Hringborðssaga…

…eða þið vitið sko, alls ekki hringborð.
Meira svona saga um borð sem fer í hringi, sko sagan, ekki borðið 🙂

Þið munið hérna einu sinni, þegar við fengum nýtt borðstofuborð.  Húrra.  Þetta var svona stórt og mikið “hlöðuborð”.  Þannig að maður gat helst ímyndað sér að víkingar hefðu setið að sumbli við það, jafnvel fyrr um daginn.  Ég er sko búin að vera aaaaalsæl með það!

Vill þá einhver útskýra fyrir mér hvernig þetta hérna gerðist?

IMG_2332

…jebbs, óvart keypti ég mér annað borð…

IMG_2333

…borð sem var jafnlangt og gamla nýja borðið (héðan í frá kallað gamla borðið til aðgreiningar 😉 ).  En það er reyndar 20cm mjórra, það nýja sko…

IMG_2334

…hér er gamla…

IMG_2335 IMG_2336

…og hér hið nýja…

IMG_2337

…gamla borðplatan…

IMG_2338

…og hin nýja…

IMG_2340

…en til þess að útskýra örlítið þessa borðstofuborðabilun, þá var smá vandamál með gamla borðið.  Eins og sést á þessari mynd af því nýja þá komast vel þrír stólar hlið við hlið, því að fæturnir leyfa það alveg…

IMG_2343

…þeir eru fyrirferðaminni og leyfa vel stólunum að komast fyrir…

IMG_2346

…hins vegar á gamla borðinu voru lappirnar smá plássfrekar…

IMG_2347

…og aðalvandamálið var að þegar þrír stólar voru settir við það – þá komust þeir ekki nær borðinu en þetta.  Plássið í kringum borðstofuborðið leyfir hins vegar vart svona mikið bruðl með stólana, og því voru alltaf bara tveir stólar við hverja hlið…
IMG_2350

…og hvernig endaði þetta svo?

Um það bil svona:
…við settum sem sé gömlu plötuna ofan á nýju fæturnar…

…þá komum við þremur stólum við hverja hlið…

…og þeir geta verið alveg upp að borðinu…

…eins og sést, þá eigum við enn eftir að fiffa þetta aðeins til.  En að svo komnu er þetta að virka bara þrælvel…

06-www.skreytumhus.is-005

…og engar áhyggjur.  Þrátt fyrir að við “Frankenstein-uðum” borðið okkar, þá fékk hinn helmingurinn framhaldslíf líka.  Vinkona mín fékk gömlu fæturnar og nýju borðplötuna, og á núna smellfínt borðstofuborð sem smellpassar í hennar borðstofu – besta mál!

…nú er bara eitt vandamál eftir!

Sjáið til, ef við reiknum smá.  Við áttum 6 borðstofustóla, en komum alltaf bara 5 við borðið – því við erum með bekk við endann (krakkarnir vilja bara bekkinn og fá að sitja saman).  Þetta þýddi að við vorum með einn stól sem gekk alltaf af.  1 stóll í afgang!

Með nýja borðinu fylgdu síðan 6 aðrir stólar, og hvað haldið þið?  Kallinn varð svona líka hrifin af stólunum að hann vill ómögulega losa sig við þá.  Finnst fínt að eiga aukastóla þegar við fáum okkar ítölskuspagettý famelíuna í mat.

Þannig að núna komast allir 6 stólarnir sem við áttum við borðið, bekkur og 1 af nýju stólunum við endann!

Þetta þýðir að við eigum 5 stóla í afgang 😀

Vel gert kjánaprik 🙂

…en við höfum bara áhyggjur af því síðar – svona seinni tíma vandamál!

Eru ekki annars bara allir hressir?

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

 

12 comments for “Hringborðssaga…

  1. Margrét Helga
    29.08.2016 at 08:10

    Snilldarlausn og allir ánægðir 😀 Til hamingju með nýja borðið og stólana!

    • Soffia - Skreytum Hús...
      31.08.2016 at 14:27

  2. Lára
    29.08.2016 at 08:14

    Smart eins og ávallt hjá þér 🙂 Eina sem ég velti fyrir mér er, hvernig er að sitja við nýju fæturna? Á myndinni sýnir að nýju fæturnir fylla vel í bilið milli stólafótanna.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      31.08.2016 at 14:26

      Maður finnur ekkert fyrir þeim þegar setið er við borðið – þannig að so far, so good 😉

  3. Sigríður S Gunnlaugsdóttir
    29.08.2016 at 10:32

    Gaman að lesa og skoða hjá þér,þetta er æði og snilld að skipta um borðplötu,bara geggjað 😊👍

    • Soffia - Skreytum Hús...
      31.08.2016 at 14:25

  4. Ólína
    29.08.2016 at 21:15

    Sniðugt og flott eins og allt sem þú gerir 😊
    Má fylgja þér á snappinu… ef svo, hvað er snappið þitt?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      29.08.2016 at 23:11

      Æji takk og það er sjálfsagt að fylgja:
      soffiadoggg – sem sé þrjú g 😉

  5. Birgitta Guðjónsd
    30.08.2016 at 16:09

    Góð lausn finnst alltaf í lokin …ekki satt?…..alltaf svo gaman að skoða og lesa póstana þína……gleðja mig alltaf…takk,takk fyrir að deila…<3….

    • Soffia - Skreytum Hús...
      31.08.2016 at 14:25

      Awwwww takk fyrir – þetta komment gladdi ♥

  6. Kristín Hafsteinsdóttir
    20.09.2016 at 10:33

    Ekkert smá vel heppnuð breyting 👍 Ótrúlegt hvernig þú dettur alltaf niður á bestu lausnina Soffía mín 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *