fá þetta svona tilbúið, takk 🙂

  6. Elín
    05.11.2016 at 12:30

    Þarf ekki að prenta út í laserprentara Soffía? fer ekki allt blekið út um allt ef Kertalímið er borið utan á pappírinn annars

  7. Margrét Ósklín Alfreðsdóttir
    05.11.2016 at 12:32

    Þetta er snilld ég ætla að útbúa svona fyrir jólin. Takk fyrir þetta.

  8. Helga Bjorg Sigurdardottir
    05.11.2016 at 12:39

    Já takk … geggjað flott 🙂

  9. Anonymous
    05.11.2016 at 12:47

    Já takk, meira af diy jólajól 🙂

  10. Þórhikdur
    05.11.2016 at 13:32

    Æðislegt og takk fyrir skránna

  11. Ásta Björg
    05.11.2016 at 13:48

    Já takk ☺

  12. Elva
    05.11.2016 at 20:41

    Endilega meira svona æðislegt::))

  13. Margrét Helga
    05.11.2016 at 20:59

    Vá….þetta er svooooo flott 🙂 væri til í meira svona dásemdar DIY-jóladót 🙂

  14. Anonymous
    06.11.2016 at 07:59

    Dásemd 🙂 meira svona…………

  15. Kristín
    06.11.2016 at 10:15

    Takk kærlega fyrir að deila 🙂 Meira svona

  16. Ósk Laufey
    06.11.2016 at 21:41

    Takk fyrir þetta, væri sko til í meira jólaföndur😃

  17. Herdís
    08.11.2016 at 13:39

    Takk flott mynd 🙂 endilega að senda fleiri myndir á okkur 🙂

  18. Vaka
    08.11.2016 at 23:46

    Æði – takk fyrir.
    Ein spurning… hvaða leturgerð er í textanum? 😉

  19. Hrafnhildur Hafsteinsdóttir
    10.11.2016 at 17:51

    Dásamleg síða – var að detta inn á hana og gjörsamlega gleymdi mér. Vá hvað það er gaman að lesa í gegnum allt. Takk fyrir kertapóstana – er að leggja í þá eftir að hafa hugsað þettaí nokkur ár. Eftir flottu leiðbeiningarnar frá þér – er ég viss um að ég geti þetta 🙂 Takk fyrir og fylgist núna vel með þér

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *