Stofubreyting – hvað er hvaðan…

…og þrátt fyrir að hljóma eins og biluð plata, þá segi ég enn og aftur takk fyrir frábær viðbrögð.  Það er svo gaman að sýna ykkur svona og finna hversu spenntir allir verða, og bara hversu miklum eldmóði fólk fyllist.  Allir af stað, breyta og bæta 🙂

Þessi breyting var gerð á budget-i, eins og flest allt sem ég geri.  Það þurfti að kaupa eitt og annað, en við vorum ekkert að henda Visa-kortinu um sko.

Þegar flutt var inn var næstum allt húsið málað í sama lit.  En þetta er einn af SkreytumHús-litunum sem fæst í Slippfélaginu og heitir Mosagrár.  Hann er ótrúlega fallegur, mjög breytilegur sem mér finnst alltaf kostur.  Stundum grár, stundum beis og stundum næstum grænn.  Sem sé mjög hlýr og notalegur bakgrunnur.  Endilega hafið þetta í huga þegar þið skoðið myndirnar, þá takið þið eftir hversu margbreytilegur hann er… 034-www.skreytumhus.is-016
…eins og kom í ljós í seinasta pósti, þá eru hillurnar undir sjónvarpinu Vittsjö sjónvarpshillurnar frá Ikea (smella hér), og ekki að ruglast á þeim og hinum sem hærri eru…

002-www.skreytumhus.is.2016 221823

…viðurinn er límtrésplata úr Bauhaus og fæst í nokkrum mismunandi stærðum, þessi er 220*60…

IMG_1574

…hilluberarnir eru frá Ikea og heita Ekby hall (smella hér) og viðurinn er afgangur frá sjónvarpshillunum…

43-www.skreytumhus.is.is-040

…stofuborðin eru líka Vittsjo (smella hér) og mottan heitir Hodde (smella hér) og þetta er gráa/svarta týpan, bæði er frá Ikea…

096-www.skreytumhus.is-078

…svo er það stóóóóóra spurningin sem ég fæ endalaust, varðandi þessar geggjuðu körfur fyrir tímaritin.  Vandamálið er að ég keypti þær í heildsölu, og eins og er, þá eru engar verslanir á höfuðborgarsvæðinu búnar að taka þetta inn.  En ég er að vinna á þessu og skal birta á síðunni um leið og eitthvað kemur í ljós…

IMG_1567

…litla hliðarborðið er líka Vittsjo (smella hér) – vírkarfan undir því kemur úr Rúmfó, en hún er reyndar orðin nokkra mánaða gömul…

099-www.skreytumhus.is-081

…mottan í sjónvarpsholinu er sömuleiðis frá þeim sænska og ber nafnið Osted (smella hér) og það eru til nokkrar stærðir í þeim.  Sömuleiðis var spurt um málverkið, en það er eftir hann pabba minn, Garðar Jökulsson – og þið getið fundið hann á Facebook hérna
064-www.skreytumhus.is-046

…augljóslega mjög kózý motta sko…

IMG_1534

…og það sem er gott við þessar tvær mottur, er að þær eru báðar þokkalega hlutlausar, ganga vel saman á þess að vera og mikið “eins”.  Síðan má snúa þeim báðum við þannig að fyrir t.d. hunda- eða barnafólk þá er þetta sniðug lausn…

IMG_1600

…áhugasamir spurðu líka hvaðan glugganir væri, en sá stærri fannst í Vosbúð í Vestmannaeyjum (sjá hér) og sá minni er úr Pier (smella). Svo, fyrir áhugasama og fróðleiksfúsa – þá má benda á þessa íðilfögru körfu en hún kemur úr Rúmfatalagerinum og er í miklu uppáhaldi… IMG_1570…glerkúpullinn fyrir Pínuna er úr Ikea, og þetta er minni týpan (smella hér).  Mér finnst þessir ferlega flottir og fékk mér sjálf meira segja báðar stærðir – þið vitið, af því að mér vantar svo rosalega mikið glerkúpla – alltaf 😉

IMG_1575

…skálin og blómið (alvöru) er bæði sömuleiðis úr Ikea…
IMG_1577

…kirkjukertastjakinn er síðan úr smiðjunni hennar Maríu Kristu og fæst að sjálfsögðu í Systur og makar (smella hér)

IMG_1578

…bakkann fundum við síðan í Pier og þaðan koma bókaboxin líka, alveg kjörin fyrir fjarstýringar og t.d. sprittkertin og kveikjarann…

IMG_1584

…mystruðu körfurnar eru svo úr Rúmfó, og kosta bara um 990kr stk, og eru alveg ferlega flottar…

IMG_1604

…svo er það hinn veggurinn…

084-www.skreytumhus.is-066

…því miður er sömu sögu að segja með þessa potta, eins og með tímaritakassana.  Þegar ég fæ nánari upplýsingar þá skal ég setja þær inn, í hvelli…

081-www.skreytumhus.is-063

…hins vegar þá settum við bara upp fleiri svona Ekby hillubera úr Ikea, og þeir hanga í þeim.  Auðvelt lausn.

Eitt af því sem setur hvað mestann svip á svæðið er þessi fallegi vegglímmiði frá Vegg.is.  Þau áttu spegilinn fyrir og hann átti að fara yfir skenkinn og það passaði einhvern veginn ekki að setja myndir eða málverk þarna, en eitthvað varð að koma svona til þess að “fylla upp í” vegginn – kjörin lausn!

074-www.skreytumhus.is-056

…þetta kemur í svona pappatúpu…

036-www.skreytumhus.is-018

…fyrst þarf að strjúka vel yfir allann límmiðann, svona til þess að þetta festist á “yfirlaginu”…

038-www.skreytumhus.is-020

…svo er bara að festa þetta á vegginn með tveimur límböndum og mæla hvort að allt sé ekki öööööörugglega rétt og vel stillt af.  Það fylgir ekki með pakkningunni svona vandvirkur 2m maður, hann var keyptur sér…

039-www.skreytumhus.is-021

…svo er bara að taka þetta varlega í sundur.  Mæli með  að lesa bara leiðbeingingarnar sem eru á Vegg.is, en þær eru mjög ítarlegar (sjá hér)

043-www.skreytumhus.is-025

…alltaf verið að fylgjast með á hallamálinu…

046-www.skreytumhus.is-028

…alveg að verða komið…

047-www.skreytumhus.is-029

…og svo loksins – húrrra!

062-www.skreytumhus.is-044

Virkilega fallegir límmiðar að mínu mati!

063-www.skreytumhus.is-045

…glerkassinn sem gömlu bækurnar eru í er úr Rúmfó, og fæst hér (smella). Mér finnst þessi vera æðislegur og allt verður fansí í honum, bara nánast hvað sem er…
075-www.skreytumhus.is-057

…svo að lokum er það gardínurnar…

115-www.skreytumhus.is-097

…stangirnar koma úr Ikea (sjá hér)

117-www.skreytumhus.is-099

…en gardínurnar sjálfar eru mínar uppáhalds þunnu hvítu gardínur og koma úr Rúmfó

IMG_1607

…þær eru með örþunnum röndum á köflum, en það er eitthvað sem sést nánast ekkert þegar þær eru komnar upp…

104-www.skreytumhus.is-086

 Gott efni í þeim og falla fallega.  Þær heita Marisko (sjá hér)

IMG_1609

Svo fallegar!

069-www.skreytumhus.is-051

Þá er þetta held ég bara loksins upptalið – ef ekki þá skjótið þið á mig spurningum.

089-www.skreytumhus.is-071

Mér þykir leitt að geta ekki reddað upplýsingum um hluti, eins og tímaritakassana, en það kemur vonandi fljótt.

Annars segi ég bara góða helgi og endilega, umfram flest, verið góð hvert við annað ♥

IMG_1614

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

8 comments for “Stofubreyting – hvað er hvaðan…

  1. Margrét Helga
    27.08.2016 at 08:14

    Mmmmmmmm æði! Núna (eins og reyndar alltaf þegar maður les bloggið þitt) langar mann bara að fara og breyta og bæta og gera allt fínt heima hjá sér 🙂 Yndislegt! Vonandi verður þetta nógu góð auglýsing á þessum vírkörfum þannig að einhver búð sjái sér hag í að taka þær inn! Ég meina kommon…fyrst þær birtust hér þá eru þær svo gott sem uppseldar í hvaða búð sem tekur þær inn 😉

    Knús!

  2. Matthildur
    27.08.2016 at 09:12

    Þvílíkur snillingur 🙂 Alveg ótrúlega fallegt hjá þér <3

  3. Sigrún Arna Hafsteinsdóttir
    27.08.2016 at 09:53

    Yndislega fallegt 😉

  4. Borghildur
    31.08.2016 at 14:40

    Til hamningu með hvað þú átt fallegt heimili. Frábært að fá að vita hvaðan hlutirniir koma svo maður geti stolið hugmyndinni á sitt heimili. Var aðeins að velta fyrir mér þar sem þú ert svo dugleg að skoða og finna. Veistu nokkuð hvar helst er að finna fallegar ömmustangir úr smíðajárni ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      31.08.2016 at 15:55

      Sæl Borghildur og takk fyrir hrósið!
      Ég kaupi oftast í Ikea eða Rúmfó, og er mjög sátt við þær stangir. Finnst þær í Rúmfó aðeins veglegri og fallegri hnúðarnir á þeim, þannig að endilega kíktu á þær. Það er líka auðvelt að kaupa tvær til þess að lengja og láta þær ganga hverja inn í aðra.

      kv.Soffia

  5. Thora
    07.09.2016 at 15:58

    Thank you for another wonderful post/update of your fantastic home!
    I really love the versatility of the colour on the wall – can you tell me the colour code and what brand the paint is, as I, unfortunately, can’t go to Island to buy paint 🙂

    I’m moving in to a new home at the end of this month and that colour would be so so so perfect in the living room.

    Thank you for an amazing blog,
    Hugs from Denmark
    Thora

  6. Kristín Hafsteinsdóttir
    20.09.2016 at 09:13

    Vá þetta er sjúklega flott hjá þér skvís, þú ert algjör snillingur 🙂 En mig langar að vita hvaðan gardínan í eldhúsglugganum er 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.09.2016 at 21:42

      Ahhhh…..hún fylgdi með þegar húsið var keypt – þannig að ég hef því miður ekki upplýsingar um það!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *