Smá lit í lífið…

…því það gerir manni bara gott.  En þó, bara smálit – ég er sko ekki mikið fyrir litadýrðina!  Plús, ég er fjórða barn foreldra minni og þau voru greinilega búin með litarefnin þegar ég varð til, og þar af leiðandi er ég alltaf svona líka mjallhvít 🙂

En það gerðist hérna eitt kvöldið að ég var á leiðinni fram í þvottahús, þar sem allir aðrir fjölskyldumeðlimir voru sofnaðir, og ætlaði að taka úr vélinni.  En eins og gengur og gerist, þá alveg óvart málaði ég einn vegg í staðinn.  Óvart sko!

Þvottahúsið var ca about svona – með kannski svolítið af aukadrasli (og þið getið skoðað allt um fyrirkomulagið hérna – smella)

2013-09-19-093005

…en hins vegar, þar sem þvottahúsið er gluggalaust (látið mig sko ekki byrja að ræða hvers vegna þvottahús sem stendur við útvegg er haft gluggalaust – ég meina kommon!!) þá hefur mig langað til þess að fá smá líf og lit þarna inn, oooooog eins og áður sagði, þá gerðist þetta…

49-www.skreytumhus.is-010

…og þegar upp var staðið – þetta hérna 🙂

55-www.skreytumhus.is-016

…í raun ekkert gert annað en að mála og sama stöffið á sínum stað…

56-www.skreytumhus.is-017

…fékk reyndar elskulega eiginmanninn til þess að setja tvo króka á krítartöfluna og þar í körfu safnast saman einmanna sokkar sem engann eiga að *snökt greyjin*…

57-www.skreytumhus.is-018

…og svo þarf alltaf að finna til smá skipulag sko, það er bara þannig…

20-www.skreytumhus.is-019

…og í mjög litlu plássi útbjuggum við netta skipulagsstöð…

29-www.skreytumhus.is-028

…til að mynda fann ég þennan tréblaðakassa í Rúmfó á Korputorgi, og mér fannst snilld að fá eiginmanninn til þess að gera tvo göt aftan á hann og svo hengdum við hann upp á tvær skrúfur.  Það eru nefnilega alltaf einhver bréf og annað slíkt sem dagar uppi þarna inni, áður en gengið er frá því…

21-www.skreytumhus.is-020

…og þarna fyrir neðan er svona líka skemmtileg hleðslustöð úr basti sem ég fann í Von&bjargir á Grensásveginum…

60-www.skreytumhus.is-021

…mikil gleði hjá mér að vera laus við snúrur og Ipadda og önnur hleðslutæki sem liggja oftast nær eins og snákar út um allt eldhús…

59-www.skreytumhus.is-020

…eins og áður sagði, þá er þetta ekki “merkilegar” myndir, eða neitt úber fínt.

Þetta er bara fúnkerandi þvottahús.  Körfurnar sem eru ofan á þurrkaranum geyma gamlar gardýnur og eitt og annað fatakyns sem er ekki notað nema endrum og sinnum…

1-2016-08-30-153113

…straubrettið var klætt í nýjan búning eftir Ameríkuferðina okkar, og var nýji liturinn er að smellpassa við veggina…

24-www.skreytumhus.is-023

…veggirnir eru málaðir í lit sem heitir Mynta og er SkreytumHús-litur úr Slippfélaginu…


…eins fann ég þennan dúnk í Rúmfó, og mér fannst bara þrælsniðugt að setja þvottaefnið í þetta.  Auðvelt að sjá hvað er mikið eftir og þægilegt að nota.  Hins vegar er ég komin með það stálpuð börn að þau eru ekki að fikta í svona, vita að þetta er algjört eitur, en þið sem eigið litla krakka.  Eða bara fiktara sem gætu tekið upp á ýmsu – í guðanna bænum farið varlega með að setja svona þvottaefni í dunka, hvort sem um er að ræða fljótandi eða bara duft.  Þetta þarf að vera mjög öruggt, miklu fremur er bara fallegt og sætt, þá þarf þetta að vera öruggt. Þannig að, endilega hafið það í huga…

25-www.skreytumhus.is-024

…en svona varð litla skipulagið hjá okkur…

26-www.skreytumhus.is-025

…og auðvelt aðgengi að þessum hvimleiða hlut sem verður til í hverju þvottahúsi (hvar eru allir stöku sokkarnir?)…

27-www.skreytumhus.is-026 28-www.skreytumhus.is-027

…grindurnar sem eru á veggnum koma úr eldhúslínu hjá Ikea, og mér finnst þetta ágætt til þess að geyma hitt og þetta í, plús að þetta skreytir líka vegginn…

3-www.skreytumhus.is-022

…það var líka ótrúlegt hversu miklu það breytti að setja litlu gerviblómin í pottana, og fá þannig smá grænt og “líf” á vegginn.  Skærin er jú falleg, en meira bara praktísk…

32-www.skreytumhus.is-031

…kassinn geymir ýmislegt smálegt sem við þurfum að nota fyrir ferðalög.  Handvigt fyrir farangur, lása og lykla og svona smotterý…

4-2016-08-30-153055

…svo í Rúmfó fann ég þessi dásemdarviskustykki.  Sem ég er reyndar ekki búin að taka í notkun, en þau smellpössuðu svo inn í litaþemað að ég varð að hafa þau með 😉
35-www.skreytumhus.is-034

…svo var það ljósið!  Fallega ljósið.

Þetta er sem sé útiljós sem ég fann í Bauhaus og ákvað að væri pörfekt þarna á vegginn…
30-www.skreytumhus.is-029

…mig langaði í eitthvað svona industrial og vintage, eða ef við snúum því að ylhýra íslensku: gróft og gamaldags? 🙂

38-www.skreytumhus.is-037

…veggurinn á móti er síðan í raun einn risa fataskápur – sem svarar líka spurningunni sem ég fæ um “hvar eru allar yfirhafnir og skór?”…

1-2016-08-30-153132

…og smá svona skóskápur fyrir frúnna auðvitað…

3-2016-08-30-153151

…nú svo sjáið þið þarna fram í forstofuna, og það glittir í hurðina mína góðu.  Vírkörfurnar geyma þessa helstu skó krakkana, og eru algjör snilld. Eins hangir svona daglegur yfirfatnaður þarna á snögunum…
1-www.skreytumhus.is-018

…og hér sést síðan þegar hurðin er lokuð…

18-www.skreytumhus.is-017

…svona var þetta þá – lítill þvottahúsrúntur. Lítil breyting með því að mála einn vegg – en samt mikill munur.

Þá segi ég bara góða helgi – njótið þess að vera til – og endilega gerið eitthvað skemmtilegt ♥

2-www.skreytumhus.is-021

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

9 comments for “Smá lit í lífið…

  1. Anna Sigga
    03.09.2016 at 09:15

    Þrusuflott þvottaherbergi, veggljósið er gjordjöss og skipulagsstöðin æði 🙂

  2. Ása
    03.09.2016 at 10:39

    Yndislegt þvottahús og gott skipulag, mér finnst þessi litur gefa því aukan hlýju. Þrusuflott!

  3. Elva
    03.09.2016 at 17:59

    Æði. Má spyrja um nafnið á litnum 😄

    • Soffia - Skreytum Hús...
      03.09.2016 at 20:20

      Takktakk – Mynta og er SkreytumHús-litur úr Slippfélaginu…

  4. Margrét Helga
    05.09.2016 at 08:49

    Æði!! Mig langar í þvottahús…var með svoleiðis en ekki lengur. Núna er þvottavélin bara inni á baði…

    En þetta kemur hrikalega vel út hjá þér 🙂

  5. Kristín Hafsteinsdóttir
    20.09.2016 at 09:46

    Ótrúlegt hvað smá breyting gerir mikið, virkilega flott hjá þér. Annars finnst mér vírkörfurnar undir skónna vera snilldar hugmynd, geri ráð fyrir að þær séu úr Rúmfó 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.09.2016 at 21:43

      Passar 🙂 Þær eru úr Rúmfó og virka alveg brill fyrir þetta!

  6. Rósa Gísladóttir
    02.02.2017 at 08:35

    Aldeilis flott og gaman að sjá ,hvar fékkstu hleðslu körfuna ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      05.02.2017 at 23:00

      Hún fékkst bara í Nytjamarkaði 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *