Luktar dyr…

…sko, ég er skrítin!  Ég er ekkert að reyna að fara leynt með það 😉

Ég hef alla tíð heillast svo ótrúlega mikið af hurðum, sér í lagi gömlum hurðum og auðvitað gluggum.  Ég hef sagt ykkur að ég hef bara aldrei hitt franskann glugga sem mér líkaði ekki við.  Þegar ég skoðaði aðeins í myndasafninu mínu, þá finn ég líka heilan haug af myndum sem ég hef tekið í gegnum árin.

1-www.skreytumhus.is.2015-003

…þessar myndir eru flestar frá Köben, þar sem við röltum um famelían og ég smellti af mynd af öðru hverju húsi…

2-www.skreytumhus.is.2015-002

…þetta er bara eitthvað svo heillandi…

3-www.skreytumhus.is.2015-001

…svo ekki sé minnst á allt skrautið í kringum þetta…

4-www.skreytumhus.is.2015

…þetta er kirkjuhurð hérna heima…

5-www.skreytumhus.is.2015-002

…í gömlu yfirgefnu húsi…

6-www.skreytumhus.is.is

…herragarður í Köben…

7-www.skreytumhus.is-001

…í gamalli hlöðu í Danaveldinu…

8-www.skreytumhus.is-002

…því skal engann undra um daginn á Snapchat (notendanafn: soffiadoggg), þegar ég snappaði næstum yfir mig af gleði yfir hlut sem ég var að versla í Von og bjargir (sjá hér).  Sjáið til, ég var að rölta inn þegar ég tók eftir gömlum eldhússkápahurðum sem voru festar fyrir útigeymsluna hjá þeim.  Bara boraðar á spónaplötu og frekar leiðar. Ég spurðist fyrir um þær og fékk að kaupa þær og sækja daginn eftir – það var einmitt þá sem ég snappaði yfir mig af kæti sko 🙂

Því um leið og ég sá þær þá fæddist hugmynd…

39-www.skreytumhus.is

…og úr varð þessi hérna!  Elsku krúttið…

04-www.skreytumhus.is-003

…allir saman nú: ahhhhhh…

01-www.skreytumhus.is

…ég sem sé, einfaldlega -fleygði þeim á bakið og málaði…

42-www.skreytumhus.is-003

…nota alltaf sömu útimálninguna frá Slippfélaginu, því ég er að fíla hvernig áferð kemur af henni.  Hún virkar svona vintage finnst mér…

02-Skreytumhus.is 28.05.2015-001

…og svona er hún blaut…

43-www.skreytumhus.is-004

…farin að þorna (ps hvernig finnst ykkur annars að horfa á málningu þorna? Æsispennandi?)…

44-www.skreytumhus.is-005

…og loks þurr.  Svo eins og sést hér til vinstri, þá fór ég aðeins yfir með sandpappír, bara svona rétt til þess að má hana af sumum flötum…

46-www.skreytumhus.is-007

…sjáið það kannski aðeins betur hérna!

48-www.skreytumhus.is-009

…brautina og allt sem þessu fylgir fengum við í Járn og gler, eftir ábendingu frá þeim ofursystrum í Systur og makar.  Brautin með öllu kostar tæplega 27þús krónur..

63-www.skreytumhus.is-024

…svo fékk ég minn elskulega einkaþræl eiginmann til þess að festa þetta upp og já, það var sko notað hallamál.  Samt er hann reyndar svo nákvæmur að eðlisfari að ég hélt um tíma að það væri bara innbyggt í hendina á honum…

64-www.skreytumhus.is-025

…til þess að festa saman hurðarnar notuðum við svona thingy sem við keyptum í Bauhaus, og ég man ekki hvað kostaði, og festum aftan á hurðarnar tvær á þremur stöðum…

1-Fullscreen capture 31.8.2016 175001

…þar sem að hurðarnar voru ekki nógu langar, þá barasta bættum við spýtu neðan á, sem húsbandið “smítti” og sagaði til, og la voila…
70-www.skreytumhus.is-031

…nokkurs konar hurðarsökkull varð til…

71-www.skreytumhus.is-032

…og þegar þetta var málað, þá er allt í fínu lagi með þetta – að mínu mati sko…

09-www.skreytumhus.is-008

…ég get varla lýst því hversu miklu þetta breytir, að mínu mati.
Bara að geta lokað inn í þvottahúsið – en ekki að allir sjái fyrst af öllu þegar komið er inn í forstofuna = pure heaven!
1-2016-08-30-153715

…svo að sýna ykkur smá svona áferðina á þeim…

05-www.skreytumhus.is-004

…ég var viljandi ekki að laga nein göt eða fiffa til – vildi helst að hún liti út fyrir að vera eins gömul og hægt er…

07-www.skreytumhus.is-006

…og bara að strjúka mjög létt með sandpappír breytir miklu – gefur þeim svona meiri dýpt (sko bara sjónrænt séð)…

08-www.skreytumhus.is-007

…og þær eru núna alveg í stíl við bekkinn okkar og kommóðuna, sem sé allt í forstofunni…

13-www.skreytumhus.is-012

…nú ef þið viljið lesa meira um bekkinn, sem er líka DIY-verkefni þá er það hér – smella

16-www.skreytumhus.is-015

…ég veit ekki með ykkur – en þetta er eitt af mínum uppáhalds DIY-um ♥

Nú er bara að finna réttu höldurnar!  Like?

01-www.skreytumhus.is

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

15 comments for “Luktar dyr…

  1. Arna
    31.08.2016 at 19:38

    Úúúú…. Þetta er ÆÐI 🙂 Er alvarlega að hugsa um að rífa niður allar hurðar í húsinu og fá mér svona renniskápahurðar í staðin 😉

  2. Dóra Dís
    31.08.2016 at 19:53

    Gjööööðveikt !

  3. Helga H
    31.08.2016 at 20:05

    Snilingur 🙂

  4. Sigga
    31.08.2016 at 21:39

    Þetta er æði, hvað kosta græjurnar til að festa þetta upp og getur þú sýnt hvernig þetta er fest á hurðarnar.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      31.08.2016 at 22:45

      Var að bæta upplýsingum inn, þær kostuðu tæplega 27 þús. Þetta er nokkurs konar L sem kemur niður úr hjólinu og er styttri endinn festur ofan á hurðina. Vona að þetta skiljist 🙂

      • Sigga
        01.09.2016 at 19:46

        Takk, langar í svona fyrir lítið bað og þvottahús þar sem hurðar opnast inn, myndi auka pláss og stækka rými, fyrir utan hvað þetta er hrikalega töff:)

  5. Ása Hauksdóttir
    31.08.2016 at 22:10

    Úff geðveikt flott.

  6. Margrét Helga
    31.08.2016 at 22:20

    Það geta ekki allir verið gordjöss, en þessi hurð er það svo sannarlega! 😀 og ég sagði awwwww og allt það sem átti að segja í póstinum og það var rosalega gaman að horfa á málninguna þorna…það gerist nefnilega svo hratt á myndum 😛
    Í einu orði sagt ÆÐI! 😀

    • Margrét Helga
      31.08.2016 at 22:21

      P.s. Já og það er heilbrigt að vera skrýtinn…ég tel mér a.m.k. trú um það 😛

  7. Ragnhildur
    01.09.2016 at 07:19

    Dásamlega fallegt 💖

  8. Díana
    01.09.2016 at 08:53

    mjög fallegt – myndir þú mæla með að mála dökkan antikskáp með þessari svörtu útimálningu? er með gamlan dökkan skáp sem ég er að vandræðast með hvort ég eigi að mála í ljósum lit eða svörtum – hafði einhvernvegin hugsað kalk málningu en finnst áferðin ofurfalleg á hurðinni þinni 🙂

  9. Joyce
    04.12.2016 at 18:44

    Love your doors, wish I had room to put one in my tiny laundry room. I also lik taking pictures of doors, especially brightly colored ones and/or old ones.

  10. Joyce
    04.12.2016 at 18:45

    oops, supposed to say I also like taking pictures.

  11. 26.11.2018 at 20:12

    How did you stick (join) them together??

  12. 26.11.2018 at 20:15

    Sorry – website was: skreytumhus

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *