Gangur á þessu sko…

Þessi póstur er unnin í samvinnu við Rúmfatalagerinn.

…ég verð að segja það enn og aftur – ein af þeim breytingum sem ég er hvað ánægðust með hjá okkur í gegnum árin, er þegar við tókum ganginn okkar í “pjattbreytinguna” (sjá hér).

2013-09-17-181940
Áður vorum við sem sé bara með skáp á ganginum, sem tók mest af plássinu – komst lítill stóll og borð við hliðina á honum og þar með var það upptalið.  Þegar við fluttum inn þá settum við hvíttaða eik á gólfin, en þá voru ekki komnir hvíttaðir eikarskápar í Ikea – þannig að við keyptum bara eikarskáp á ganginn, og í hjónaherbergið.  Þegar gengið var inn á ganginn, þá var það fyrsta sem sást eikarhliðin á skápinum.  Skrambi náði það að pirra mig mikið 😉

2013-08-18-124026

En með smá útsjónarsemi og lagni, þá komum við öllum fatnaði sem var í þessum gangaskáp inn í þvottahús – skápurinn var seldur – og svo var bara að prufa sig áfram með punterí.  Í raun og veru þá töpuðum við plássi, en þar sem þetta varð allt mikið fallegra og léttara, þá gladdi þetta mig endalaust.

2013-09-17-182253

Svo er það líka í raun vandmetið að hafa fallegt í forstofum.
Þetta er auðvitað fyrsta svæðið sem allir labba inn í og því forsmekkur af heimilinu, ekki satt?

04-www-skreytumhus-is-is-013

…nú og þrátt fyrir að vera breytingaglaðari en flestir – svona almennt séð.
Þá hafa ekki orðið neinar risabreytingar á ganginum síðan.

Ekki nema:
* settum inn skáp
* tókum út skáp og settum inn kommóðu
* gerðum nýjan bekk
* fundum réttan vegglímmiða
* fundum rétta ljósið
* rétti spegillinn fannst
* hengdum upp stórt tréskilti gengt bekkinum
* gerðum hurð fyrir þvottahúsið

Ok, kannski er ég bara búin að vera breytingaglöð á ganginum líka 🙂

En eitt sem ég geri þó mjög reglulega er að svissa út mottunni (því þær verða ansi þreyttar með skítuga hundafætur sem þjóta yfir hana) og eins að breyta púðunum…
05-www-skreytumhus-is

…og um daginn þá skipti ég út og fékk mér þessa hérna – sem er svolítið mikið öðruvísi en þær sem ég er vön að hafa.  Hún er svona töluvert meiri “blúnda” eitthvað og ljósari…

02-www-skreytumhus-is-002

…svo voru einmitt komnir svona hreindýra snjó/jólópúðar í Rúmfó, sem mér fannst auðvitað alveg hreint pörfekt svona í vetrarþema – ekki satt?

01-www-skreytumhus-is-001

…eins fékk ég þessa gæru í Rúmfó, en hún er einmitt ferköntuð sem er þægilegt á svona bekk – passar eitthvað svo þægilega á´ann…

06-www-skreytumhus-is-001

…og þessir púða sko, eru ekki til þess að laga púðablæti frúarinnar…

09-www-skreytumhus-is-004

…en þið sem hafið lesið hjá mér í einhvern tíma, vitið að þó ég sé mikil blúnda í mér, þá elska ég sérstaklega stjörnur – og þegar ég sá þessa mottu í Rúmfó, þá heyrði ég í kór engla hefja upp raust sína.  Gott ef það svifu ekki 2-3 básúnuenglar yfir á sama tíma…

18-www-skreytumhus-is-004

…enda er hún goooooooooordjös – ekki satt?

20-www-skreytumhus-is-006

…eins lék ég mér smá með að létta á neðri hillunni, undir bekkinum.  Setti þessar svöru vírkörfur, sem á stendur Home á hliðinni, en sneri þeim þannig að endinn snýr fram…

19-www-skreytumhus-is-005

…og púðarnir finnst mér æðislegir sömuleiðis – og koma báðir úr Rúmfó líka…

21-www-skreytumhus-is-007

…svo fann ég þessa líka fallegu ábreiðu og hún varð að fá að koma með…

25-www-skreytumhus-is

…svo var það kransinn, sem er nú búin að hanga þarna síðan sautjánhundruð og súrkál.  Ég bætti sem sé svona stjörnum á hann, bara svona út af árstímanum sem nú nálgast…

22-www-skreytumhus-is-008

…enda eru þessar stjörnur ferlega flottar – dálítið svona retrófílingur í þeim…

23-www-skreytumhus-is-00926-www-skreytumhus-is-010

…á móti bekknum er svo auðvitað uppáhaldshurðin mín…

27-www-skreytumhus-is-011

…í kommóðunni geymum við lykla, hundadót, aukaperur og ég á ýmsa klúta sem þarna samanbrotnir…

29-www-skreytumhus-is-013

…en sjáið bara fínu stjörnurnar… 30-www-skreytumhus-is-014

…eitt annað sem ég fann í Rúmfó voru þessar hérna krítar-fánalengjur…

31-www-skreytumhus-is-015

…og ég þræddi bara þrjár þeirra upp á snæri og skelti í kransinn…

34-www-skreytumhus-is-018

…svona bara að gamni sko – það má leika sér með þessa smáhluti, ekki satt?…

32-www-skreytumhus-is-016

…annars segi ég bara njótið dagsins – ný vika, ný byrjun og ný tækifæri – gerum okkar besta ♥

24-www-skreytumhus-is-is

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

9 comments for “Gangur á þessu sko…

  1. Margrét Helga
    14.11.2016 at 08:28

    Skemmtilegur póstur 🙂 Gaman að sjá hvað litlar breytingar (eins og mismunandi aukahlutir sem kosta yfirleitt alls ekki mikið) geta breytt miklu 🙂

    Gleðilegan mánudag!

  2. Þóra
    14.11.2016 at 08:49

    Eru þessir púðar keyptir nýlega í rúmfó??

    • Soffia - Skreytum Hús...
      14.11.2016 at 08:52

      Fyrir ca 3 vikum síðan….

  3. H.G.
    14.11.2016 at 17:18

    Sæl, vitur kona sagði mér einu sinni að ef maður ætti von á fólki en hefði ekki tíma til að “sjæna” allt skipti mestu máli að innkoman, sem sagt forstofan og svo baðherbergið væru hrein og fín. Svo ég er alveg sammála þér að það skipti máli að hara fínt í forstofunni 🙂 Frábært blogg, ég skil reyndar aldrei eftir komment (fyrr en núna) en kíki mjög oft við. Bestu kveðjur.

  4. Guðný Ruth
    14.11.2016 at 20:15

    Það þyngdist á mér brúnin þegar ég las efst að færslan væri í samvinnu við Rúmfatalagerinn. Í eitt örlítið og mjög stutt augnablik hélt ég að ég væri að fara að lesa svona týpíska “auglýsingu” í formi kostaðrar færslu. En svo hófst lesturinn og ég var ansi fljót að fyrirgefa samvinnu færsluna – enda ekki annað hægt! Ofsalega sætt og fínt að vanda – mjög svo “Dossulegt” allt saman. Takk fyrir að deila þessu, ég hugsa að ég fari að kaupa mér eina labradorvæna mottu og kannski bara gæru líka 😍

    • Soffia - Skreytum Hús...
      15.11.2016 at 08:15

      Sæl Guðný,

      Vá hvað ég skil þig vel – því ég upplifi svona pósta oft alveg eins.
      Langar bara að setja hérna inn klausu úr pósti sem ég skrifaði um daginn:

      Ég er með mínar auglýsendur, sem að hafa “trúað” á mig frá byrjun, eins og t.d. Slippfélagið og Rúmfatalagerinn, og þeir eru með auglýsingar hérna inni. Ég hef hins vegar samið við þá, frá byrjun, um að ég fái að taka X kr út í vörum, en ég stjórna alveg hvað það er. Stundum eru það kannski sokkar á kallinn í Rúmfó, sem rata þá aldrei á þessar síðu, en stundum eru það púðar – sem að ég sýni ykkur nú oftar en ekki – þar sem ég er með púðablæti á við 70 manns.
      En núna samkvæmt nýju reglunum frá Neytendastofu þá verða þessir póstar, þar sem ég tek út mín “laun” merktir “Í samvinnu við x-fyrirtæki” héðan í frá. En ég vil samt árétta að ég er alltaf sú sem ákveður hvað ég sýni ykkur. Það eru aldrei neinir sem segja mér: Hérna, þú átt að sýna neon-græna púða með glimmeri. Það kemur aldrei neitt inn sem ég er ekki að fíla sjálf og velja. Ég vona að þið “þekkið” mig það vel núorðið.

      Þannig að ég vil ítreka að allt er óbreytt þrátt fyrir að þið sjáið þessu klausu í upphafi pósts, þegar við á, ég er aðeins að fara að þessum reglum sem settar hafa verið.

      Það er mér bara svo mikilvægt að halda þessum málum á hreinu þar sem ég finn sjálf fyrir svo miklu áreiti frá samfélagsmiðlum og þessari “sölumennsku” og ég finn að þegar ég fer í það að skoða of mikið af þessu öllu – þá hreinlega tapa ég gleðinni. Ef ég tapa gleðinni, þá meina ég gleðinni við að skrifa og tjá mig hérna inni, þá er þetta orðið að kvöð og ég er viss um að þá hefur enginn gaman af því sem frá mér kemur.

      http://www.skreytumhus.is/?p=38578

      kv.Soffia

      • Guðný Ruth
        16.11.2016 at 09:39

        Takk fyrir þetta svar! Ég hef jú oft séð að þú hefur keypt þér hitt og þetta í Rúmfatalagernum (og víðar reyndar) en aldrei upplifað það sem neina auglýsingu, heldur frekar að þú sért að sýna okkur það sem þér finnst fallegt eða sniðugt og fyrir það hef ég verið ótrúlega þakklát (enda breytti þetta blogg lífinu mínu, án gríns sko!). Þess vegna brá mér þegar ég sá allt í einu svona merkingu þarna efst, hélt að það væri eitthvað að breytast. En tók gleði mína á ný um leið og ég sá póstinn enda var hann bara alveg í takt við allt annað sem þú birtir – engin breyting þar á 🙂 Það er bara svo mikið til af auglýsingabloggum (snöppum, instagrömmum og svo framvegis) að maður fær alveg nóg af slíku. Ég trúði því varla að uppáhaldið mitt væri búin að selja sálina sína í slíkt og sem betur fer kom á daginn að svo er ekki!

        Takk fyrir mig, þú ert yndi 😉

  5. Anna Sigga
    16.11.2016 at 13:32

    Soffía mottan sem þú varst með á gólfinu á undan stjörnumottunni var hún lika til í rúmfó ég reikna með því að hún sé uppseld í dag 😀 finnst hún mjööööög falleg !! eiginlega fallegri en stjörnumottann (lesist sem hvísl) 😀 en Það er frábært að sjá hvað breytist mikið bara við það að setja nýja mottu. Eða aðra gerð af púðum 🙂
    Takk takk 🙂

  6. Guðrún
    17.11.2016 at 18:42

    Fallegt eins og alltaf.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *